Enn er hægt að skrá sig á reiðnámskeið barna :
Skráning er hafin á reiðnámskeið fyrir polla, börn og unglinga. Námskeiðið er 6 skipti og hefst sunnudaginn 4. maí. Kennt verður 4., 10., 11. 17., 18. og 25. maí. Kennari er Karen Emilía Woodrow og námskeiðið kostar einungis 4.000 fyrir hvert barn. Skráningar óskast í tölvupósti á netfangið [email protected] Æskulýðsnefnd
0 Comments
Hörður og FT-suður bjóða til sýnikennslu í reiðhöll Harðar !
FT-Suður stendur fyrir skemmtilegri og léttri sýnikennslu á miðvikudaginn 30. apríl næstkomandi. Félagið langar að bjóða öllum börnum og unglingum í æskulýðsdeildum hestamannafélaga á sýnunguna. Þrír útskrifaðir reiðkennarar frá Háskólanum á Hólum munu sýna leiðina að mýkt og léttleika, þær Christina Mai, Sina Scholz og Sjöfn Sæmundsdóttir. Frábært tækifæri fyrir yngri kynslóðina að eiga góða stund saman!:) Sýnikennslan hefst klukkan 19.30 og verður kaffisala á staðnum. Íþróttamót Hestamannafélagsins Sóta verður haldið á velli félagsins laugardaginn 03. maí og hefst mótið kl. 11:00.
Keppt verður í: Barnaflokki Tölti T3 og Fjórgangi V2 Unglingaflokki Tölti T3 og Fjórgangi V2 Ungmennaflokki Tölti T3, Fjórgangi V2 og Fimmgangi F2 1. flokkur fullorðinna Tölti T3, Tölti T2, Fjórgangi V2 og Fimmgangi F2 Skráning fer fram á www.sportfengur.com, undir skráningarkerfi. Þar skal velja hestamannafélagið Sóti og svo velja viðburðinn . Þegar búið er að fylla inn upplýsingar og skrá í vörukörfu þarf að smella á vörukörfuna til að fara í greiðslukerfið. Þegar greiðslu er lokið ætti kvittun að berast með tölvupósti og staðfestir hún skráninguna. Ath einungis er hægt að greiða með millifærslu á reikning 1101-26-111139 kt: 680296-3409 og sendið kvittun á netfangið [email protected] skráning telst ekki gild fyrr en greiðsla berst. Skráningu lýkur þriðjudagskvoldið 29. Apríl kl. 23:59 Skráningagjöld eru 3.000,- kr í 1. flokki fullorðinna á hverja skráningu en 1.500,- kr í barna-, unglinga- og ungmennaflokki. Rétt er að benda á að einungis skuldlausir félagsmenn hafa keppnisrétt Koma svo! Allir með og höfum gaman af. Mótanefnd Sóta Enn er hægt að skrá sig á keppnisnámskeið fyrir íþróttakeppnina sem verður haldin 2.maí.
Um 2 skipti er að ræða og mun Atli fara yfir keppnisprógrammið með hverjum fyrir sig og verður fyrri tíminn á sunnudaginn og sá seinni seinnipartinn á mánudag. Nánari tímasetning ákveðin með þátttakendum. Æskulýðsnefnd Kæru Sótafélagar.
Þar sem sumarið er að koma á nesið fagra þá er komið að hinum stórkostlega ratleik okkar í Sóta. Sumardaginn fyrsta þann 24. apríl kl. 12 er mæting í félagshús og mun ratleikurinn vera með svipuðu sniði og áður en þó með breyttum áherslum Æskilegt er að þátttakendur komi með myndavélar, allavega partur af þátttakendum. Gott væri að vita fjölda svo að skipulagning gangi betur. Skráning fer því fram í netfanginu [email protected] eða í athugasemd hér að neðan.. : > Það verða svo veitingar að leik loknum. Hlökkum til að sjá ykkur öll og fleiri til.. Sumarkveðja Skemmtinefndin Vegna dræmrar skráningar hefur Bikarkeppni LH verið aflýst. LH þakkar þeim sem skráðu sig auðsýndan áhuga og framtakssemi. Bikarkeppni LH kemst án efa á laggirnar á næsta ári og biðjum við þá áhugasama að sýna áhuga sinn í verki og vera með.
Þeir þátttakendur sem höfðu skráð sig fá að sjálfsögðu skráningargjöld sín endurgreidd og þurfa einungis að hafa samband við skrifstofu LH í síma 514-4030 eða senda tölvupóst á netfangið [email protected]. Stjórn LH Skráning er hafin á reiðnámskeið fyrir polla, börn og unglinga. Námskeiðið er 6 skipti og hefst sunnudaginn 4. maí. Kennt verður 4., 10., 11. 17., 18. og 25. maí. Kennari er Karen Emilía Woodrow og námskeiðið kostar einungis 4.000 fyrir hvert barn. Skráningar óskast í tölvupósti á netfangið [email protected]
Einnig er stefnt að keppnisþjálfunarnámskeiði og verður það auglýst fljótlega. Æskulýðsnefnd Æskulýðsnefnd harmar að tilkynna að því miður verður ekki farið í fyrirhugaða óvissuferð næstkomandi föstudag eins og gert var ráð fyrir. Ferðinni verður frestað þar til í haust og nánari dagsetning auglýst fljótlega.
