Dagskrá gæðingakeppni Sóta og Tengis 2014 - ATH að flokkarnir eru blandaðir, vinsamlega kynnið ykkur ráslistana vel.
12:00 Knapafundur 13:00 Barnaflokkur / Patrekur og Perla 13:05 Unglingaflokkur / Lóa og Blesi 13:10 Pollaflokkur / 3 keppendur 13:20 Unglingaflokkur / Ingibjörg og Kvistur 13;25 Barnaflokkur / Patrekur og Prestur 13:30 Unglingaflokkur / Lóa og Breki - Hlé - 13:45 A & B flokkur - sjá ráslista. Ath að blátt er A-flokkur (sjá á heimasíðu og í glugga) - Hlé - 15:00 Úrslit unglingaflokkur 15:15 Úrslit B-flokkur 15:30 Úrslit A-flokkur Ath að það er aðeins inná í einu í forkeppni í öllum flokkum Hér má sjá ráslistann
0 Comments
Ágætu félagsmenn
Eins og flestir hafa tekið eftir er verið að bera í reiðvegina þessa dagana en til að geta lokið því verkefni þarf að grjóthreinsa meðfram Jörfavegi áður en borið er í veginn. Óskar reiðveganefnd eftir sem flestum félagsmönnum til hjálpa til við þetta verkefni fimmtudaginn 22.maí um sexleytið. Því fleiri sem mæta því fyrr búið. Áætlaður tími 30 mínútur til klukkutími. Reiðveganefnd Gæðingamót Sóta / Úrtaka fyrir landsmót verður haldið á velli félagsins þann 24.maí, kl 13. Keppt verður í eftirfarandi greinum : Pollaflokk Barnaflokk Unglingaflokk Ungmennaflokk B -flokk A- Flokk Keppt verður eftir reglum LH . Skráningargjald er kr. 3.000,-- per skráningu í alla flokka nema pollaflokk, þar sem skráningagjald er kr. 500,-- Skráning fer fram á www.sportfengur.com, undir skráningarkerfi. Þar skal velja hestamannafélagið Sóti og svo velja viðburðinn . Þegar búið er að fylla inn upplýsingar og skrá í vörukörfu þarf að smella á vörukörfuna til að fara í greiðslukerfið. Þegar greiðslu er lokið ætti kvittun að berast með tölvupósti og staðfestir hún skráninguna. Ath einungis er hægt að greiða með millifærslu á reikning 1101-26-111139 kt: 680296-3409 og sendið kvittun á netfangið [email protected]. Skráning telst ekki gild fyrr en greiðsla berst. Opið er fyrir skráningu frá og með 20. maí til 22. maí, kl 20. Rétt er að benda á að einungis skuldlausir félagsmenn hafa keppnisrétt. Kaffiveitingar verða í umsjón hús #1 og Breiða. Kær kveðja, Mótanefndin Fjörufjöri , sem er á dagskrá Æskulýðsnefndar næstkomandi laugardag, er því miður frestað um sinn þar sem margir Sótafélagar verða á opnu íþróttamóti Sörla þann dag.
Æskulýðsnefnd Eins og hefðin er á Landsmótsári, vinna 30 efstu töltarar landsins sér þátttökurétt í töltkeppni Landsmótsins. Spennan er mikil þegar kemur að því að fylgjast með listanum og nú eru íþróttamótin hafin og knapar farnir að keppa í tölti til að eiga möguleika á að tryggja sér þátttökurétt.Eins og hefðin er á Landsmótsári, vinna 30 efstu töltarar landsins sér þátttökurétt í töltkeppni Landsmótsins. Spennan er mikil þegar kemur að því að fylgjast með listanum og nú eru íþróttamótin hafin og knapar farnir að keppa í tölti til að eiga möguleika á að tryggja sér þátttökurétt.
Keppnisnefnd LH vill árétta þau skilyrði sem sett eru vegna þess árangurs sem gildir inn á stöðulistann:
Keppnisnefnd LH Kæru Sótafélagar
Vegna þess hve fáar skráningar bárust á Íþróttamót Sóta, sem halda átti á laugardaginn 03. maí, hefur mótinu verið aflýst. Mótanefnd vill þó hvetja Sótafélaga til að taka þátt í opnu Íþróttamóti Sörla, sem haldið verður dagana 16.-18. maí, næstkomandi. Ráðgert er að afhenda verðlaun fyrir Sóta félaga í félagshúsi Sóta eftir mót á sunnudaginn 18 og verða léttar veitingar í boði. Hvetjum alla til að taka þátt. Mótanefndin |
SótiVið Breiðumýri Eldri fréttir
December 2024
|