![]() Nú, á öðrum degi Landsmót, hafa allir keppendur Sóta lokið keppni nema Alexandra Ýr Kolbeins sem komst áfram í milliriðil í ungmennaflokki, frábærlega vel gert hjá henni! Allir keppendur stóðu sig vel og voru félaginu til sóma. Öll úrslit má finna á landsmót.is Vefstjóri náði myndum af flestum keppendum í yngri flokkum og munu þær verða sendar til viðkomandi um leið og hægt er. Alexandra keppir í milliriðlum á morgun, miðvikudag, um kl. 15:45 og hvetur vefstjóri Sótafélaga sem geta til að mæta á svæðið og hvetja Alexöndru. ÁFRAM SÓTI!
0 Comments
![]() Það var frábær þátttaka hjá Sóta á viðburðinn ,,Ríðum á Landsmót" en 25 manns lögðu í hann frá Bessastaðaafleggjara kl. 09;00 í morgun, þar á meðal Pálmi bæjarstjóri Álftaness sem gerði sér lítið fyrir og reið alla leið með okkur með tvo til reiðar (frá Jörundi). Riðið var meðfram Gálgahrauni, í lögreglufygld yfir Engidalinn og síðan aftur yfir Reykjanesbraut. Frá Ikea var síðan riðið í gegnum Urriðaholtið og áð við Maríuhella. Þar var stoppað lengi, tekið lagið og fengið sér kaffi og pönnukökur. Okkur tók heldur að lengja eftir Sörlamönnum og því var riðið af stað í Andvara án þeirra. Í Andvara biðu okkar dýrindis veitingar og þar slógust Andvara, Gusts og Sörla-félagar í hópinn. Þar var því dágóður hópur sem reið um Elliðavatn yfir í Almannadal á blússandi ferð. Í Almannadal hittum við síðan Harðar- og Fáksfélaga og þar með var hópurinn orðinn 180 manns! Þaðan var riðið í fylkingu inn á landsmótsssvæðið í miklum rykmekki og komu knapar í hlað með útlit þess sem hefur farið ríðandi um óbyggðir í marga daga. Ekta stemning! Að lokum bauð Fákur allri hersingunni uppá vel þegna kjötsúpu. Takk fyrir daginn allir knapar - frábær dagur! Myndir á facebook siðu Sóta (vefstjóri er að vinna í nýrri myndasíðu, myndir geymdar á Facebook þangað til) ![]() Þeir sem hafa áhuga á að ríða með Sóta hópnum á setningarathöfn LM, fimmtudagskvöldið 28. júní kl. 20:30 eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við Elísabetu hópstjóra í s: 660-3819 eða senda póst á [email protected] Athugið að knapar eru skyldugir að klæðast félagsbúningi þ.e.a.s. svartar eða hvítar buxur, svartur jakki, hvít skyrta og rautt bindi. Alexandra, íþróttamaður Sóta 2011, mun ríða fremst í flokki með Sótafánann. Dorritt er áhugasöm um að taka þátt í þessu með okkur en ekki er komið endanlegt svar frá henni. Koma svo Sótafélagar! Verum laaangflottust að vanda......! Það er búið að ákveða að vera með vaktir fyrir unglinga á aldrinum 14-18.ára við að hreinsa upp eftir hrossin jafnt og þétt á keppnisvellinum. Langar Sóta unglingum að vinna sér inn pening? Taxti eins og unglingavinna.
