Aðalfundur Hestamannafélagsins Sóta fer fram þriðjudaginn 30. nóvember n.k. í félagsheimili Sóta. Fundurinn hefst kl. 20:00
Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf: 1. Stjórn leggur fram yfirlitsskýrslu um störf félagsins á árinu. 2. Fram lagðir til samþykktar endurskoðaðir reikningar félagsins fyrir umliðið ár. 3. Kosning formanns, tveggja stjórnarmanna og tveggja í varastjórn 4. Kosning endurskoðanda og til vara 5. Kosning í nefndir sem aðalfundur ákveður að skulu starfa á vegum félagsins. 6. Kosning fulltrúa á þing þeirra sambanda sem félagið er aðili. Kosningaréttur og kjörgengi í þessu tilviki er bundinn við félagsmenn 16 ára og eldri 7. Ákvörðun um árgjald félaga 8. Önnur mál er félagið varðar. a. Lög Hestamannafélagsins Sóta, tillaga að lagabreytingum er varða boðun funda og viðmiðunartímabil ársreiknings félagsins fært til samræmis við tímasetningu aðalfundar. b. Önnur atriði sem félagsmenn vilja ræða. Kveðja, Stjórn Hestamannafélagsins Sóta
0 Comments
|
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
July 2024
|