Hestamannafélagið Sóti    
  • Frettir
  • Felagid
    • Fundargerdir
    • Vetrardagskrá
  • Stjorn og nefndir
    • stjorn og nefndir 2021
    • Eldri stjórn og nefndir
  • Reidholl
  • Reidleidir a Alftanesi
  • Frettir
  • Felagid
    • Fundargerdir
    • Vetrardagskrá
  • Stjorn og nefndir
    • stjorn og nefndir 2021
    • Eldri stjórn og nefndir
  • Reidholl
  • Reidleidir a Alftanesi



Félagsfundur - Sveit í borg

12/27/2015

0 Comments

 
Picture
Hamingjusamur hestur á Álftanesi - sveit í borg! (mynd:SG)
Stjórn Hestamannafélagsins Sóta og stjórn Hesthúseigandafélagsins á Álftanesi boðar til félagsfundar vegna skipulagsmála. Á fundinn munu aðilar frá skipulagsnefnd Garðabæjar sitja fyrir svörum.  Fundurinn verður haldin í félagshúsi Sóta, mánudaginn 28. desember kl. 18:00 (afsakið hvað fundarboðið berst seint)  Gott væri að fundarmenn kæmu undirbúnir til leiks þ.e.a.s  með tilbúnar spurningar sem brenna á félagsmönnum. Mætum öll og höfum áhrif á framtíð Sóta!
0 Comments

Jólakveðja

12/26/2015

0 Comments

 
Picture
Ljósmynd: SG
0 Comments

Óskað eftir hesthúsplássi og afnot af hesti

12/20/2015

0 Comments

 
Picture
Ljósmynd: SG
Hestamannafélaginu Sóta hefur borist bréf.  13 ára strákur, búsettur á Álftanesi (nálægt hesthúsunum) óskar eftir að fá að kynnast því að stunda hestamennsku í vetur.  Hann getur séð um hirðingu eftir samkomulagi og langar líka að komast á hestbak.  Brefið er svohljóðandi:  ,,Ég á sem sagt 13 ára strák sem hefur áhuga á því að kynnast hestamennsku. Við eigum ekki hest né reiðtygi en við getum útvegað okkur þau ef við gætum komist í aðstöðu á Álftanesi. Ég sé fyrir mér að við fengjum að hafa afnot af barnvænu hrossi og mokað og gefið í staðinn í hverri viku, allt eftir því sem umsemdist. Sonur minn hefur farið á reiðnámskeið og langar til þess að halda áfram að ríða út."
Því miður býður hestamannafélagið Sóti ekki uppá félagshesthús en ef einhver góðhjartaður Sóta félagi er til í að leyfa stráknum að kynnast hestamennsku þá megið þið endilega hafa samband við föður hans í síma:  692-6030
0 Comments

Göngum við í kringum.....

12/20/2015

0 Comments

 
Picture
Mynd frá jólaballi Sóta og Sörla 2010. Þessir krakkar eru orðnir aðeins eldri núna!
Hestamannafélögin á Stór- Álftanessvæðinu sameinast um eitt jólaball:  Sprettur ásamt hestamannafélögunum Fáki,Herði, Sóta og Sörla ætla að halda jólaball í veislusal Spretts í Samskipahöllinni 27. desember kl. 14 -16.Skemmtilegt jólaball í vændum þar sem dansað verður í kringum jólatré, jólasveinar með góðgæti í poka og meðlimir í brokkkórnum mæta á svæðið og halda uppi stemningu og söng.Allir hjartanlega velkomnir og vonumst til að sjá sem flesta.
0 Comments

Mörg Sóta-Atlas folöld næsta vor

12/18/2015

0 Comments

 
Picture
Á síðstu skemmtun Sótafélaga, kynjareiðinni, sem ferða og skemmtinefnd bauð uppá þann 16. júní, fór fram "live-show" hjá Atlasi frá Hjallanesi og Sperru frá Reykjavik.  Það vill svo til að þessi stóðhestur, Atlas frá Hjallanesi, er í eigu margra Sótafélaga og var óvenjumörgum Álftanes-merum haldið undir klárinn. Það verða : (undir read more)

