Þar sem veðurútlit er frábært fyrir helgina hefur ferða-og skemmtinefnd ákveðið að skella á eins og einni félagsreið á morgun, laugardag. Lagt af stað frá hverfinu kl. 14:00 og riðið verður út í Hlið þar sem nefndin býður uppá kakó og kleinur. Þetta verður hópreið fyrir alla fjölskylduna en skipt verður í tvo hópa, þeir sem vilja ríða hratt og þeir sem vilja fara hægar. Vonumst til að sjá sem flesta. Ferða-og skemmtinefnd
0 Comments
Langar þig að horfa á meistaradeildina í beinni með öðrum Sótafélögum? Nú stendur það til boða! Það verður opið hús í félagsheimilinu í kvöld, boðið verður uppá snakk og fisléttar veitingar. Drykki verða menn að koma með sér sjálfir. Sjáumst hress.
Meistaradeildin í hestaíþróttum - Ráslisti fyrir fimmganginn Þá liggja fyrir ráslistar fimmgangsins en keppnin hefst í Fákaseli á morgun fimmtudag kl 20. MEISTARADEILD.IS Fyrsta mótið í Meistarakeppni Æskunnar og Íshesta verður sunnudaginn 1. mars nk. í Herði. Keppt verður í tölti í barnaflokki, unglingaflokki og ungmennaflokki og er mótið opið fyrir alla í þessum aldursflokkum. Keppnisfyrirkomulagið er T3, þar að sem eru 3 inn á í einu og riðið eftir þul, hægt tölt, hraðabreytingar og yfirferð. Ekki þarf að taka það fram að fylgt er keppnisreglum LH varðandi keppnisbúnað og járningarreglur. Skráning fer fram á sportfeng og lýkur föstudagskvöldið 27. febrúar. Nánari dagskrá og ráslistar verða svo birtir á laugardeginum. Skráningargjald er aðeins kr. 500 því ætlunin er að fá fyrirtæki til að styrkja þessa keppni, svo ef foreldrar keppenda reka fyrirtæki þá mega þau hafa samband og styrkja mótaröðina því margt smátt gerir okkur kleift að halda úti skemmtilegri mótaröð fyrir æsku landsins :) Linkur á skráninguna: http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add Velja þarf Aðrir sem hestamannafélag og í atburð velja Meistarkeppni Æskunnar og Íshesta. Ekki verður tekið við skráningum eftir að skráningarfresti lýkur. Mótið hefst seinnipartinn á sunnudaginn (fer eftir skráningafjölda hvenær það hefst) og áætluð mótslok eru kl. 19:00 er úrslit klárast. Mótið er sjálfstætt sem slíkt en einnig er það liður í mótaröð Meistarakeppni Æskunnar og Íshesta og munu stigahæstu knaparnir verða svo verðlaunaðir í lok Meistarakeppninnar. Hin mótin eru: 22. mars Þrautabraut (smali) í Fáki 19. apríl Fjórgangur í Spretti 26. apríl Fimmgangur í Fáki (keyrt með Líflandsmótinu) Hlökkum til að sjá sem flesta en veitt verða einnig verðlaun fyrir prúðmannlega reiðmennsku og snyrtilegasta parið. Þrátt fyrir kuldabola þá var góð þátttaka á fyrstu opnu vetrarleikum Sóta í dag og keppendur skemmtu sér vel. Annars vegar var keppt í eingangi á vellinum, þar sem flestir keppendur völdu að sýna tölt og hins vegar var keppt í smala inn í gerðinu, sem kom sannarlega að góðum notum í norðanáttinni. Sérstaklega var gaman var að sjá keppendur koma frá öðrum félögum og einnig að sjá gamlar keppniskempur mæta. Vonandi sjáum vð enn fleiri á vetrarleikum nr 2 en þá verður keppt í tvígangi og hindrunarstökki. Úrslit fóru þannig:
Eingangur 17 ára og yngri 1. Kristín Hermannsdóttir, Spretti, á Þokkadís - 10 stig 2. Heiðar Snær Rögnvaldsson, Sóta, á Kórínu - 8 stig 3-4. Sylvía Sól Magnúsdóttir, Brimfaxa, á Fenju - 6 stig 3-4. Birna Filippía Steinarsdóttir, Sóta, á Kolskeggi - 6 stig 4-5 Þórir Sigtryggsson, Sóta, á Aþenu - 4 stig 4-5 Margrét Lóa Björnsdóttir, Sóta, á Breka - 4 stig 6. Ásdís Agla Brynjólfsdóttir, Sóta, á Ægi - 1 stig Eingangur 18 ára og eldri 1. Einar Þór Jóhannsson, Sóta, á Össu - 10 Stig 2. Olga María Högnadóttir, Sóta, á Sigurfara - 8 stig 3. Matthildur R. Kristjánsdóttir, Spretti, á Sprella - 6 stig 4. Jörundur Jökulsson, Sóta, á Loga - 4 stig 5. Bryndís Einarsdóttir, Sóta, á Kolnussu - 2 stig 6. Nanna Björk Bárðardóttir, Sóta, á Glettu - 1 stig 7. Gunnar Karl Ársælsson, Sóta, á Lokki - 1 stig 8. Högni Gunnarsson, Sóta, á Djákna - 1 stig Smali, 17 ára og yngri 1. Heiðar Snær Rögnvaldsson, Sóta, á Hervöru - 10 stig 2. Ásdís Agla