![]() Þar sem veðurútlit og flóðatafla er betri fyrir föstudaginn (og golfmót er á fimmtudaginn) hefur verið ákveðið að færa Fjöru-Fjörið á föstudaginn 31 maí. Brottför frá félagshúsi Sóta kl. 17:30, riðið í fjöruna við Haukshús, farið í leiki á hestum, sandkastalakeppni og sundriðið. Síðan verður grillað í félagsheimilinu og við skemmtum okkur saman - þetta er lokadagskrá vetursins og n.k. uppskeruhátið Sóta félaga. Allir velkomnir með á öllum aldri. Þar sem við þurfum að vita fjöldann þá biðjum við ykkur um að skrá ykkur á [email protected] eða á Facebook síðu Sóta í síðasta lagi fimmtudaginn 30 maí.
0 Comments
![]() Síðasta mót félagsins á þessum vetri, gæðingamót Sóta, fór fram í gær, laugardaginn 25. maí. Þrátt fyrir kuldagjólu fór mótið vel fram og höfðu atvinnumenn á orði að völlurinn okkar væri einn sá besti á landinu! Öllum sem unnu við mótið eru þökkuð vel unnin sjálfboðaliðastörf. Úrslit má finna hér og myndir á facebook síðu Sóta (opin öllum) 14:00 Forkeppni A-flokkur
14:10 Forkeppni Barnaflokkur 14:15 Forkeppni Unglingaflokkur 14:40 Unghross 14;55 Forkeppni Ungmennaflokkur 15:00 Forkeppni B-flokkur 15:30 Pollar 15:45-16:15 KAFFIHLÉ 16:15 Úrslit A-flokkur 16:30 Úrslit Unglingar 16:45 Úrslit B-flokkur Ráslista má finna hér ![]() Æskulýðsnefnd Sóta ætlar að endurtaka leikinn frá í fyrra og bjóða uppá fjöru skemmtun að hætti Sóta félaga, fimmtudaginn 30 maí. Lagt verður af stað frá félagshúsi stundvíslega kl. 17:30. Riðið verður út í fjöruna við Haukshús þar sem verður farið í leiki og sundriðið fyrir þá sem þora. Á eftir verður boðið uppá grillmat í félagshúsinu og skemmtun fyrir börnin. Vegna sameiningar Álftaness og Garðabæjar eru Sprettarar boðnir sérstaklega velkomnir með okkur. Eitthvað fyrir alla, líka börn sem ekki eru ríðandi, bara koma í fjöruna og leika saman. Gott að koma með fötur og skóflur þar sem farið verður í kastalakeppni. Allir að leggjast á bæn að veðrið verði gott og koma svo! Kveðja Æskulýðsnefnd Kæru Sótafélagar
Gleðilegt sumar. Við hjá girðinganefnd bjóðum þeim Sótafélegum á fund sem hug hafa á að sækja um sumarbeit hjá félaginu. Flestir núverandi félagar hafa hug á að halda þeim stykkjum sem þeir hafa til umráða. Formaður Sóta er búin að funda með Bæjarstjóranum og hún væntir að samningur um hagabeit verði undirritaður fljótlega. Fundartími er þriðjudagskvöld þann 21 maí Kl 20.00 í félagsheimili Sóta . Kveðja Girðinganefnd Gæðingamót Hestamannafélagsins Sóta verður haldið laugardaginn 25. maí og hefst kl 14.
