Hestamannafélagið Sóti    
  • Frettir
  • Felagid
    • Fundargerdir
    • Vetrardagskrá
  • Stjorn og nefndir
    • stjorn og nefndir 2021
    • Eldri stjórn og nefndir
  • Reidholl
  • Reidleidir a Alftanesi
  • Frettir
  • Felagid
    • Fundargerdir
    • Vetrardagskrá
  • Stjorn og nefndir
    • stjorn og nefndir 2021
    • Eldri stjórn og nefndir
  • Reidholl
  • Reidleidir a Alftanesi



Námskeið á vegum æskulýðsnefndar 

4/30/2013

0 Comments

 
Keppnisnámskeið 
Kennari:  Atli Guðmundsson 
Samtals: 6 tímar.  2 fyrir íþróttamót og 4 fyrir gæðingakeppni 
Fyrstu tímar eru: Laugardaginn  4. maí og sunnudaginn 5. maí kl. 10:30.  
Tímar fyrir gæðingakeppnina verða í samráði við Atla 
Einkatímar á vellinum (eða gerði) 15 mínútur fyrir hvern nemanda 
verð:  6.000.- per barn 

,,Að koma sér af stað" námskeið 
Kennari:  Jóna Guðný Magnúsdóttir 
Samtals:  6 tímar
Verð:  5.000.- per barn 
Kennsla fer fram í gerðinu og verður eftir þörfum hvers og eins. Teymt undir þeim sem vilja
Námskeiðið er sniðið fyrir þá sem hafa lent í óhappi en vilja koma sér af stað aftur. Farið verður í grunnkennslu. Námskeiðið endar með grillveislu og skemmtilegheitum. 


    Ég skrái mig á námskeið 

Submit
0 Comments

Firmakeppni frestað til föstudags

4/23/2013

0 Comments

 
Mótanefnd hefur ákveðið að fresta fyrirhugaðri firmakeppni, sem vera átti á dagskrá laugardaginn 27. april, til föstudagins 3. maí.  Keppnin verður að öllum líkindum haldin kl. 19:30 og síðan bjórkvöld í félagsheimilinu á eftir. Þetta gefur einnig félagsmönnum lengri tima til að safna firmastyrkjum!
0 Comments

Ratleikur á Sumardaginn fyrsta

4/23/2013

0 Comments

 
Picture
Kæru Sótafélagar.

Þar sem sumarið er að koma á nesið fagra þá er komið að hinum stórkostlega ratleik okkar í Sóta. Sumardaginn fyrsta þann 25. apríl kl. 12:00 er mæting í félagshús og mun ratleikurinn vera með svipuðu sniði og áður en þó með breyttum áherslum ;)

Æskilegt er að þátttakendur komi með myndavélar, allavega partur af þátttakendum. Gott væri að vita fjölda svo að skipulagning gangi betur. Skráning fer því fram í netfanginu haraldur@aikman.is
Það verða svo grillaðir  hamborgarar að leik loknum.

Hlökkum til að sjá ykkur öll og fleiri til
Sumarkveðja
Ennþá skemmtilegasta ferða- og skemmtinefnd ever

Þetta verður LEGENDARY

0 Comments

Stuð hjá Sóta krökkum 

4/23/2013

0 Comments

 
0 Comments

Óvissu/skemmtiferð æskulýðsnefndar 

4/12/2013

0 Comments

 
Picture
Þar sem óvissuferðir síðustu tveggja ára hafa tekist vel með mikilli þáttöku, þá ætlum við að færa okkur skrefi ofar og gista eina nótt að þessu sinni. 

Föstudagur 19.april: Lagt af stað frá félagshúsi Sóta kl. 18:00 í Bjössa rútu og ekið til hestabúgarðsins Kjóastaða, sem er miðja vegu milli Gullfoss og Geysis. Komið sér fyrir í kósý sumarhúsum og síðan sameiginlegur kvöldverður í uppgerðri hlöðu og kvöldvaka.  Á bænum eru kindur, hundur, köttur, hænur ofl. 


