UPPSKERUHÁTÍÐ HESTAMANNA - MIÐASÖLU LÝKUR 6. JANÚAR! Uppskeruhátíð hestamanna verður haldin á Gullhömrum í Grafarholti 10. janúar næstkomandi. Gullhamrar er einn glæsilegasti veitinga- og veislustaður á landinu í dag og ætti því enginn að láta sig vanta á þessa frábæru hátíð okkar. Dagskráin verður með sama móti og venjulega. Verðlaunaafhendingin verður á sínum stað, dýrindis þriggja rétta máltíð og að sjálfsögðu dönsum við saman langt fram eftir nóttu eins og okkur hestamönnum er einum lagið. Viðburðinn er hægt að finna á facebook:https://www.facebook.com/events/395865530579934/ Hinn þjóðþekkti sjónvarpsmaður Gísli Einarsson verður veislustjóri og svo mun hljómsveitin Rokk halda uppi fjörinu en í henni eru þeir: Hreimur Örn - gítar og söngur Pálmi Sigurhjartarson - píanó og söngur Benedikt Brynleifsson - trommur Róbert Þórhallsson - bassi Vignir Snær - gítar og söngur Þriggja réttar máltíðin verður með glæsilegu móti: Forréttur - Austurlensk sjávarréttasúpa með karrí og kókos Aðalréttur - Lambahryggvöðvi með kartöfluköku, steiktum skógarsveppum og lambasoðsósu Ábætisréttur - Suðrænn kókosdraumur með berjablöndu og crumble. Ekki láta þig vanta á eina glæsilegustu uppskeruhátíð til þessa! Fyrstir koma fyrstir fá! Miðasalan fer fram á [email protected] eða í síma 517-9090 Miða og borðapantanir verða til kl. 18, þriðjudaginn 6. janúar. Miðar verða afhentir miðvikudaginn 7. janúar í Gullhömrum. Verð: 9600 kr. Selt inn á dansleik frá 23.30. Verð 2.500 krónur Gestir þurfa að senda kvittun á [email protected] og þá verður tekið frá borð á þeirra nafni. Borðaröðun fer fram þegar miðasölu lýkur!
0 Comments
Sá hörmulegi atburður átti sér stað að 12 hross sem voru í haustbeit á Bessastaðanesi fórust. Við smölun á nesinu í gær kom í ljós að 12 hross vantaði í stóðið. Eftir mikla leit, meðal annars úr lofti, fundust þau undir ís í Bessastaðatjörn. Hrossin voru í stóðinu við talningu síðustu helgi en líklegast er talið að þau hafi fælst út á ísinn með þessum hörmulegu afleiðingum.
Stjórn Sóta mun í samráði við lögreglu, björgunarsveitir og eigendur hrossanna vinna að því að ná þeim upp úr tjörninni. Fyrir hönd stjórnar Sóta Jóhann Þór Kolbeins Stefnt er að því smala Bessastaðanes laugardaginn 20.desember og verða hestarnir reknir í Sótaskjól þar sem eigendur geta sótt sína hesta. Mæting í félagshúsi kl 13.00 Heitt kakó og meðlæti í félagshúsi að smölun lokinni. |
SótiVið Breiðumýri Eldri fréttir
December 2024
|