Gæðingamót Sóta fór fram á velli félagsins í hávaðaroki í dag, laugardag. Mótið fór vel fram, var stutt en skemmtilegt. Að ósekju hefðu mátt vera fleiri keppendur og það vantaði óvenju marga Sóta félaga í áhorfendahópinn. Þeir Sótafélagar sem mættu buðu uppá gómsætt kaffihlaðborð í kaffihléi. Mótanefnd þakkar öllum sem komu á einhvern hátt að mótinu, þ.e.a.s. keppendum, dómurum og sjálfboðaliðum fyrir vel unnin störf. Öllum gestum er þakkað kærlega fyrir komuna.
Úrslit fóru þannig: (sjá read more)
0 Comments
Barnaflokkur
1. Geysir frá Læk - Glódís Líf Gunnarsdóttir Unglingaflokkur 1. Þula frá Bæ 2 - Ásdís Agla Brynjólfsdóttir 2. Kolskeggur frá Laugabóli - Birna Filippía Steinarsdóttir 3. Breki frá Brúarreykjum - Margrét Lóa Björnsdóttir 4. Viðja frá Þingeyri - Ásdís Agla Brynjólfsdóttir Ungmennaflokkur 1. Mökkur frá Álfhólum - Ingibjörg Rut Einarsdóttir C-flokkur 1. Gyðja frá Læk - Linda Helgadóttir B-flokkur 1. Kvistur frá Álfhólum - Einar Geir Hreinsson 2. Gyðja frá Gunnarshólma - Elin Hein 3. Svarthamar frá Ásmundarstöðum - Magnús Ármannsson 4. Smyrill frá Kirkjuferjuhjáleigu - Anna Björk Ólafsdóttir 5. Vígar frá Vatni - Snorri Dal 6. Orrusta frá Leirum - Kristín Ingólfsdóttir 7. Krummi frá Álfhólum - Einar Geir Hreinsson Pollar 1. Helena Rán Gunnarsdóttir, 7 ára á Nótt frá Brú 2. Snædís Ólöf Andrésdóttir, 8 ára á Bárði frá Sveinskoti Hlökkum til að sjá ykkur! 13:00 Barnaflokkur
13:05 Unglingaflokkur 13:25 Ungmennaflokkur 13:30 C flokkur 13:35 B flokkur 14:10 Hlé 14:30 Pollar 14:45 Úrslit unglingar 15:15 Úrslit b flokkur 15:45 Mótslok Ráslistar verða birtir í kvöld! Ágætu Sótafélagar
Sindri Sigurðsson, sem er okkur Sótafélögum vel kunnugur, ætlar að bjóða upp á fræðslu og spjall um gæðingakeppni annað kvöld, miðvikudaginn 27.maí kl.21. Vonumst við til að sem flestir sjái sér fært að mæta og fræðast og spjalla ! Allir velkomnir ! Gæðingamót Sóta á Álftanesi verður haldið á velli félagsins laugardaginn 30. maí næstkomandi.
Athugið að gæðingakeppnin er opin í ár, eins og öll okkar mót hafa verið í vetur. Auk hefðbundinna flokka verður boðið upp á nýja keppnisgrein og verður keppt í C flokki í gæðingkeppni. Sú keppnisgrein er hugsuð fyrir byrjendur og lítt reynt keppnisfólk og hvetjum við alla til að taka þátt og hafa gaman af en senda þarf póst á [email protected] til að skrá sig í hana (nafn knapa, hests, isnúmer hests, fæðingarstað). Í C flokki gæðingakeppninnar er sýnt eftirfarandi prógramm: Ferða- og skemmtinefnd auglýsir æsandi kynjareið fyrir alla fermda sótafélaga þriðjudaginn 16.júni. Meðal uppákoma verða: - karla-og kvennareið... - fegurð í reið - sundreið - grillvagninn - stóðhestar - merar i látum - strandblak - hópreið Lagt af stað frá félagshúsi kl 18:30, 16. Júni. Þetta er viðburður sem ENGINN má missa af! TAKIÐ KVÖLDIÐ FRÁ STRAX. Allir dagskrárliðir ferða-og skemmtinefndar í maímánuði eru sameinaðir í þessum frábæra viðburði
https://www.facebook.com/events/1433941710243968/
14:00 Úrslit fjórgangur V2 - Unglingaflokkur
14:30 Úrslit fjórgangur V2 - 1 flokkur 15:00 Úrslit fjórgangur V2 - Ungmennaflokkur 15:30 Úrslit fjórgangur V2 - Barnaflokkur 15:45 - 16:00 Kaffihle 16:00 Úrslit fimmgangur F2 - 1. flokkur og ungmennaflokkur 16:30 Úrslit tölt T3 - - Unglingaflokkur 16:45 Úrslit tölt T3 - ungmennaflokkur 17:00 Úrslit tölt T3 - 1. flokkur Grill og gleði eftir mót Upplýsingar til keppenda
1. Kerrustæði eru í alls staðar í hverfinu og við skátaheimilið beint á móti keppnisvellinum 2. Upphitunar"völlur" er í stóra gerðinu og biðjum við næsta holl að vera tilbúið þar 3. Fótaskoðun fer fram á planinu við stóra gerðið 4. Ráslisti og dagskrá hangir upp í glugganum á félagshúsinu (ath að það verður ekki útvarpað frá mótinu) 5. Lifandi niðurstöður verðar birtar á viðburðarsíðunni á Facebook 6. Kaffisala er í félagshúsinu Mótstjóri er Jörundur Jökulsson (s: 898-2088) Hlökkum til að sjá ykkur! |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
November 2024
|