Hestamannafélagið Sóti    
  • Frettir
  • Felagid
    • Fundargerdir
    • Vetrardagskrá
  • Stjorn og nefndir
    • stjorn og nefndir 2021
    • Eldri stjórn og nefndir
  • Reidholl
  • Reidleidir a Alftanesi
  • Frettir
  • Felagid
    • Fundargerdir
    • Vetrardagskrá
  • Stjorn og nefndir
    • stjorn og nefndir 2021
    • Eldri stjórn og nefndir
  • Reidholl
  • Reidleidir a Alftanesi



Firmakeppni Sóta 2015

4/27/2015

0 Comments

 
Kæru félagar

Firmakepnni Sóta / Minningarmót Ása og Önnu verður haldið laugardaginn 02. maí kl 13. Byrjað verður á hópreið, stundvíslega kl 13. Skráning í félagsheimilinu sama dag milli kl 11-12.

Keppt verður í eftirtöldum flokkum:

Pollar teymdir - 9 ára og yngri 
Pollar ríðandi - 9 ára og yngri 
Barnaflokkur - 10-13 ára 
Unglingaflokkur - 14-17 ára 
Ungmennaflokkur - 18-21 árs 
Kvennaflokkur 
Karlaflokkur 
Heldrimannaflokkur 50 ára og eldri.

Athugið að skrá má í fleiri en einn flokk ef það á við.

Engin skráningagjöld og veitingar á vægu verði. Keppendur fá afhend númer.

Riðið verður hefðbundið firmakeppnisprógram þ.e.a.s. hægt tölt og fegurðartölt - allir inná í einu og 5 bestu fara í úrslit. Tónlist, þulur og stemning!

Koma svo - allir með og höfum gaman - þetta er mót fyrir alla

Mótanefndin

0 Comments

April 16th, 2015

4/16/2015

0 Comments

 
Ferða- og skemmtinefnd auglýsir nýjung skv.dagskrá: Heimsókn í hestamannafélag. 
Við ætlum að heimsækja félaga okkar í hestamannafélaginu Brimfaxa i Grindavík en þau eru svona lítið og sætt félag eins og við.


Lagt af stað frá félagssvæði Sóta laugardaginn 18 apríl kl. 13:00 og við áætlum að vera komin til Grindavíkur kl. 14:00. Það er nóg einn hestur á mann og það væri gott að vita hverjir ætla að fara og hvort verði hægt að sameinast í kerrur.


Brimfaxarar ætla að taka vel á móti okkur svo vonandi koma sem flestir! 


 Hvetjum alla til að koma með og kynnast starfinu og hestamönnum í öðrum litlum félögum.


Kveðja 
Ferða-og skemmtinefnd 
0 Comments

Vetrarleikar Sóta

4/8/2015

0 Comments

 
Nú er komið að þriðju og síðustu opnu vetraleikum Sóta og keppnin er æsispennand! Keppnin hefst með þrígangi á vellinum kl. 14:00,laugardaginn 11. april, og fer þannig fram: Riðnir eru tveir hringir og skulu sýndar þrjár gangtegundir. Einn inni á vellinum í einu. Athugið að tölt telst sem ein gangtegund. Dómari dæmir hverja gangtegund fyrir sig og fimm efstu samanlögðu tölur gilda til sigurs. Dómari dæmir eftir gæði gangtegunda en ekki eftir íþrótta/gæðingastuðlum. 
Mótsstjóri er Haraldur Aikman (s: 8966577) og er hann alvaldur.

Um kl. 16:00 (eða stuttu eftir þríganginn) er keppt í hindrunarstökki í gerðinu. Brautin verður sett upp á morgun, miðvikudag og enn er hægt að bæta við á námskeiðið hjá Karen. Það verður hægt að æfa sig alveg fram að móti.

Skráning fer fram í Sport-Feng. Munið að senda kvittun á haraldur@aikman.is. Mótsgreinar eru þrígangur og hindrunarstökk.

Keppt er í báðum greinum: 
17 ára og yngri - 1.000.- pr skráning 
18 ára og eldri - 1.000.- pr skráning

Staðan í stigakeppninni verður birt á Facebook á morgun!

Vonumst til að sjá sem flesta, Sótafélaga og aðra. Skemmtum okkur saman og höfum gaman. Um kvöldið verður svo Góugleðin í allri sinni dýrð.

Kveðja 
Mótanefnd





Horse Jumping Show - POV Helmet Cam
Check out this horse jumping POV helmet cam video. This is the 2011 Nexen Derby and it's held at Spruce Meadows in Calgary Canada. It's an obstacle course an...
YOUTUBE.COM
0 Comments

Góugleði

4/8/2015

0 Comments

 
Það er flott skráning á Góugleði Sóta sem haldin verður næsta laugardag og það stefnir í mikið stuð.

Húsið (Hlið) opnar kl. 19:30 en borðhald hefst kl. 20:00. Áætlað er að dansað verði til kl. 01:00

Skemmtinefnd minnir formenn nefnda á að hver nefnd þarf að koma með skemmtiatriði - ekki klikka á því!

Það verður boðið uppá góðan mat, söng, gleði og gaman. Þema kvöldsins er "keppnis" svo það er upplagt að taka þátt í vetrarleikunum um daginn og mæta síðan beint í keppnisfötunum um kvöldið - bara spreyja ilmvatni/rakspíra yfir gallann.....

Sjáumst hress og kát í Sóta stuði! 
Ferða-og skemmtinefnd

p.s. Takið einnig frá 18. april en þá býður ferða og skemmtinefnd uppá heimsókn til Brimfaxa þar sem við ríðum út með Grindvíkingum og kynnumst þeim betur - nánar auglýst síðar.



0 Comments
    Picture

    Sóti

    Við Breiðumýri
    225 Álftanes
    Sími formanns/ Jörundur 
    s:898-2088
    hestamannafelagidsoti@gmail.com
    www.soti.is

    Senda inn efni
    Gerast félagi í sóta
    Facebooksíða Sóta
    Picture
    Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi elfure@simnet.is.
    Picture

    RSS Feed




    Eldri fréttir

    March 2023
    February 2023
    January 2023
    December 2022
    July 2022
    June 2022
    May 2022
    April 2022
    March 2022
    February 2022
    January 2022
    December 2021
    November 2021
    October 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    October 2014
    September 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    September 2013
    August 2013
    May 2013
    April 2013
    March 2013
    February 2013
    January 2013
    December 2012
    November 2012
    October 2012
    August 2012
    July 2012
    June 2012
    May 2012
    April 2012
    March 2012
    February 2012
    January 2012
    December 2011

Powered by Create your own unique website with customizable templates.