Hin frábæra FFS (fræðslu-ferða og skemmtinefnd) auglýsir helgarferð fyrir Sótafélaga sem sameinar þetta allt þrennt.
Reiðnámskeið hjá einum fremsta reiðkennara landsins, Guðmari Péturssyni, gistingu í uppbúnum rúmum á Hótel Staðarhúsum og skemmtun að hætti Sótafélaga á laugardagskvöld. Ferðatillögun er þannig: Laugardagur 15 feb: Lagt af stað (með hestakerrur) frá Álftanesi um kl 8:30. Komið í Stadarhus Country Hotel um kl. 10:00. Reiðámskeið í hölliunni allan daginn (t.d. tveir og tveir saman eða allur hópurinn). Eftir reiðnámskeið er upplagt að hvíla lúin bein í heita pottinum áður en snæddur er kvöldverður. Kvöldvaka að hætti Sótafélaga um kvöldið. Sunnudagur 16 feb; Morgunverður á hótelinu og síðan er haldið áfram með reiðnámskeið allann daginn. (jafnvel eitthvað bóklegt líka) Komið heim um eftirmiðdaginn. Allt þetta kostar 20.000.- per mann (spurning með kvöldmatinn....) Þeir sem hafa áhuga á að koma með vinsamlega skráið ykkur sem ALLRA FYRST (í síðasta lagi 7 feb), annað hvort hér á Facebook eða senda póst á [email protected] http://stadarhus.com/
0 Comments
|
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
July 2024
|