Hestamannafélagið Sóti    
  • Frettir
  • Felagid
    • Fundargerdir
    • Vetrardagskrá
  • Stjorn og nefndir
    • stjorn og nefndir 2021
    • Eldri stjórn og nefndir
  • Reidholl
  • Reidleidir a Alftanesi
  • Frettir
  • Felagid
    • Fundargerdir
    • Vetrardagskrá
  • Stjorn og nefndir
    • stjorn og nefndir 2021
    • Eldri stjórn og nefndir
  • Reidholl
  • Reidleidir a Alftanesi



Komdu skoðun þinni á framfæri

11/29/2015

0 Comments

 
Nú stendur yfir vinna við gerð aðalskipulags Garðabæjar. Inni á vef Garðabæjar má finna kynningu Árna Ólafssonar aðalskipulagsráðgjafa um stöðu vinnu við nýtt aðalskipulag og þau drög sem fyrir liggja hvað varðar Álftanes. "Sveit í borg" er á undanhaldi ef litið er á þessar hugmyndir, golfvöllur og hesthús í núverandi mynd víkja fyrir íbúðabyggð og á samkvæmt tillögum að fjölga íbúðum um 800 eða í samtals 1570 íbúðir (íbúðir í dag eru um 770). Garðabær hvetur íbúa til að taka þátt í ferlinu, m.a. með því að senda inn ábendingar á vefnum.
Kynnið ykkur málið, nú er tíminn til að koma með athugasemdir.

Sjá á vef Garðabæjar
Eru ekki öruggleg allir Sótafélagar ​aðilar af Facebook síðu íbúar Álftaness?  Endilega fylgjast með þar!
0 Comments

Sýnikennsla í Spretti

11/28/2015

0 Comments

 
Picture
Minnum á sýnikennsluna sem verður í næstu viku í Samskipahöllinni. Hvetjum alla til að mæta.
Ólafur Andri Guðmundsson sem er hestamönnum vel kunnugur mun vera með sýnikennslu fyrir hestamenn í Samskipahöllinni fimmtudagskvöldið 3.des kl 19.


Aðgangseyrir 1500kr.

Einnig verður tekið við frjálsum framlögum.
Frítt inn fyrir 16 ára og yngri.

​Allir velkomnir
Sjá nánari upplýsingar hér
0 Comments

Sótafélagar velkomnir

11/28/2015

0 Comments

 
Picture
Það er ánægjulegt að segja frá því að fræðslunefnd Spretts hefur boðið okkur Sótafélögum að taka þátt í öllum uppákomum og námskeiðum á vegum fræðslunefndar Spretts í vetur.  Sótafélagar eru hvattir til að nýta sér þetta frábæra boð. Fréttir frá fræðslunefnd Spretts verða birtar hér á vefnum.

Hér má sjá dagskrá fræðslunefndar Spretts​
0 Comments

Útreiðar byrjaðar!

11/27/2015

0 Comments

 
Picture
Vefstjóri rakst á þessa ungu stráka á útreiðum á Jörvavegi nú undir kvöld. Einhverjir bændur á Breiðabólsstöðum eru búnir að taka inn, járna og byrjaðir að temja.  Það er að færast líf í hestamennskuna hjá Sóta þennan veturinn. (meira síðar)

Á myndinni má sjá Þóri á gráu tamningatrippi, sem ku eiga að fara á Landsmót í ungmennaflokki, og Heiðar á keppnishryssunni Orku frá Fróni. 
(Vefstjóri biðst afsökunar á gæðum myndar en hún var tekin á síma í myrkrinu) ​​
0 Comments

Auglýst eftir eiganda bíls

11/27/2015

0 Comments

 
Picture
Félag hesthúseiganda á Álftanesi auglýsir eftir eiganda þessa bíls:  Undanfarnar vikur hefur númerislaus rauður bíll staðið á kerrusvæðinu okkar. Hann er klesstur að framan og nú er búið að brjóta líka afturrúðuna á honum og glerbrot út um allt. Kannast einhver við eiganda þessa bíls ?
Það þarf að tilkynnan hann og láta fjarlægja  ef eigandinn finnst ekki og gerir það sjálfur.
​
0 Comments

