Sótafélögum stendur nú til boða að fá aðgang að Sprettshöllinni til æfinga. Til þess þarf að hafa samband við Magnús Benediktsson framkvæmdastjóra Spretts og kaupa lykil og áskrift.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Spretts.
0 Comments
Kæru Sótafélagar
Mótanefnd Sóta kynnir til LEIKS nýja og skemmtilega mótaröð fyrir vetrarLEIKANA okkar í vetur. Þetta verða þrír leikar og keppt verður í tveimur greinum í hvert sinn. Leikarnir eru þessir: 21 feb: Eingangur (á vellinum) og Smali (í gerðinu) 21 mar: Tvígangur (á vellinum) og Hindrunarstökk (í gerðinu) 1 apr: Þrígangur og 100 m brokk (á vellinum) Í eingangi sýna allir einn gang (2 ferðir á langhlið) Í tvígangi skulu sýndar tvær gangtegundur (3 ferðir á langhlið) í þrígangi skulu sýndar þrjár gangtegundur (4 ferðir á langhlið) Þetta verður stigakeppni þar sem allir sem taka þátt fá 1 stig. Síðan er verðlaunasæti fyrir 5 efstu þar sem efsta sætið hlýtur 5 stig, 2 sætið 4 stig og svo koll af kolli. Hægt er að taka þátt í báðum tegundum eða bara annarri. Það hefur ekki áhrif á stigin. Stigahæsti knapinn verður krýndur í báðum keppnum þ.e.a.s. ein, tví og þrígangi og svo smala, hindrunarstökki og brokki. Með þessu geta allir keppt og haft gaman af :-) Keppt verður í tveimur flokkum: 18 ára og eldri (2000 kr pr skráning) 17 ára og yngri (1000 kr pr skráning) Skráning mun fara fram í gegnum SportFeng Reglur: - Mótin verða OPIN og auglýst þannig. Allir mega keppa og allir hestar eru velkomnir (þurfa ekki að vera í eigu Sóta félaga). Þetta verður eins opið og hægt er :-) - Einn dómari mun dæma hvert mót og er ekki skylt að hann sé með dómararréttindi, þó verður reynt eftir bestu getu að fá dómara með réttindi. Dómari skal amk hafa einhverja reynslu af dómararstörfum og vera hestamaður. - Mótsstjóri er alvaldur í hverju móti og skulu öll vafaatriði borin undir mótsstjóra - í ein, tví og þrígangi eru gangtegundur þessar: fet, tölt, brokk, stökk og skeið. Ath að tölt telst sem ein gangtegund. Gangtegundin skal sýnd eins vel og hesturinn getur og dæmt verður eftir því en ekki eftir iþrótta/gæðinga leiðurum. Fyrsta mót vetrarins verður hins vegar þann 31 janúar (ekki í mótaröðinni) og mun það mót verða NÆTURBRÖLT þar sem keppt verður í tölti. Allir inná í einu (eftir flokkum) og sýnt hægt tölt og fegurðartölt. Vonandi getum við keppt á upplýstum vellinum! Nánar auglýst í vikunni. Ef einhverjar spurningar vakna við lesturinn, vinsamlega komið ábendingum á formann mótanefndar, Harald Aikman. LEIKUM okkur saman á vetrarleikum! Hvetjum gallhart keppnisfólk til að taka þátt í opnu þrígangsmóti Spretts 7 mars og öðrum opnum mótum. Kveðja Hin nýjungagjarna mótanefnd Sóta Vetrardagskrá Æskulýðsnefndar Sóta hefst með bíóferð n.k. þriðjudag, 27. janúar. Farið verður í Smárabíó á myndina Paddington, kl. 17:45. Mæting við félagshús Sóta kl. 17:00. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á facebook eða sendið tölvupóst á [email protected] fyrir kl. 12:00, þann 27. janúar. Sjáumst smile emoticon
https://www.youtube.com/watch?v=X-d-V9jXYDE Paddington Teaser TRAILER 1 (2014) - Sally Hawkins, Hugh Bonneville Movie HD Subscribe to TRAILERS: http://bit.ly/sxaw6hSubscribe to COMING SOON: http://bit.ly/H2vZUnLi... YOUTUBE.COM Fyrirhugað er þulanámskeið hjá Spretti sem áhugasömum Sótafélögum stendur til boða að fara á.
Leiðbeinandi verður Sigrún Sigurðadóttir. Áhugasamir hafi samband sem allra fyrst en takmarkaður fjöldi kemst að svo hér gildir fyrstur kemur fyrstur fær. Stjórnin Hellllúúú Sótafélagar Hin skemmtilega ferða og skemminefnd ætlar að ríða á vaðið með fyrsta dagskrárlið ársins. Stund: Föstudagurinn 9, janúar (á morgun!) Staður: Hesthúsið hjá Jörundi Tími: Kl. 20:00 Skemmtihittingur fyrir Sóta félaga t.d. eftir reiðtúr. járningar, gerðisþjálfun eða hvað sem er. Eigum saman góða stund við spjall og fleira. Aldrei að vita nema eitthvað óvænt atriði verði á dagskrá! Ath að hver þarf að koma með drykkjarföng fyrir sig en Sóti býður uppá snakk og smakk. Þetta er líka hvatning til annarra félaga að vera með svona uppákomur fyrir Sóta félaga í sínum hesthúsum á föstudagskvöldum í vetur. Sjáumst hress - ekkert stress Ferða og skemmtinefnd |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
November 2024
|