Gæðingakeppni Sóta og Brimfaxa fer fram n.k. laugardag, 28. maí, á velli Sóta við Breiðumýri. Þetta er jafnframt fyrri úrtaka Sóta fyrir Landsmót 2022. Seinni úrtaka Sóta verður einungis með FYRRI úrtöku hjá Spretti 3-4 júní. Opið er fyrir skráningar í Sport Feng - fylgist með á sprettarar.is
Dagskrá: Kl. 12:30 knapafundur í félagshúsi Kl. 13:00 Pollar teymdir og ríðandi Kl. 13:15 Unglingar Kl. 14:15 B flokkur Kl. 14:30 A flokkur Kl. 14:40 Hlé Kl. 15:10 Úrslit Unglingar Kl. 15:45 Úrslit B flokkur Kl. 16:20 Úrslit A flokkur Selt verður á Pálínuboðsborð frá kl. 13:00 í félagshúsi Sóta. Hlökkum til að sjá ykkur í suðaustan 5 og 14 stiga hita Ráslistar eru á Kappa Kveðja frá mótanefnd
Opna Álftanesmótið fer fram núna um helgina 14-15 maí og hefst dagskrá á laugardaginn 14 maí kl.10:00 á velli Sóta við Breiðumýri.
Ath knapafundur er kl. 09:30, hvetjum nýliða til að mæta. Allir ráslistar eru í Kappa og keppendur eru vinsamlegst beðnir um að fylgjast vel með ráslistunum þar. Allar afskráningar fara á netfangið [email protected] - ekki er tekið við afskráningum á messenger Mótshaldarar vilja koma eftirfarandi skilaboðum til þeirra sem skráðu sig í mótið: Ekki verða úrslit í eftirfarandi greinum þar sem fjöldi er ekki nægur en þeir sem skráðu sig hafa möguleika að ríða forkeppni og fá verðlaun (raðað í sæti eftir einkunnum) T7 Barnaflokkur T4 1. flokkur F2 1.flokkur F2 2.flokkur Meðfylgjandi er svo dagskrá mótsins. Með fyrirvara um mannleg mistök og breytingar.
|
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
July 2024
|