Brynjólfsdóttir, Sóta, á Ægi - 8 stig 3. Margrét Lóa Björnsdóttir, Sóta, á Breka - 6 stig 4. Þórir Sigtryggsson, Sóta, á Frosta - 4 stig 5. Sylvía Sól Magnúsdóttir, Brimfaxa, á Byr - 2 stig Smali, 18 ára og eldri 1. Einar Þór Jóhannsson, Sóta, á - 10 stig 2. Haraldur Aikman, Sóta, á Ljúf - 8 stig 3. Jörundur Jökulsson, Sóta, á Presti - 6 stig 4. Steinunn Guðbjörnsdóttir, Sóta, á Þresti - 4 stig 5. Nanna Björk Bárðardóttir, Sóta, á Glettu- 2 stig 6. Bryndís Einarsdóttir, Sóta, á Aþenu - 1 stig Dómurunum, Ragnheiði Samúelsdóttir og Krumma, Herdísi ljósmyndara, mótanefnd og öllum sem lögðu hönd á plóginn eru þökkuð vel unnin störf - Vel gert! Mótanefnd Fyrstu OPNU vetrarleikar Sóta verða haldnir laugardaginn 21 febrúar. Keppt verður í:
Kl. 13:00 á vellinum – Eingangur Keppendur sýna eina gangtegund (sú besta hjá hestinum). Safnast verður saman við skammhlið og síðan fer einn keppandi af stað í einu – dæmdar verða langhliðar. Fimm efstu einkunnir gilda til sigurs. Kl. 14:00 (eftir einganginn) í gerðinu – Smali Sett verður upp þrautabraut í gerðinu (með svipuðu sniði og 2013) og keppt verður uppá tíma /refsistig þ.e.a.s. sá sigrar sem er með besta tímann og fæst refsisig. Brautin verður sett upp á föstudagskvöldið svo hægt verður að æfa sig þá og á laugardagsmorgninum. Í báðum keppnum er keppt í tveim flokkum: 18 ára og eldri 17 ára og yngri Skráningagjald er 1000.- per hest. Skráning fer fram í félagsheimilinu frá kl. 11-12:00 – taka skal fram við skráningu hvað gangtegund viðkomandi knapi ætlar að sýna – rásröð verður skv því. Á eftir verður verðlaunaafhending og kaffi í félagshúsinu – biðlað er til húss nr 1 & 2 (Maggi, Þórey, Ingólfur, Toni og fjölsk) að sjá um kaffið. Mætum öll og höfum gaman! J Mótanefnd Hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu, Hörður, Fákur, Sprettur, Sörli og Sóti hafa ákveðið að taka höndum saman ásamt Íshestum, sem eru aðal styrktaraði keppninnar, og setja á laggirnar Meistarakeppni æskunnar. Meistarkeppni æskunnar og Íshesta er opin mótaröð með fjórum mótum, sem eru hvert og eitt eru sjálfstæð mót, en einnig safna knapar stigum og í lokin verða svo þrír stigahæstu einstaklingarnir í hverjum flokki verðlaunaðir (barnaflokkur, unglingaflokkur og ungmennaflokkur). Hægt er að taka þátt í einu, tveimur, þremur eða öllum mótunum en í lokin verður sigurhátíð þar sem þrír stigahæstu einstaklingarnir verða verðlaunaðir. Einnig verða á hverju móti veitt svokölluð jákvæðisverðlaun s.s. fyrir prúðmannlega reiðmennsku, fallega ásetu, mestu tilþrifin, snyrtilegasta parið osfrv.
Mótin verða seinnipartinn á sunnudögum (tímasetningar fara eftir skráningafjölda) og verða eftirfarandi mót í Meistarakeppni æskunnar og Íshesta:
Allir að fara að þjálfa fyrir Meistarakeppni æskunnar og Íshesta. Sótafélögum stendur til boða í ár, sem fyrri ár, að taka þátt í þeim námskeiðum sem í boði eru hjá Sörla.
Til að mynda er enn laust á áhugavert helgarnámskeið hjá Antoni Páli Níelssyni 13-15.feb. Þá er framhaldspollanámskeið í boði sem byrjar 1.mars. Börn og unglingar geta sótt um styrk hjá Sóta. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Sörla. Fyrsta "nætur-mót" Sóta var haldið í kvöld á upplýstum vellinum og var mál manna að vel hafi tekist til og gaman að halda mót að kvöldlagi. Dómarinn átti að vísu í miklum erfiðleikum að sjá á númer knapanna en það jók bara á spennuna. Skráning var góð og hestakostur ótrúlega góður miðað við að flestir eru nýbúnir að taka á hús. Úrslit fóru þannig:
17 ára og yngri 1. Kolbrá Jóhann Magnadóttir á Þyrnirós. 2. Ylfa Guðrún Svavarsdóttir á Söndru. 3. Margrét Lóa Björnsdóttir á Breka. 4. Birna Filippía Steinarsdóttir á Glettu. 5. Heiðar Snær Rögnvaldsson á Hervöru. 6. Ásdís Agla Brynjólfsdóttir á Ægi. 18 ára og eldri 1. Einar Þór Jóhannsson á Drottningu. 2. Elfur Erna Harðardóttir á Heru. 3. Svandís Dóra Einarsdóttir á Óperu. 4. Jóhann Þór Kolbeins á Hrönn. 5. Jörundur Jökulsson á Þjóðhildi |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
July 2024
|