Hestamannafélagið Sóti    
  • Frettir
  • Felagid
    • Fundargerdir
    • Vetrardagskrá
  • Stjorn og nefndir
    • stjorn og nefndir 2021
    • Eldri stjórn og nefndir
  • Reidholl
  • Reidleidir a Alftanesi
  • Frettir
  • Felagid
    • Fundargerdir
    • Vetrardagskrá
  • Stjorn og nefndir
    • stjorn og nefndir 2021
    • Eldri stjórn og nefndir
  • Reidholl
  • Reidleidir a Alftanesi



FIRMAKEPPNI - ÚRSLIT

4/30/2012

0 Comments

 
Firmakeppni Sóta/minningarmót Ása og Önnu var haldið síðastliðinn laugardag, utandyra þar sem enginn er höllinn, í grenjandi rigningu. Þrátt fyrir blautan völl, rennblauta knapa og hrollkalda hesta þá fór keppnin vel fram. Að þessu sinni var unglingaflokkur fjölmennastur og gaman var að sjá hvað þau voru öll vel ríðandi. Etir mót og dýrindis kaffiveitingar fór fram folaldasýning í gerðinu þar sem Fjarkadóttir frá Breiðholti fór með sigur úr býtum. Því næst var boðið uppá kynbótamat og komu félagsmenn með unghryssur sínar til ,,dóms". Skemmtilegur dagur hjá Sóta þó óneitanlega hefði mátt rigna aðeins minna (eða reiðhöll hefði verið til staðar....)

Úrslit úr firmakeppninni urðu þannig - sjá hér
0 Comments

Firmakeppni - Folaldasýning - Kynbótamat

4/24/2012

0 Comments

 
Það verður stór dagur hjá Sóta, laugardaginn 28.april, en þá standa mótanefnd og kynbótadeildin fyrir uppákomu.  Firmakeppni (á vellinum) og síðan folaldasýning og kynbótamat (í gerðinu).  Sjá auglýsingu hér
0 Comments

Óvissuferð æskulýðsnefndar

4/22/2012

1 Comment

 
Óvissuferð æskulýðsnefndar verður farin þriðjudaginn 1.maí.  Lagt verður af stað frá félagshúsinu kl. 09:30 og komið til baka um kl. 16:00.  Mjög spennandi dagskrá sem ekkert barn má missa af!  Öll börn á aldrinum 4-18 ára eru velkomin með í ferðina en ath að aðaluppákoma ferðarinnar er fyrir þau sem eru orðin 10 ára gömul, gert verður annað í staðinn fyrir þau yngri. 
Vinsamlega skráið ykkur í ferðina í síðasta lagi fyrir 28. april, annað hvort hér á netinu eða hjá einhverjum í æskulýðsnefnd.  

    Ég kem með í óvissuferð

Submit
1 Comment

RATLEIKUR SEM EKKI MÁ MISSA AF!

4/17/2012

0 Comments

 
Picture
Þar sem sumarið er að koma á nesið fagra þá er komið að hinum stórkostlega ratleik okkar í Sóta.

Sumardaginn fyrsta þann 19. apríl kl. 11 er mæting í félagshús og mun ratleikurinn vera með svipuðu sniði og áður en þó með breyttum áherslum ;)

Það verður svo grillaðir  hamborgarar að leik loknum.
Hlökkum til að sjá ykkur öll og fleiri til
Sumarkveðja
Skemmtilegasta ferða- og skemmtinefnd ever


Þetta verður LEGENDARY


0 Comments

VETRARLEIKAR 3 - ÚRSLIT OG STIGAGJÖF

4/17/2012

0 Comments

 
Picture
Kristófer og Vigdís voru alsæl í pollaflokki
Síðasta vetrarmót 2012 var haldið á stórgóðum velli á miðvikudagskvöldið fyrir páska. Mótið hófst kl. 18:00 og tókst mjög vel og greinilega ekki mikið mál að halda mót að kvöldlagi. Þrátt fyrir rigningarsudda og kuldagjólu var ágætisþáttaka og stemning í mannskapnum. Á eftir fór verðlaunaafhending fram í félagshúsi og ferða og skemmtinefnd grillaði hamborgar í gríð og erg.  Takk mótanefnd fyrir skemmtilega mótröð! (fleiri myndir í myndaalbúmi/GR)

Úrslit vetrarleikar 3
Úrslit heildarstigagjöf

0 Comments

GRILL OG GLEÐI EFTIR VETRARMÓTARÖÐINA

4/3/2012

0 Comments

 
Eins og auglýst hefur verið, verður síðasta vetrarmót Sóta haldið annað kvöld. Ætlum við í skemmtinefndinni því að grilla eftir verðlaunaafhendingu og verða hamborgarar og pylsur seldar á vægu verði. Vonumst eftir góðri þátttöku og mælum eindregið með því að fólk komi með góðar veigar til að skola niður matnum.