Laugardagur 20. april:  Morgunverður og fræðsla um hesta (í staðinn fyrir fræðslukvöld). laugardagurinn er óvissudagur en að venju munum við gera eitthvað spennandi og skemmtilegt sem fær börnin til að brosa, hlæja og þjappa sér saman. 

Þar sem við höfum verið dugleg að safna þá mun þetta kosta aðeins kr. 3.000.- per barn!

Innifalið: 
- Rúta í 2 daga 
- Svefnpokagisting á Kjóastöðum 
- Kvöldverður, morgunverður og hádegisverður 
- Fræðsla (hestatengt), heimsóknir (hestatengdar) og ævintýri 

Foreldrar eru að sjálfsögðu velkomnir en það kostar 8.000.- fyrir foreldri (fyrir utan ævintýrið á laugardeginum.....) 

Vinsamlega skráið ykkur sem allra fyrst (í síðasta lagi 15. april), hér: 

    Ég ætla með í ferðina 

Submit
0 Comments

Þriðju og síðustu vetrarleikar Sóta 

4/10/2013

0 Comments

 
 Þriðju og síðustu vetrarleikarnir fara fram á velli félagsins, laugardaginn 13. april kl.13:00 


Keppt verður í tölti þar sem riðið er hægt tölt og fegurðartölt. Nokkir inná í einu. 


Flokkar 
Börn 
Unglingar 
Fullorðnir (18 ára eldri) 

Öllum er velkomið að keppa, hvort sem þeir hafa verið í liði eða ekki og mótið er galopið í alla enda :-)  
Skráning hefst kl. 12:00 í félagshúsi - verð 1000 kr per keppanda 
Liðakeppnin verður æsispennandi en einungis munar  einu stigu á efsta og næst efsta liðinu.  Staðan í liðakeppninni er þannig: 

1. Sex               16. stig
2. Villikettirnir     15. stig 
3/4; Villimennirnir 12 stig 
3/4:  Jörundarfjós  12 sig 
5. Breiðir Frakkar   6 stig  

Æskulýðsnefnd mun sjá um veitingar. Betra að koma með íslenska seðla og myntir (ekki er tekið við kortum) 

Mætum öll og höfum gaman!  Góugleðin verður síðan haldin um kvöldið - Mikið fjör! 

Kveðja 
Mótanefnd
0 Comments

Góugleði

4/9/2013

0 Comments

 
Picture
 Kæru Sótafélagar

Nú er dagskrá Góugleðinnar farin að skýrast og að sjálfsögðu munum við fylla húsið eins og undanfarin ár... Þann 13. apríl mun gleðin fara fram nánar tiltekið kl. 20.30 í félagshúsi Sóta. Miðaverð verður 3000 kr.
Skráning fer fram hjá Halla á netfangið haraldur@aikman.is.  Skemmtidagskrá mun vera með svipuðu sniði og áður, öll hús koma með sitt atriði og mega hafa þau fleiri en eitt.

 

Nánari upplýsingar munu berast síðar.
Hin einstaklega skemmtilega ferða- og skemmtinefnd Sóta


0 Comments

Fjölmenni á opnu húsi 

4/9/2013

0 Comments

 
Picture
Fjölmenni mætti á opið hús hjá Sóta sem haldið var í tengslum við Hestadaga í Reykjavik. Það dugðu ekki færri en 5 hestar í teymingu og fóru margir krakkar aftur og aftur og skemmtu sér prýðilega. Kjötsúpan kláraðist á fyrstu 40 mínútunum og því nokkrir sem urðu að láta sér duga kaffisopa. Krakkarnir voru mjög spennt yfir hestafótboltanum og létu eins og á landsleik væru og hvöttu knapa og hesta til dáða. Enda nýja stúkan troðfull!  Því miður sprakk boltinn eftir 5 mínutna 0-0 leik en í staðinn sýndu leikmenn gangtegundir íslenska hestsins. Veður var gott framan af en eftir að tók að rigna fækkaði gestum.  Takk fyrir komuna Álftnesingar! (nokkrar myndir a Facebook síðu Sóta)

0 Comments

Opið hús hjá Sóta í dag! 