Spurningakeppni LH

11/25/2015

0 Comments

 
Picture
Er einhver Sóta félagi sem gefur sig fram?  Allar tillögur eru einnig vel þegnar um keppendur frá Sóta. Senda tillögu á hestamannafelagidsoti@gmail.com
Spurningakeppni Hrossaræktar og LH verður tekin upp fljótlega eftir áramót. Nákvæmar dagsetningar verða tilkynntar mjög fljótlega, en gera má ráð fyrir að þetta verði um helgi í janúar. Þau félög sem hafa ekki tilkynnt liðsmenn eru vinsamlegast beðin um að gera það hið fyrsta. Nú þegar hafa 12 hestamannafélög tilkynnt lið. Í keppninni verða 16 lið, spurningarnar verða hestatengdar í bland við almenna kunnáttu. Þættirnir verða svo sýndir á Hringbraut á vormánuðum.
0 Comments

Öryggisnámskeið hjá Sörla

11/25/2015

0 Comments

 
Picture
Æskulýðsnefnd Sörla stendur fyrir öryggisnámskeiði í hestamennsku í samstarfi við Sigurjón Hendriksson, sjúkraflutningamann og VÍS sunnudaginn 6. desember kl 13 á Sörlastöðum. Farið verður yfir helstu öryggisatriði er varðar hestamennsku og hvernig beri að bregðast við ef slys verða.

Fyrirlesturinn er miðaður við börn, unglinga og ungmenni en fullorðnir eru að sjálfsögðu velkomnir líka. Fyrirlesturinn er opin öllum og haldinn í samvinnu við  hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu.

Aðgangur er ókeypis.
0 Comments

Hestur í óskilum 

11/24/2015

0 Comments

 
Picture
Á  Breiðabólsstað er í óskilum ungur jarpur hestur. Hann stóð bara allt í einu inni í lokaðri rafmagnsgirðingu við hesthúsið fyrir u.þ.b. tveimur vikum og er nú kominn á hús og safnar eiganda sínum kostnaði. Hesturinn er smávaxinn líklega eins eða tveggja vetra, faxlítill og ekkert sérstaklega fyrir augað.
​
Kveðja, Guðm. Birkir
0 Comments

Íþróttamaður Sóta 2015

11/24/2015

0 Comments

 
Picture
Á síðasta aðalfundi var Margrét Lóa Björnsdóttir útnefnd sem íþróttamaður Sóta 2015. Hún var stigahæst yngri knapa á árinu en auk þess að keppa á öllum mótum hjá Sóta með góðum árangri, keppti hún einnig á öðrum mótum fyrir hönd Sóta. Má þar t.d. nefnda meistaradeild æskunnar og Íshesta.  Margrét Lóa stundar hestmennskuna af kappi og er til fyrirmyndar í hvívetna, jafnt innan vallar sem utan og sýnir af sér iþróttamannslega framkomu. 

Innilega til hamingju Margrét Lóa! 
0 Comments

Kynning á aðalskipulagi 

11/24/2015

0 Comments

 
Picture
Sótafélagar eru hvattir til að mæta á íbúafund sem Garðabær heldur í Álftanesskóla, miðvikudaginn 25.nóvmeber frá kl. 17-19.  Link á viðburðinn má finna hér. 
0 Comments
<<Previous
    Picture

    Sóti

    Við Breiðumýri
    225 Álftanes
    Sími formanns/ Jörundur 
    s:898-2088
    hestamannafelagidsoti@gmail.com
    www.soti.is

    Senda inn efni
    Gerast félagi í sóta
    Facebooksíða Sóta
    Picture
    Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi elfure@simnet.is.
    Picture

    RSS Feed




    Eldri fréttir

    May 2023
    April 2023
    March 2023
    February 2023
    January 2023
    December 2022
    July 2022
    June 2022
    May 2022
    April 2022
    March 2022
    February 2022
    January 2022
    December 2021
    November 2021
    October 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    October 2014
    September 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    September 2013
    August 2013
    May 2013
    April 2013
    March 2013
    February 2013
    January 2013
    December 2012
    November 2012
    October 2012
    August 2012
    July 2012
    June 2012
    May 2012
    April 2012
    March 2012
    February 2012
    January 2012
    December 2011

Powered by Create your own unique website with customizable templates.