Hestamannafélagið Sóti    
  • Frettir
  • Felagid
    • Fundargerdir
    • Vetrardagskrá
  • Stjorn og nefndir
    • stjorn og nefndir 2021
    • Eldri stjórn og nefndir
  • Reidholl
  • Reidleidir a Alftanesi
  • Frettir
  • Felagid
    • Fundargerdir
    • Vetrardagskrá
  • Stjorn og nefndir
    • stjorn og nefndir 2021
    • Eldri stjórn og nefndir
  • Reidholl
  • Reidleidir a Alftanesi



Uppskeruhátið æskulýðsnefndar 

11/28/2012

0 Comments

 
Picture
Uppskeruhátíð æskulýðsnefndar fór fram síðastliðinn sunnudag en þá voru pollar, börn, unglingar og ungmenni boðuð í félagshúsið kl. 16:30.  Byrjað var á að allir fengu medalíu með þökkum fyrir veturinn en ekki hefur verið hafður sá háttur á hjá Sóta að veita einstökum aðilum viðurkenningar. Hins vegar hefur íþróttamaður Sóta yfirleitt verið úr röðum æskunnar og er þá stigahæsti einstaklingurinn heiðraður.  Síðan var imprað á fyrirkomulagi næsta árs og leitað eftir hugmyndum hjá börnunum um hvað þau vildu gera.  Að lokum var farið í rútu í skemmtigarðinn þar sem strákar öttu kappi á móti stelpum í laser-tag og allir fengu pizzu á eftir.  Gaman hefði verið að sjá fleiri mæta en þeir sem mættu skemmtu sér vel og hlakka til komandi veturs!   .......í nýju gerði!   

Æskulýðsnefnd Sóta er nú komin á Facebook  .  Endilega gerist meðlimir! 

0 Comments

Frétt send á hestamiðlana

11/19/2012

0 Comments

 
Mikið hefur mætt á Sóta félögum í haust við að reisa nýtt reið og kennslugerði. Forsaga málsins er sú að gerðið sem var fyrir var orðið alveg fúið og við það að hrynja, og þurfti því að endurnýja það. Þar sem enginn reiðhöll er á svæðinu og ekki nógu miklir peningar til að reisa eina slíka, var ákveðið að smíða gerði sem myndi a.m.k. verjast vindinum sem er oft á mikilli ferð á Álftanesinu.

Ráðist var í að smíða heilklætt gerði (20×40) og var Jörundur Jökulsson ráðinn verkefnastjóri. Unnið hefur verið öll þriðjudags- og miðvikudagskvöld frá því í byrjun september en síðasta laugardag var loksins komið að því að klæða herlegheitin. Þrátt fyrir glampandi sól var nístandi norðangarri og kom því gerðið strax að góðum notum, því eftir því sem klætt var meira, varð meira skjól!

Gerðið er 2,10 á hæð og hefur því þurft að stífa það vel af. Að norðanverðu voru settir upp áhorfendastæði, geymsla og lítið gerði til stífingar. Austan megin var sett upp veglegt “íhald” og sunnanmegin fjórir 2ja tonna steypuklumpar.

Nú eru aðeins lokafrágangur eftir s.s.að smíða hliðin, lokatiltekt ofl. Unnið verður í þessari viku.

Öllum sem komið hafa að gerðinu, að einum eða öðrum hætti, eru þökkuð vel unnin störf en stefnan er að bjóða öllum í óvissuferð við fyrsta tækifæri! Það sem stendur uppúr er hvað þetta er búið að vera skemmtilegt og góður andi meðal Sóta félaga.
0 Comments

Koma svo krakkar! 

11/15/2012

0 Comments

 
Picture
Sjálfboðaliðastörf og sykurpúðar er góð blanda
Næsta laugardag, 17. nóv, ætla Sótafélagar að koma saman og klæða flotta gerðið okkar. Æskulýðsnefnd hvetur polla, börn, unglinga og ungmenni til að mæta kl., 11:00, safna í "brennu", taka til á svæðinu og hjálpa til. Við munum svo grilla pylsur og sykurpúða og hafa það skemmtilegt. Upplagt tækifæri til að láta gott af sér leiða og hitta hestafélagana!

Æskulýðsnefnd Sóta er nú komin á Facebook

0 Comments

Átt þú laust pláss? 

11/14/2012

0 Comments

 
Frést hefur af nokkrum sem eru að leita sér að hesthúsplássi á Álftanesi í vetur.  Algengast er að verið sé að leita að plássi fyrir 1-3 hesta.  Ef einhver vill leigja pláss í vetur, eða veit um einhvern, þá vinsamlega hafið samband við Steinunni í s: 898-8903 eða senda póst á soti@internet.is 
0 Comments

Klæðningadagurinn mikli

11/13/2012

0 Comments

 
Picture
Unnið hefur verið alla þriðjudaga og miðvikudaga, í öllum veðrum!
Nú er komið að því!  

Hér með eru ALLIR Sótafélagar, nær og fjær, og þeir sem vettlingi geta valdið, boðaðir í klæðningu á flottasta gerðinu á landinu,LAUGARDAGINN 17. nóvember. 

Mæting í félagshúsi Sóta kl. 10:00 (þeir sem vilja morgunverð mega mæta kl. 09:30). Ath að veðurspáin er góð fyrir daginn - þessu verður einungis frestað ef það verður aftakaveður. 

Þeir sem eiga borvél eru vinsamlega beðnir um að mæta með hana í byssuslíðrinu. 

UPP MEÐ GÓÐA SKAPIÐ, KRAFTINN, SAMHELDNINA OG SKEMMTILEGHEITIN.  
Nú tökum við höndum saman og klárum gerðið - whoop whoop! 

Hlakka geðveikt mikið til að sjá ykkur öll! 
Kveðja 

Frú stoltur Sóta formaður 

p.s. Vinnumönnum verður séð fyrir mat - ath það vantar líka hendur í matargerð :-)  

p.p.s.  Hver veit nema frú formaður bjóði uppá einn kaldann á kantinum ef vel gengur.......

0 Comments
    Picture

    Sóti

    Við Breiðumýri
    225 Álftanes
    Sími formanns/ Jörundur 
    s:898-2088
    hestamannafelagidsoti@gmail.com
    www.soti.is

    Senda inn efni
    Gerast félagi í sóta
    Facebooksíða Sóta
    Picture
    Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi elfure@simnet.is.
    Picture

    RSS Feed




    Eldri fréttir

    March 2023
    February 2023
    January 2023
    December 2022
    July 2022
    June 2022
    May 2022
    April 2022
    March 2022
    February 2022
    January 2022
    December 2021
    November 2021
    October 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    October 2014
    September 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    September 2013
    August 2013
    May 2013
    April 2013
    March 2013
    February 2013
    January 2013
    December 2012
    November 2012
    October 2012
    August 2012
    July 2012
    June 2012
    May 2012
    April 2012
    March 2012
    February 2012
    January 2012
    December 2011

Powered by Create your own unique website with customizable templates.