0 Comments

OKKUR ER BOÐIÐ!

4/2/2012

0 Comments

 
Picture
Hið árlega páskatölt Dreyra verður haldið í Æðarodda laugardaginn 7. april n.k. Keppt verður í teymingaflokki, barnaflokki, unglingaflokki, ungmennaflokki, öðrum flokki og opnum flokki. Skráning í síma 8609794 (Svandís) fimmtudaginn 5. april frá kl. 19:00-22:00, eða á netfangið kristinf@internet.is, þar sem fram koma upplýsingar um nafn knapa  og nafn, aldur og lit á hrossi, aðildarfélag og á hvora höndina skal sýnt, fyrir miðnætti 5. mars. Skráningargjöld eru kr. 1.500.- fyrir fullorðna, kr. 1.000.- fyrir unglinga og ungmenni og kr. 0.- fyrir börn og teymingaflokk og greiðast þau á staðnum á mótsdag, mótið hefst kl. 12:00. Mótið er opið öllum. Gómsæt verðlaun í boði! 
Kaffisala á staðnum

This is your new blog post. Click here and start typing, or drag in elements from the top bar.
0 Comments

3. VETRARMÓT SÓTA

4/2/2012

0 Comments

 
Þá er komið að þriðja og síðasta mótinu í vetrarmótaröð Sóta 2012. Að þessu sinni verður mótið haldið miðvikudaginn 4. apríl og hefst kl. 18:00 (Sjá meðfylgjandi auglýsingu fyrir mót)
Verðlaunaafhending verður eftir mót í félagshúsinu þar sem líka verða veitt verðlaun fyrir heildarstig í öllum þremur vetrarmótunum.
Stefnt er á að grilla og eiga skemmtilega stund saman á eftir að hætti skemmtilegustu skemmtinefndarinnar ;)

Tekið verður við skráningum á þriðjudaginn 3. apríl með tölvupósti á elfure@simnet.is,  þar sem fram þarf að koma; nafn keppenda, hestur (aldur og uppruni) og keppnisflokkur.
Skráning verður einnig í félagshúsi fyrir keppni frá 17-17:30 (EN hvetjum alla til að skrá sig með tölvupósti til að flýta fyrir)

Sjáumst hress
Mótanefnd

Sjá auglýingu og fyrirkomulag hér

0 Comments

VIÐBURÐIR HELGARINNAR HJÁ SÓTA FÉLÖGUM

4/2/2012

0 Comments

 
Picture
Það var nóg að gera hjá Sóta á hestadögum um nýliðna helgi.  12 manns mættu í skrúðreiðina á Hestadögum í Reykjavík og skemmtu sér vel. Stjórnin vill nota tækifærið og þakka þeim kærlega sem mættu.  Alexandra Ýr tók þátt í framhaldsskólamótinu á laugardag og þær Ólafía og Lóa björguðu Sörla á Æskan og hesturinn en þær hlupu í skarðið í unglingaatriðinu frá Sörla og stóðu sig frábærlega. Sóti rokkar!

0 Comments
    Picture

    Sóti

    Við Breiðumýri
    225 Álftanes
    Sími formanns/ Jörundur 
    s:898-2088
    hestamannafelagidsoti@gmail.com
    www.soti.is

    Senda inn efni
    Gerast félagi í sóta
    Facebooksíða Sóta
    Picture
    Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi elfure@simnet.is.
    Picture

    RSS Feed




    Eldri fréttir

    March 2023
    February 2023
    January 2023
    December 2022
    July 2022
    June 2022
    May 2022
    April 2022
    March 2022
    February 2022
    January 2022
    December 2021
    November 2021
    October 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    October 2014
    September 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    September 2013
    August 2013
    May 2013
    April 2013
    March 2013
    February 2013
    January 2013
    December 2012
    November 2012
    October 2012
    August 2012
    July 2012
    June 2012
    May 2012
    April 2012
    March 2012
    February 2012
    January 2012
    December 2011

Powered by Create your own unique website with customizable templates.