Keppt verður í: A og B flokki Barna-, Unglinga- og Ungmennaflokki Unghrossa sýning, hross 5 vetra og yngri í eigu félagsmanna. Skráning verður í gegnum Sportfeng og hefst á morgun og lýkur á fimmtudagskvöldið kl 23:00 Kveðja Mótanefnd ![]() Íþróttamót Sóta var haldið í blíðskaparveðri í gær, laugardag. Skráningar voru heldur fleiri í fyrra en hefði þó mátt vera meira. Keppnin fór vel fram og voru bæði keppendur, dómarar og áhorfendur í sólskinsskapi. Boðið var uppá grillaðar pylsur i hádeginu og kaffihlaðborð fyrir úrslitatörnina, enda veitti ekki af þar sem prentarinn fetaði óvenju hægt út úr sér eyðublöðunum. Mótanefnd vill þakka öllum þeim sem hjálpuðu til á mótinu og æskulýðsnefnd sendir þakkir til þeirra sem komu með veitingar á hlaðborðið. Úrslit fóru þannig: Úrslit. Nokkrar myndir á Facebook síðu Sóta, þeir sem tóku myndir eru hvattir til að setja þær inn þar) 11:00 Tölt T3 barna
11:10 Tölt T3 unglinga 11:30 Tölt T3 ungmenna 11:40 Tölt T3 1. flokkur 11:50 Fimmgangur F2 1. flokkur 12:10 Matarhlé 12:50 Tölt T2 1. flokkur 13:00 Fjórgangur V2 barna 13:10 Fjórgangur V2 unglinga 13:30 Fjórgangur V2 ungmenna 13:40 Fjórgangur V2 1. flokkur 14:00 Stutt kaffihlé 14:15 Úrslit Tölt T3 unglinga 14:30 Úrslit T3 1. flokkur 14:45 Úrslit Fimmgangur 1. flokkur 15:00 Úrslit Fjórgangur V2 unglinga 15:15 Úrslit Fjórgangur V2 1. flokkur Kaffihlaðborð í boði æskulýðsnefndar Ath að ráslistar verða birtir á Facebook síðu Sóta í kvöld Kveðja Mótanefnd ![]() Einar sigraði fimmganginn 2012 Íþróttamót Hestamannafélagsins Sóta verður haldið á velli félagsins laugardaginn 11. maí og hefst mótið kl. 11:00. Keppt verður í: Barnaflokki Tölti T3 og Fjórgangi V2 Unglingaflokki Tölti T3 og Fjórgangi V2 Ungmennaflokki Tölti T3, Fjórgangi V2 og Fimmgangi F2 1. flokkur fullorðinna Tölti T3, Tölti T2, Fjórgangi V2 og Fimmgangi F2 Skráning fer fram á www.sportfengur.com, undir skráningarkerfi. Þar skal velja hestamannafélagið Sóti og svo velja viðburðinn . Þegar búið er að fylla inn upplýsingar og skrá í vörukörfu þarf að smella á vörukörfuna til að fara í greiðslukerfið. Þegar greiðslu er lokið ætti kvittun að berast með tölvupósti og staðfestir hún skráninguna. Ath að þessu sinni er einungis hægt að greiða með millifærslu, ekki kreditkorti. Skráningu lýkur fimmtudagskvöldið 9. maí kl. 23:59 Skráningagjöld eru 3.000,- kr í 1. flokki fullorðinna á hverja skráningu en 1.500,- kr í barna-, unglinga- og ungmennaflokki. Rétt er að benda á að reglur um hverja keppnisgrein má finna á: http://www.lhhestar.is/static/files/Log_og_reglur/lh_og_reglur_mars_2013_1_23042013.pdf Reglur um beislisbúnað ofl: http://www.lhhestar.is/static/files/HIDI/FIPO_2011_isl.pdf Koma svo! Allir með og höfum gaman af. Mótanefnd Sóta Kaffi fyrirkomulag á mótinu á vegum æskulýðsnefndar: Boðið verður uppá pylsur í hádeginu. Hægt verður að kaupa pylsu og pylsubrauð á kostnaðarverði (ca 150-200) en viðkomandi þarf að grilla sína pylsu sjálfur. Gos verður einnig til sölu á kr. 100,- Muna efftir klinki! Kaffi fritt KAFFIHLAÐBORÐ í hléi (og eftir mót) ALLIR að koma með eitthvað á hlaðborðið. . Það er því okkar hagur að hafa borðið sem flottast. Engar kökur - ekkert kaffi. Ekki ætlast til að aðrir komi með :-) Aldrei að vita nema það verði frítt inn á kaffihlaðborðið! |
SótiVið Breiðumýri Eldri fréttir
December 2024
|