4/5/2013

0 Comments

 
Picture
Í tilefni af Hestadögum i Reykjavík er opið hús hja Sóta á morgun, föstudag fra 17-19. Teymt undir börnum fra 17-18, hestafótbolti í gerðinu kl 18. Kjötsúpa, kaffi og Svali i boði. Allir Álftnesingar og Garðbæingar velkomnir!

0 Comments

Hesta- og hreinsunardagar

4/2/2013

0 Comments

 
EIns og þið hafið vonandi tekið eftir á hestamiðlunum þá eru Hestadagar í Reykjavik að skella á í vikunni. Við þurfum á ykkar hjálp að halda við eftirfarandi: 

Miðvikudagur 3. april (á morgun!) 
Hreinsunardagur í hverfinu okkar frá kl. 18-19:00.  Jói ætlar að reyna að fá kerr/gám til að henda rusli í.  Ní tökum við höndum saman og gerum fínt í kringum okkur þ.e.a.s. í kringum húsin, á kerrustæðionu, planinu ofl. 

Fimmtudagur 4. apríl 
Allir velkomnir á setningarhátíð í Ráðhúsi Reykjavíkur á milli 16-17:00. Léttar veitingar í boði og gaman að hitta aðra hestamenn.  Upplagt að koma við á leiðinni úr vinnunni. 
Áframhaldandi hreinsunardagur frá kl. 19-20:00.  Hreinsað í kringum gerðin og við félagshúsið. 

Föstudagur 5. apríl
Opin hús fyrir gesti og gangandi frá kl. 17-19:00.  Þeir sem vilja hafa húsin sín opin fá blöðrur til að hengja út. Gott að hafa kaffi á könnunni. 

Teymt verður undir börnum frá kl. 17-18:00 í hverfinu og eru allir beðnir um að rétta hjálparhönd. Ekkert mál að teyma undir í ca 15 min hver en mikil mál fyrir einn að teyma allann tímann. Allir hvattir til að taka þátt og sérstaklega meðlimir æskulýðsnefndar :-) sem og unglingar og ungmenni,. 

Boðið verður uppá rjúkandi heita kjötsúpu fyrir gesti (í boði Kænunnar) + kaffi og svali fyrir börnin.  Þetta verður sett upp inn í hverfinu. 

Hestafótboltakeppni í gerðinu kl. 18:00. 

Laugardagur 6. april
Skrúðreið.  Riðinn hringur í miðbænum - rosa gaman!  Allir velkomnir með (fet reið) og félagar hvattir til að taka þátt. Lagt af stað frá Sóta kl. 12:00 og helst að mæta í Sóta merktum fatnaði ef þið eigið. Því fleiri, því betra.  Þetta er ótrúlega gaman og við verðum komin aftur á nesið um kl. 14:30 svo nægur timi til að riða út líka.

Vetrarleikar 6 apríl - töltmót 
Vegna hestadaga hefur vetrarleikum nr 3 verðið frestað til 13. april. Nánar auglýst síðar. 

0 Comments
    Picture

    Sóti

    Við Breiðumýri
    225 Álftanes
    Sími formanns/ Jörundur 
    s:898-2088
    hestamannafelagidsoti@gmail.com
    www.soti.is

    Senda inn efni
    Gerast félagi í sóta
    Facebooksíða Sóta
    Picture
    Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi elfure@simnet.is.
    Picture

    RSS Feed




    Eldri fréttir

    March 2023
    February 2023
    January 2023
    December 2022
    July 2022
    June 2022
    May 2022
    April 2022
    March 2022
    February 2022
    January 2022
    December 2021
    November 2021
    October 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    October 2014
    September 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    September 2013
    August 2013
    May 2013
    April 2013
    March 2013
    February 2013
    January 2013
    December 2012
    November 2012
    October 2012
    August 2012
    July 2012
    June 2012
    May 2012
    April 2012
    March 2012
    February 2012
    January 2012
    December 2011

Powered by Create your own unique website with customizable templates.