![]() Yngstu börnin í Sóta skemmtu sér vel í dag en æskulýðsnefnd bauð uppá grímureið um Álftanesið, sérstaklega með tilliti til polla. Farin var hringurinn frá hesthúsunum, niður Sviðholtið og inn Breiðumýrina þar sem yngstu pollarnir (sem teymt var undir) sameinuðust hópnum. Elstu "polllarnir" riðu hins vegar stærri hringinn og sprettu úr spori. Eftir stuttan en ánægjulegan reiðtúr söfnuðust börnin saman í hverfinu og sungu fyrir gotteríi og fóru í ratleik í leit að folaldi. Í verðlaun var pizzuveisla í félagshúsinu þar sem börnin spiluðu partý og co meðan þeir eldri spreyttu sig í Alias. Yngstu þátttakendurnir voru aðeins 3ja ára en þeir elstu eitthvað um 50 árum eldri. Skemmtilegur dagur hjá yngri deildinni! (myndir á myndasíðu)
0 Comments
Ræktunardeild Sóta, í samstarfi við ferða og skemmtinefnd, ráðgera að fara í fróðleiksríka skemmtiferð um næstu helgi, þ.e. laugardaginn 25. febrúar, ef næg þátttaka fæst. Við erum að vona að ábúendur á Blesastöðum geti tekið á móti okkur ásamt því að heimsækja eitt annað ræktunarbú á svæðinu. Endað yrði svo á Stokkseyri eða Eyrarbaka og kvöldverður snæddur. Þar sem ferðin ræðst að miklu leyti af þátttöku, þætti okkur vænt um að heyra hvort áhugi er fyrir hendi. Vinsamlega látið heyra í ykkur sem allra fyrst, þannig að tími gefist til að skipuleggja þetta sem best. ![]() Vonandi mæta Lóa og Freyja í búningum! Miðvikudaginn 22 febrúar - ÖSKUDAGUR - Grímureið litla hringinn á Álftanesi. - ath ef veður leyfir Lagt af stað frá félagsheimilinu kl. 17:45. ALLIR velkomnir með í grímubúningum! Við gerum ráð fyrir að krakkarnir séu í búningi hvort eð er þannig að fullorðnir þurfa að finna sér einhvern búning (þarf ekki að vera eitthvað stórkostlegt) Með þessu ætlum við að vekja athygli á Sóta og hvað það sé skemmtilegt starf hjá okkur. Krúttleg og skemmtileg grímureið. Athugið að þessi ferð er á vegum æskulýðsnefndar og mun því ekki vera nein þeysireið. Okkur langar einnig að mælast til þess að hesthúsaeigendur byrgji sig upp af sælgæti (eða einhverju öðru) en eftir reiðina verður börnunum boðið uppá að ganga á milli húsa og syngja fyrir gotteríi. Einnig verður "folaldið" slegið úr tunnunni í gerðinu. Á eftir verður öllum þátttakendum boðið í pizzu í félagsheimilinu og síðan verður spilað eitthvað frameftir kvöldi. ![]() Berglind Birta sigraði töltið i unglingaflokki á Baugi frá Holtsmúla Fyrstu vetrarleikar Sóta 2012 fóru fram á vellinum síðastliðinn laugardag í vorveðri. Vetrarleikarnir eru fyrst fremst hugsaðir sem skemmtileg mótaröð sem allir geta tekið þátt í. Paparnir í græjunum, þulurinn í stuði og knapar í keppnisskapi. Skráningar hefðu mátt vera fleiri í nokkrum flokkum og rétt er að hvetja ALLA til að vera með á næsta móti, þetta er jú fín æfing fyrir alvöru mótin í vor. Ungmennafélagsandinn sveif óvenju lágt yfir vötnum en vonandi verður það betra á næsta móti. Mótanefnd sem og vallarnefnd eru færðar þakkir fyrir gott og skemmtilegt mót og óvenju góðan völl á þessum árstíma. Úrslit má lesa hér. Myndir frá vetraleikunum í dag eru komnar inná myndasíðuna. Einnig má sjá myndir frá reiðtúr sem nokkrir vaskir menn fóru í eftir mót. Kærar þakkir til Lóu aðstoðarljósmyndara.....
![]() Kæru Sóta félagar, Minnum á spila og skemmtikvöld Sóta í félagshúsinu kl 20 í kvöld. Skemmtinefndin sér um snakkið, en þar sem drykkjarvenjur og smekkur er misjafn, sér hver og einn um sína drykki. Sjáumst hress í kvöld. Kær kveðja, Besta skemmtinefnd í heimi..... P.S. Ef þið eigið einhver skemmtileg spil, endilega bjóðið þeim með... : ) ![]() Frá vetraleikum 2011 - unglingaflokkur 1. vetrarmót Sóta verður haldið næsta laugardag 11. feb. á velli félagsins kl.12:00 - ef veður og vallaraðstæður leyfa- Keppnisgreinar: Barnaflokkur, tölt og þrígangur Keppnisflokkar: Barna, unglinga, ungmenna, kvenna og karla Barnaflokkur: Ríða skal tvo hringi og sýna tölt og/eða brokk. Töltkeppni: Sýna skal hægt tölt og fegurðartölt Hægt tölt lágmark einn hringur og einkunn gefin. Fegurðartölt ( milliferðartölt eða hraðar) lágmark einn hringur og einkunn gefin. Einkunnir lagðar saman og deilt með 2. Þrígangur: 1 inná í einu Riðið á langhlið fram og til baka 4 ferðir alls og einkunn gefin eftir hverja ferð. Sýna skal lágmark þrjár gangtegundir þ.e. fet, hægt tölt, fegurðartölt (milliferðartölt eða hraðar) brokk, stökk eða skeið. Þrjár hæstu einkunnir gilda og deilt með þremur. Skráning og greiðsla skráningargjalda Í félagshúsinu kl. 10.30 - 11.15 Gjald fyrir hverja skráningu: Fullorðnir: 1.000,- kr. Ungmenni, unglingar og börn: 500,- kr. Verðlaunaafhending eftir mót í félagshúsinu Tökum öll þátt og höfum gaman Það er komin ný skoðanakönnun á síðuna okkar. Og nú er hægt að sjá niðurstöður strax! (góðir hlutir gerast hægt hjá vefstjóranum.....)
![]() Sælar allar fallegu Sóta stúlkur Nú er tími til komin að láta ljós sitt skína :-) Við strákarnir höfum loksins tekið okkur saman í andlitinu og ætlum að láta verða af því að gera Sóta dagatal fyrir árið 2012. ALLAR Sóta stelpur eru hér með boðaðar í myndatöku laugardaginn 11. febrúar eftir mótið í hesthúsahverfinu. Þið megið mæta í búning, reiðfötum, á bikini, eða bara eins og þið viljið. Munið að þið eruð allar fallegar frá náttúrunnar hendi. Þær sem vilja síður fara í myndatöku geta sent mynd af sér á netfangið [email protected] eða [email protected] Sjáumst hressar með bros á vör á föstudaginn Kveðja Undirbúningsnefndin (Arnar og Halli) |
SótiVið Breiðumýri Eldri fréttir
December 2024
|