Hestamannafélagið Sóti    
  • Frettir
  • Felagid
    • Fundargerdir
    • Vetrardagskrá
  • Stjorn og nefndir
    • stjorn og nefndir 2021
    • Eldri stjórn og nefndir
  • Reidholl
  • Reidleidir a Alftanesi
  • Frettir
  • Felagid
    • Fundargerdir
    • Vetrardagskrá
  • Stjorn og nefndir
    • stjorn og nefndir 2021
    • Eldri stjórn og nefndir
  • Reidholl
  • Reidleidir a Alftanesi



Reiðnámskeið með Atla

1/16/2023

0 Comments

 
Picture
Fræðslunefnd auglýsir 6 vikna reiðnámskeið hjá Atla Guðmundssyni.
Hver tími er 30 min einkakennsla og eru tímarnir sniðnir að þörfum hvers og eins, þeir eru fyrir alla knapa, frá byrjendum uppí keppnisfólk.

Kennsla hefst mánudaginn 23 janúar og er kennt einu sinni í viku til 27. feb

Sama verð og í fyrra:  36.000.- .  Skráning á sportfengur.com og námskeiðið er einungis ætluð skuldlausum Sótafélögum
0 Comments

Skilaboð frá stjórn

1/10/2023

0 Comments

 
Picture
Kæru félagar, gleðilegt ár!
Þann 1. febrúar næstkomandi kl 20:00 verður haldinn fundur með formönnum nefnda þar sem lögð verða drög að dagskrá komandi mánaða. Nefndir eru því beðnar um að funda og velja sér formann ásamt því að vinna að dagskrá til að leggja fyrir stjórn.
Nánari upplýsingar veitir Jörundur formaður.
Með kveðju,
Stjórn Sóta
0 Comments

Takk Sprettur

1/9/2023

0 Comments

 
Picture
Við vorum svo ljónheppin um daginn að Sprettarar eru að setja stóla í reiðhöllina sína og buðu okkur að fá gömlu sessurnar.  Sem við þáðum að sjálfsögðu með þökkum og nú fer vel um Sótarassa í reiðhöllinni okkar!  

Takk Sprettarar!
0 Comments

Sótafélagar fá afslátt

1/9/2023

0 Comments

 
Picture
Einar og Steinunn í Mýrarkoti eru að  bjóða Sótafélögum frábæran afslátt af hestavörum sem þau eru að selja í netversluninni www.tophorses.shop
Bara að smella sér inná síðuna og þegar kemur að greiðsluferli þá er settur inni kóðinn: Sóti10 og þá kemur sjálfkrafa 20% afsláttur (ath ekki af tilboðsvörum).  Annars er alltaf hægt að hringja  í s: 864-7622 eða koma og skoða vöruúrvalið, þau eru hinu megin við götuna, eða í Mýrarkoti 6.
0 Comments

Fundargerð aðalfundar

12/23/2022

0 Comments

 
Picture
Aðalfundur Sóta var haldið í flottasta félagsheimili landsins þann 10 des s.l.  Á dagskrá voru venjulega aðalfundastörf en síðan var boðið uppá stórkostleg hlaðborð sem Beggi framreiddi af sinni alkunnu snilld!  

Hér má lesa fundargerðina og sjá hverjir voru kosnir í nefndir
0 Comments

Flestir búnir að taka inn

12/23/2022

0 Comments

 
Picture
Núna er búið að taka hesta á hús í öll hesthúsin í hverfinu okkar og líf að færast í hestamennsku Sóta félaga og vefstjóri loksins vöknuð.  Vefstjóri hvetur Sóta félaga til að senda inn skilaboð og fréttir sem þið viljið koma á framfæri á alnetið á steinagud@gmail.com.  Vonandi verður þetta frábær og spennandi vetur! 
0 Comments

Hópreið á LM22

7/5/2022

0 Comments

 
Picture
Jörundur formaður óskar eftir áhugasömum Sótafélögum sem vilja taka þátt í setningarathöfninni á LM22 á fimmtudagskvöldið kl., 19:20-20:10.  Mæta þarf í Sóta búningi og með hest.  Áhugasamir hafi samband við Jörund sem allra fyrst í s: 898-2088
0 Comments

Sótafélagar hafa lokið keppni á LM

7/5/2022

0 Comments

 
Picture
Keppendur frá Sóta hafa nú lokið keppni á LM en þeim gekk öllum vel í firnasterkum flokkum og voru félaginu til sóma - til hamingju öll!

Unglingaflokkur
Vigdís Rán og Váli:  8,288
Ella Mey og Kolbrún:  8,212

B-flokkur
Sprettur og Ísólfur:  8,36

A-flokkur
Stuna og Ingunn:  8,392
Framtíð og Sigurjón:  7,654

(myndir:  Skjáskot af Alendis)

Read More
0 Comments

Hverjir keppa á LM22 fyrir hönd Sóta?

6/8/2022

0 Comments

 
Picture
Picture
Eftir fyrri og síðari úrtöku fyrir Landsmót er ljóst að þessir hestar og knapar fara fyrir hönd Sóta á Landsmót á Hellu 2022. Sóti má senda 2 keppendur í hverjum flokki.  (ath enn er hægt að ná sæti - sjá frétt frá mótanefnd)

Unglingaflokkur
  • Vigdís Rán Jónsdóttir á Vála frá Minni Núpi 8,41
  • Ella Mey Ólafsdóttir á Kolbrúnu frá Sveinkoti 8,28

A-Flokkur
  • Framtíð frá Sveinskoti og Sigurjón Örn Einarsson 8,20

B-Flokkur
  • Sprettur frá Breiðholti, Gbr og Ísólfur Ólafsson 8,16

0 Comments

Úrslit úr gæðingakeppninni / úrtökur fyrir landsmót

6/8/2022

0 Comments

 
Picture
Gæðingamót Sóta og Brimfaxa var haldin á Álftanesi laugardaginn 28. maí í blíðskaparveðri.  Skráningar voru mjög fáar í A og B Flokki, engar í barna og ungmennaflokki en hins vegar voru margar skráningar í unglingaflokki og æsispennandi keppni í þeim flokki.   Seinni úrtaka Sóta fór síðan fram hjá Spretti 3 og 4 júní og þá var ljóst hverjir færu á Landsmót fyrir hönd Sóta.
Enn er hægt að keppa fyrir hönd Sóta hjá öðrum félögum og ná inná landsmót (sjá frétt frá mótanefnd)

Úrslit urðu þannig: 

Read More
0 Comments
<<Previous
    Picture

    Sóti

    Við Breiðumýri
    225 Álftanes
    Sími formanns/ Jörundur 
    s:898-2088
    hestamannafelagidsoti@gmail.com
    www.soti.is

    Senda inn efni
    Gerast félagi í sóta
    Facebooksíða Sóta
    Picture
    Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi elfure@simnet.is.
    Picture

    RSS Feed




    Eldri fréttir

    January 2023
    December 2022
    July 2022
    June 2022
    May 2022
    April 2022
    March 2022
    February 2022
    January 2022
    December 2021
    November 2021
    October 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    October 2014
    September 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    September 2013
    August 2013
    May 2013
    April 2013
    March 2013
    February 2013
    January 2013
    December 2012
    November 2012
    October 2012
    August 2012
    July 2012
    June 2012
    May 2012
    April 2012
    March 2012
    February 2012
    January 2012
    December 2011

Powered by Create your own unique website with customizable templates.