Reiðleiðir á Álftanesi
Þótt Áftanes sé lítið og lágt og eingöngu hægt að ríða "innansveitar" þá eru reiðleiðir innan Álftaness nokkuð fjölbreyttar. T.d. er hægt að fara ríðandi nokkra hringi á nesinu, eins og sjá má á korti hér neðar á síðunni. Helsti stígurinn er útivistarstígurinn meðfram "bökkunum" sem liggur frá hesthúsahverfinu og út að Breiðabólsstöðum. Þessi stígur er einnig fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur og biðjum við hestamenn að sýna varúð og velvild í garð annarra.
- Upplýstur reiðstígur er frá hesthúsahverfinu, meðfram Vesturtúni og þaðan meðfram göngustígnum við Jörvaveg yfir að Breiðabólsstöðum. (rautt og blátt)
- Bakkarnir út að Eyri (rautt, blátt og fjólublátt)
- Það er líklega einstakt í heiminum að hægt sé að ríða framhjá Forsetasetri en vinsamlega sýnið fyllstu kurteisi og ríðið bara á merktum stígum og alls ekki á malbikinu. (fjólublátt)
- Það eru nokkrar reiðleiðir í Bessastaðanesinu sjálfu. (fjólublátt)
- Á nokkrum stöðum er hægt að ríða út í fjöru (eða sundríða) t.d. við Gesthús, út á Eyri og neðan við golfvöllinn.
- Einnig er hægt að ríða "litla hringinn" á þ.e.a.s. meðfram Norðurnesvegi að hringtorgi og þaðan meðfram Suðurnesvegi í hesthúsahverfið. (gult)
- Frá hringtorginu er hægt að fara ríðandi í "Breiðholt" í gegnum Selsgarð. (bleikt)
- Einnig er hægt að ríða út í Hrakhólma og yfir í Hliðsnes en nauðsynlegt er að fara með kunnugum og gæta vel að sjávarföllum.
Hér má sjá nokkrar reiðleiðir og hringleiðir á Álftanesi (með mismunandi litum)