Jafnframt er leitað að ungmennum sem sjálfboðaliðum í að draga þjóðfána upp við setningu mótsins. Við höfum fengið þau til þess að mæta í félagsbúningum. Endilega láta vita á [email protected] ef einhver hefur áhuga á skemmtilegu starfi í góðum félagsskap! [email protected] ![]() Æfingatímar fyrir Sóta eru nú komnir upp á vef Landsmóts og eru þeir sem hér segir: Föstudagur 22 júní: kl. 15-15:30 Laugardagur 23 júní: kl 20:30 Sunnudagur 24 júní: kl 22:00 Keppendur Sóta keppa sem hér segir í forkeppni: B-flokkur: Mánudagur frá 09-13:00 61 21 V Punktur frá Varmalæk Sigurður Vignir Matthíasson 13 Sóti 88 30 H Vígar frá Vatni Snorri Dal 9 Sóti Barnaflokkur; Mánudagur frá 13:30 - 16:45 31 11 H Margrét Lóa Björnsdóttir Íslandsblesi frá Dalvík 8 Sóti 78 26 V Patrekur Örn Arnarsson Perla frá Gili 10 Sóti Ungmennaflokkkur - Mánudagur frá 17:30-20:45 37 13 H Alexandra Ýr Kolbeins Lyfting frá Skrúð 14 Sóti A-flokkur - Þriðjudagur 08:30 - 13:00 27 9 V Gerpla frá Ólafsbergi Sigurður Vignir Matthíasson 8 Sóti 42 14 V Muggur frá Hárlaugsstöðum 2 Edda Rún Ragnarsdóttir 6 Sóti Unglingaflokkur - Þriðjudagur 14:00 - 17:00 8 3 V Berglind Birta Jónsdóttir Baugur frá Holtsmúla 1 14 Sóti 86 29 V Ólafía María Aikman Ljúfur frá Brúarreykjum 9 Sóti Sótafélagar eru hvattir til að mæta og hvetja sitt fólk! ![]() Laugardaginn 30. júní verður haldin þolreið frá félagssvæði Harðar að landsmótssvæðinu og endað á stóra hringvellinum á félagssvæði Fáks. Það geta allir tekið þátt á vel þjálfuðum reiðhestum en þolreið í þessari mynd er haldin árlega á íslenskum hestum um alla Evrópu. Vegleg verðlaun eru í boði en fyrir fyrsta sæti eru veittir flugmiðar til Evrópu með Iceland Express. Einnig veitir Hestaleigan Laxnes veglega bikara fyrir fyrsta til þriðja sæti. Þetta verður einstaklingskeppni en ekki liðakeppni og hvetjum við þá sem áhuga hafa á þátttöku að skrá sig á netfangið [email protected]. Þar þarf að koma fram nafn á knapa og kennitala, nafn á hesti og IS-númer. Þátttökugjald er einungis 2000 krónur og skulu lagðar inn á reikning Landsmóts ehf. 515-26-5055, kt. 501100-2690. Síðasti skráningardagur er föstudagurinn 22. júní. Reiðveganefnd Sóta náði þeim frábæra árangri að fá aftur úthlutað kr. 500.000.- til reiðvegamála á Álftanesi. Að þessu sinni til endurgerðar reiðvegar Álftanes: Suðurnesvegur Hringt. Bessast. - Klukkuholt
Við getum því farið að hlakka til að ríða Álftaneshringinn á flottum reiðvegi næsta vetur! ![]() Mikill hugur er í félögum á höfuðborgarsvæðinu fyrir viðburðinum Ríðum á Landsmót. Tímasetningum hefur aðeins verið breytt vegna knapafundar á sunnudagskvöldið. Lagt verður af stað frá Bessastöðum kl. 09:00 og við munum síðan hitta Sörlafélaga við Maríuhella, þaðan sem riðið verður áfram upp í Andvara. Andvari/Gustur mun bjóða ferðalöngum uppá hressingu í reiðhöllinni. Síðan verður haldið áfram um Elliðavatn í Almannadal þar sem við hittum Fáks- og Harðarfélaga. Saman munum við síðan ríða inná stóra völlinn í Viðidal og Fákur býður öllum reiðmönnum uppá kjötsúpu. Stefnt er á að vera í Víðidalnum um kl. 14:30. Athugið að það þarf tvo hesta til að ríða alla leiðina en leiðin frá Álftanesi inn í Hafnarfjörð mun koma á óvart! Steinunn er hópstjóri fyrir Sóta og hvetur félaga til að fjölmenna í reiðina - koma svo Sótafélagar! Þetta verður hrikalega skemmtilegt. ![]() Það var fjör hjá þeim sem mættu í fjörureið á miðvikudagskvöldið en 25 manns höfðu skráð sig. Farið var ríðandi frá hesthúsahverfinu inná (vonandi) framtíðar-reiðleið meðfram sjávarsíðunni fyrir neðan Litlubæjarvör að Helguvík en þar hafði Æskulýðsnefnd sett upp þrautabraut. Skipt var í tvö lið sem háðu kappi í brautinni og í 50 metra stökki. Fjaran er einstaklega skemmtileg og passlega mjúk undir fót en nokkrum hestum þótti mun auðveldara að skeiða en stökkva! (kannski þetta sé bara upplögð skeiðbraut fyrir næsta mót?) Að lokum var boðið uppá sjósund og nýttu margir tækifærið enda veðrið gott og fjaran einstaklega heppileg fyrir sund. Það voru því blautir hestar og knapar sem riðu framhjá golfvellinum og heim í hús þar sem ferða-og skemmtinefnd bauð uppá dýrindis grillaðar svínakótilettur og meðlæti. Vonandi verður þetta endurtekið að ári! |
SótiVið Breiðumýri Eldri fréttir
December 2024
|