Kæru félagsmenn í Sóta.
Vegna aðstæðna þá mun öllum viðburðum á vegum mótanefndar og skemmtinefndar Sóta verða frestað um óákveðinn tíma. Í dag var fjölda þeirra sem mega koma saman fækkað niður í tuttugu manns og búast má við að þessar aðgerðir verði hertar enn frekar. Vinsamlegast virðum þessi fyrirmæli. Þetta er gert okkar vegna og fyrir okkur. Hins vegar erum við svo heppin að hestaíþróttin er einstaklings íþrótt sem við getum haldið áfram að sinna, hvert og eitt okkar. Erum líka svo ótrúlega heppin að við erum ennþá utandyra að þjálfa hrossin okkar þannig að það er nóg pláss fyrir alla og ekki mikil hætta á of mikilli nánd. 🤣 Höldum því áfram að lifa og njóta samvista við hrossin okkar. Pössum upp á bilið okkar á milli í persónulegum samskiptum 😷 Bestu kveðjur til ykkar allra frá mótanefnd og skemmtinefnd 😘😘
0 Comments
|
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
July 2024
|