Aftur á móti verður smá sárabót og æskulýðsnefnd vill bjóða kátum Sótakrökkum í bíó föstudaginn 25. apríl á RÍÓ 2 kl. 17:50, brottför frá Félagsheimili kl. 17:15. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku í síðasta lagi fyrir kl. 20, fimmtudaginn 24. apríl. Hægt er að skrá hér fyrir neðan í athugasemdir eða senda tölvupóst á [email protected]. Bikarkeppni LH - Langar þig að keppa fyrir hönd Sörla og Sóta?
Bikarkeppni LH mun fara fram 23. – 24. apríl næstkomandi í reiðhöllum hestamannafélaganna Fáks og Spretts. Fyrri daginn verður forkeppni á báðum stöðum en seinni daginn munu öll úrslit fara fram í nýrri glæsilegri reiðhöll Spretts. Keppt verður í T3, V2 og F2 í fullorðins-, og ungmenna- og unglingaflokki. Keppt verður eftir lögum og reglum LH. A-úrslit verða í öllum flokkum og einnig B-úrslit þar sem þátttakendur í forkeppni eru 20 eða fleiri. Sigurvegari hverrar greinar í hverjum flokki hlýtur titilinn Bikarmeistari 2014. Við leitum að 4 keppendum til að taka þátt í Tölti - T3, Fjórgang - V2 og Fimmgang - V2 í unglingaflokki, ungmennaflokki og fullorðinsflokki. Sóti hefur 1 keppanda í hverjum flokk ef næg þáttaka fæst. Ef næg næst ekki, mun Sörli reyna að fylla það skarð. Þeir sem hafa áhuga á að keppa eru beðnir um að senda okkur póst með upplýsingum um nafn, kennitölu, nafn á hesti og IS númer á [email protected] í síðasta lagi á miðvikudag 16. apríl nk. Einnig er hægt að hringja í síma 821-4493 og 690-5098. Mótanefndir Sörla og Sóta munu svo velja knapa og hesta sem sækja til að keppa fyrir hönd félagana. Með kveðju Mótanefndir Sörla og Sóta. Firmakeppni Sóta / Minningarmót Ása og Önnu fór vel fram á velli félagsins í gær, þrátt fyrir slæmt veðurútlit og fremur litar skráningar í nokkrum flokkum. Gaman hefði verið að sjá fleiri keppendur en áhorfendur voru margir, sem var gaman! Firmanefndin náði að safna á milli 650-700 þúsund, sem er frábær árangur. Úrslit fóru þannig:
Pollaflokkur teymdir (lang fjölmennasti flokkurinn!) Ekki raðað í sæti Steypustöðin - Steinunn Marín Einarsdóttir, 7 ára - Hera frá Tunguhálsi 2 Íspan - Vigdís Rán Jónsdóttir, 5 ára - Baugur frá Holtsmúla Verkþing - Jörundur Óli Arnarsson, 3 ára - Perla frá Gili Málning - Fanney Lísa, 4 ára - Hylling frá Gili Orkulagnir - Kristófer Róman Kolbeins, 8 ára - Hrímfaxi Ásbjörn Ólafsson - Klemenz Fannar Klemensson, 8 ára - Brekka Iðnmark - Árný Björk Einarsdóttir, 4 ára - Kolnussa frá Hafnarfirði Loftorka - Þórdís Einarsdóttir, 6 ára - Aþena frá Hafnarfirði Bílaverkst Högna - Ívar Orri Klemensson, 6 ára - Þröstur frá Laugardal Barnaflokkur 1. Vatn og Veitur - Patrekur Örn Arnarsson - Perla frá Gili Unglingaflokkur 1. Húsasmiðjan - Ingibjört Rut Einarsdóttir - Kvistur frá Álfhólum 2. Byko - Margrét Lóa Björnsdóttir - Íslands-Blesi Kvennaflokkur 1. Tölthólar - Bryndís Einarsdóttir - Aþena frá Hafnarfirði 2. Hárlaugsstaðir - Elfur E. Harðardóttir - Frami frá Útverkum Karlaflokkur 1. Fjörukráin - Arnar Ingi Lúðvíksson - Eir frá Búðardal 2. Tophorses - Jörundur Jökulsson - Prestur frá Kirkjubæ 3. Íshestar Travel - Jóhann Þór Kolbeins - 4. Kraftvélar - Sigurjón Einar - Doddi frá Sveinskoti Glæsilegasta parið: Arnar Ingi á Eir frá Búðardal Kærar þakkir til allra sem komu að mótinu, keppendur, starfsmenn, dómari og fjáröflunarnefnd |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
July 2024
|