Read More
0 Comments

Skata hér og skata þar

12/18/2015

0 Comments

 
Picture
Sótafélagar geta aldeilis úðað í sig skötu á Þorláksmessu.  Við erum hjartanlega velkomin á skötuveislu Spretts sem haldin er frá kl. 11:30 - 14:00.  Þar mun Guðni Ágústsson verða ræðumaður dagins.  Einnig eru Sótafélagar hvattir til að styrkja félaga okkar í Lionsklúbbi Álftaness og mæta í skötu sem verður í boði frá kl. 11:30 - 20:00.  Verðið er 3.500.- en þar er enginn ræðumaður en þar verða hins vegar nokkrir Sótafélagar að þjóna til borðs.  Og það er nú spennandi líka!  
0 Comments

Sótafélagar geta fengið lykil af Samskipahöllinni

12/16/2015

0 Comments

 
Picture
Líkt og í fyrra þá er fullgildum Sótafélögum boðið að kaupa lykla af Samskipahöllinni upp í Spretti.  Lítið mál er að skella hrossum á kerru og æfa sig innandyra t.d. þegar aðstæður eru slæmar til ÚTreiða. Lykillinn kostar 3.000.- á mánuði til Sótafélaga og hægt er að nálgast hann hjá Magga Ben í s: 893-3600 /maggiben@sprettarar.is.
Hér má finna dagatal reiðhallarinnar sem og lesa um reglurnar í reiðh​öllinni.
0 Comments

Öflug æskulýðsnefnd

12/14/2015

0 Comments

 
Picture
Fyrsti fundur nýrrar æskulýðsnefndar var um helgina og það er greinilega mikill hugur í nefndarmönnum.  Það lítur út fyrir að það verði margt spennandi á dagskrá í vetur fyrir æskuna í Sóta og þar á meðal ýmsar nýjungar. Það er hægt að fara að hlakka til vetrardagskrárinnar 2016!  Það væri gaman að heyra hvort aðrar nefndir séu að skipuleggja sína dagskrá?
0 Comments

Hrossin sótt

12/6/2015

0 Comments

 

Þar sem veðurspáin fyrir morgundaginn er sérlega slæm voru öll hrossin bakvið Bessastaði tekin úr haganum í dag.  Þeim hefur verið gefið út síðan allt fór á kaf í snjó og voru því mjög vel á sig komin.  Vefstjóri hvetur hrosseigendur að gefa hrossum vel, hafa gott skjól hjá þeim og líta til þeirra fyrir storminn á morgun.  Hestum líður vel úti þegar þau hafa nóg að éta, vatn og skjól. 
0 Comments

Fundur hjá félagi hesthúsaeiganda

12/5/2015

0 Comments

 
Picture
Boðað er til fundar í Félagi hesthúseigenda á Álftanesi fimmtudaginn  10. desember kl 20.00 í félagsheimili Sóta.

Fundarefni: Framtíð hesthúsabyggðar á Álftanesi.


Mætum vel og ræðum þessi sameiginlegu hagsmunamál okkar.
0 Comments
<<Previous
    Picture

    Sóti

    Við Breiðumýri
    225 Álftanes
    Sími formanns/ Jörundur 
    s:898-2088
    hestamannafelagidsoti@gmail.com
    www.soti.is

    Senda inn efni
    Gerast félagi í sóta
    Facebooksíða Sóta
    Picture
    Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi elfure@simnet.is.
    Picture

    RSS Feed




    Eldri fréttir

    March 2023
    February 2023
    January 2023
    December 2022
    July 2022
    June 2022
    May 2022
    April 2022
    March 2022
    February 2022
    January 2022
    December 2021
    November 2021
    October 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    October 2014
    September 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    September 2013
    August 2013
    May 2013
    April 2013
    March 2013
    February 2013
    January 2013
    December 2012
    November 2012
    October 2012
    August 2012
    July 2012
    June 2012
    May 2012
    April 2012
    March 2012
    February 2012
    January 2012
    December 2011

Powered by Create your own unique website with customizable templates.