Hestamannafélagið Sóti    
  • Frettir
  • Felagid
    • Fundargerdir
    • Vetrardagskrá
  • Stjorn og nefndir
    • stjorn og nefndir 2021
    • Eldri stjórn og nefndir
  • Reidholl
  • Reidleidir a Alftanesi
  • Frettir
  • Felagid
    • Fundargerdir
    • Vetrardagskrá
  • Stjorn og nefndir
    • stjorn og nefndir 2021
    • Eldri stjórn og nefndir
  • Reidholl
  • Reidleidir a Alftanesi



Firmakeppni Sóta

4/27/2018

0 Comments

 
Picture
Hin árlega firmakeppni Sóta fer fram  á velli félagsins þriðjudaginn 1. maí.  Við byrjum á stuttri hópreið frá hesthúsunum kl. 14:00 og hvetjum ALLA til að taka þátt í hópreiðinni (hvort sem þið ætlið að keppa eða ekki). 
​
Dagskrá: 


Read More
0 Comments

Opna Álftanesmótinu 2018 aflýst

4/27/2018

0 Comments

 
Picture
 Vegna ýmissa ófyrirsjánlega atvika (m.a. nýr Sport-Fengur) hefur verið ákveðið að hætta við opna Álftanesmótið sem átti að fara fram 12-13 maí.  Við hvetjum keppendur að taka þátt í Reykjavíkurmeistaramótinu sem fer fram á sama tíma.  Sótafélagar eru einnig velkomnir á Íþróttamót Spretts helgina 18-20 maí. 
Sjáumst hress í maí 2019! 
Stjórn og mótanefnd Sóta 
0 Comments

Sumarbeit á Álftanesi

4/25/2018

0 Comments

 
Picture
Nú er komið að því að skipuleggja sumarbeitina fyrir hrossin.
​

Þeir sem óska eftir beit á Álftanesi sumarið 2018 þurfa að setja sig í samband við Jörund á netfangið juri@simnet.is fyrir 1. maí n.k.
0 Comments

Hinn árlegi og frábæri Ratleikur!

4/18/2018

0 Comments

 
Picture
Þar sem sumarið er að koma á nesið fagra þá er komið að hinum stórkostlega ratleik okkar í Sóta. Hann verður á morgun, Sumardaginn fyrsta þann 19.apríl klukkan 11:00. Þar mætum við öll fyrir framan félagshúsið og rætt verður leikreglur og skipt í lið

Æskilegt er að koma með myndavél/síma þar sem það er hluti af leiknum. Það verða svo grillaðir  hamborgarar að leik loknum. 

Vonumst til að sjá sem flesta 
Sjáumst hress og kát á fimmtudaginn 
Kveðja Skemmtinefnd
0 Comments

Allir á námskeið!

4/17/2018

0 Comments

 
Picture
Sigrún Sigurðardóttir reiðkennari stefnir á að vera hjá okkur með reiðkennslu næstu vikurnar fyrir krakkana og aðra áhugasama Sótafélaga. Lagt er upp með fimmtudaga til að byrja með en breyta jafnvel yfir í mánudaga og miðvikudaga í maí.
​Áætlað er að kenna tveim saman 45 mín senn (aðrar útfærslur eru jafnvel mögulegar eftir áhuga).

Markmið kennslunnar verður að koma til móts við þarfir og væntingar hvers og eins. Þeir sem hafa áhuga eru vinsamlegast beðnir að senda tölvupóst á netfangið: elfure@simnet.is sem allra allra fyrst til að auðvelda skipulag
0 Comments

Tiltektardagur hjá félagi hesthúseigenda

4/17/2018

0 Comments

 
Picture
Nú gerum við fínt í kringum okkur!  Miðvkudaginn 18. april kl. 18:00 - allir að mæta með hanska, skóflur og hrífur!  Ari kemur með gröfu og Jöri kerru.  

kv Stjórn hesthúsaeigenda 

p.s. Grill á eftir
0 Comments

Kvennareið - okkur er boðið!

4/17/2018

0 Comments

 
Picture
Sörlakonur taka á móti hestakonum úr Sóta, Sprett, Fáki, Mána og Herði.
Sörlakonur leggja af stað frá reiðhöllinni Sörlastöðum og bjóða okkur í Sóta að vera samferða c.a. 17.30 og safnast saman við Vífilstaðavatn 18.30 og gestum fylgt svo í reiðhöllina á Sörlastöðum.
Þar verður tekið á móti konum með lambalæri og annað meðlæti að hætti kokksins, sem hefst um 20.00.  Verð 3000kr. Skráning er hjá Þórunni í fyrir miðnætti þriðjudaginn 17.april í sima 8972919 eða sorli@sorli.is
0 Comments

Vetrarleikar 3 - Úrslit

4/16/2018

0 Comments

 
Picture
Þriðju og síðustu vetrarleikar Brimfaxa, Háfeta og Sóta fóru vel fram á Sótavellinum í gær, sunnudag.  Menn og hross voru í miklu stuði enda sunnanblærinn á nokkurri ferð á nesinu fagra  (sum hross áttu erfitt með að höndla vor-ilminn í loftinu.....).  Menn voru sammála um að keppnisfyrirkomulagið væri skemmtilegt og Svafar dómari fær mikið hrós fyrir góða og fróðlega dóma.  Takk allir fyrir daginn!  Vonandi verða aftur sameiginlegir vetrarleikar að ári.   
Úrslit fóru þannig:  (myndir á FB síðu Sóta) 

Read More
0 Comments

Vetrarleikar nr 3 - Þrígangur

4/8/2018

0 Comments

 
Picture


​Þriðju og síðustu vetrarleikarnir verða haldnir hjá okkur í Sóta sunnudaginn 15 april.. Mótanefnd vill hvetja sem flesta að taka þátt í mótinu - margir flokkar í boði og þetta verður bara gaman! 

Ef einhverjir vilja rétta mótanefnd hjálarhönd þá er öll hjálp vel þegin.  

Hlökkum til að sjá sem flesta með bros á vör! 
Kveðja 
Mótanefnd 
0 Comments

Branda hesthúsakisa öll

4/1/2018

0 Comments

 
Picture
Sá sorglegi atburður gerðist á föstudaginn langa að elsku Branda, hesthúsakisan hans Guðmundar og vinur okkar allra, lenti í alvarlegu slysi.  Farið var með Bröndu til dýralæknis en þvi miður var ekkert annað í stöðunni en að senda hana í sumarlandið eilífa.  Bröndu verður sárt saknað en hún var einstaklega skemmtilegur og góður köttur sem sótti í félagsskap manna og hesta. 
​
Blessuð sé minning Bröndu. 
0 Comments
    Picture

    Sóti

    Við Breiðumýri
    225 Álftanes
    Sími formanns/ Jörundur 
    s:898-2088
    hestamannafelagidsoti@gmail.com
    www.soti.is

    Senda inn efni
    Gerast félagi í sóta
    Facebooksíða Sóta
    Picture
    Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi elfure@simnet.is.
    Picture

    RSS Feed




    Eldri fréttir

    March 2023
    February 2023
    January 2023
    December 2022
    July 2022
    June 2022
    May 2022
    April 2022
    March 2022
    February 2022
    January 2022
    December 2021
    November 2021
    October 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    October 2014
    September 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    September 2013
    August 2013
    May 2013
    April 2013
    March 2013
    February 2013
    January 2013
    December 2012
    November 2012
    October 2012
    August 2012
    July 2012
    June 2012
    May 2012
    April 2012
    March 2012
    February 2012
    January 2012
    December 2011

Powered by Create your own unique website with customizable templates.