Hestamannafélagið Sóti    
  • Frettir
  • Felagid
    • Fundargerdir
    • Vetrardagskrá
  • Stjorn og nefndir
    • stjorn og nefndir 2021
    • Eldri stjórn og nefndir
  • Reidholl
  • Reidleidir a Alftanesi
  • Frettir
  • Felagid
    • Fundargerdir
    • Vetrardagskrá
  • Stjorn og nefndir
    • stjorn og nefndir 2021
    • Eldri stjórn og nefndir
  • Reidholl
  • Reidleidir a Alftanesi



Fyrstu vetrarleikar

1/31/2013

0 Comments

 
Picture
Nú styttist í fyrstu vetrarleikana. Fyrirkomulagið verður með heldur óvenjulegu sniði miðað við undanfarin ár og er tilgangurinn með því að fá sem flesta til að mæta og hafa gaman og leika sér svolítið saman.   

Fyrsta mót sem fer fram þann 9. febrúar næstkomandi verður í því sem viljum láta heita SMALA og fer fram í gerðinu nýja. Um er að ræða liðakeppni þar sem fjórir keppa saman í liði og safna stigum. Þetta er keppni sem hvorki verður aldurs eða kynjaskipt þannig að nú er tækifæri fyrir alla að hóa saman í lið og keppa á jafnréttis grundvelli


Read More
0 Comments

Sótafélagar sjást í myrkrinu 

1/31/2013

0 Comments

 
Picture
Nú nýverið fengu Sótafélagar að gjöf endurskinsvesti sem Tryggingamiðstöðin var svo elskuleg að láta okkur í té. Krummi í TM afhenti Steinunni formanni vestin við hátíðlega athöfn. 
Eins og við vitum öll að þá er afar mikilvægt að við sjáumst vel þegar við erum á útreiðum einkum og sér í lagi í svartasta skammdeginu. Dökkklæddur knapi á dökkum hesti sést afar illa á dimmum vetrarkvöldum og þó svo okkur finnist við vera úti í sveit hérna á Álftanesinu megum við ekki gleyma því að hérna getur verið töluverð umferð. Það er í okkar valdi að gera okkur sýnileg fyrir ökumönnum og eins er gott að vera vel sýnilegur öðrum knöpum þegar við erum að mætast á reiðstígunum okkar. 
Við þökkum Tryggingamiðstöðinni af alhug fyrir þessa góðu gjöf og hvetjum um leið alla til að nota vestin. Við sjáumst ekkert betur ef vestið er skilið eftir heima í hesthúsi. 

Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Krummi afhenti Steinunni formanni vestin í hesthúsi formannsins. 

Vestunum verður dreift í hesthúsin á næstu dögum. 

0 Comments

Dagatal - Vetrardagskrá 

1/30/2013

0 Comments

 
Sótadagatalið 2013 er komið út!  Dagatalið er til sölu hjá Þóreyju og kostar aðeins kr. 2000. Endilega hvetja ömmu og afa til að kaupa líka! (hægt að fletta hér)  Allur ágóði rennur til æskulýðsmála hjá Sóta.  Upplagt að hengja upp í hesthúsinu! 

Einnig er hægt að prenta út vetrardagskrána - sjá hér 
0 Comments

Bökunardagur æskulýðsnefndar 

1/29/2013

0 Comments

 
Picture
Það er hefðbundið að fresta fyrsta dagskrárlið í nýrri vetrardagskrá.......Skv. dagskrá á að vera bökunadagur á vegum æskulýðsnefndar í kvöld en ákveðið hefur verið að fresta því til næstkomandi laugardags.

Æskulýðsnefnd býður börnum á öllum aldri að koma og búa til a) hestanammi fyrir hestana sína og b) flatkökur handa fjölskyldunni laugardaginn 2. febrúar kl. 10:30 - 12:00. Það þarf bara að mæta með svuntu, plötu fyrir hestanammið (bakað heima) og góða skapið. Boðið verður uppá rjúkandi heitar flatkökur með smjöri og drykki að bakstri loknum. Hvetjum eldri krakkana til að koma og læra að gera þjóðlegar flatkökur og slá svo í gegn heima fyrir næstu jól! 

0 Comments

Reiðnámskeið æskulýðsnefndar 

1/27/2013

0 Comments

 
Fyrsti tíminn á reiðnámskeiði æsn með Jelenu Ohm er þriðjudaginn 29. janúar.  Allir nemendur mæti í gerðið kl. 17:30.  Þeir sem eru skráðir eru:

Margrét Lóa Björnsdóttir
Davíð Scheving Torsteinsson
Hekla Scheving Torsteinsson
Kristófer Róman Kolbeins
Dagrún Sunna Ágústsdóttir
Böðvar Breki Guðmundsson
Christian Már Einarsson
Birna Filippía Steinarsdóttir
0 Comments

Reiðvegafréttir 

1/27/2013

0 Comments

 
Picture
Eins og glöggir menn hafa tekið eftir þá eru nokkrar fréttir af reiðvegamálum.  Búið er að gera nýjan og betri reiðveg meðfram Tjarnarbrekku og færa hann frá akvegi.  Við fengum 500 þus styrk frá reiðveganefnd LH til að gera þennan veg.  Í dag á eftir að bera ofan í nyrsta hlutann en það verður búið í vikunni. 
Garðabær hefur lagfært akveginn meðfram Kasthúsatjörn sem er frábært fyrir okkur!  Einnig hafa verið settar nýjar perur í ljósastaura inn í hvefið okkar sem og holur lagfærðar. 
Búið er að setja sand í gerðið okkar og er það tilbúið til kennslu enda hefjast tvö reiðnámskeið í vikunni.

0 Comments

Vetrardagskrá 2013

1/27/2013

0 Comments

 
Vetrardagskrá 2013 er loksins tilbúin - sjá hér.  Á morgun verður tilbúið dagatal æskulýðsnefndar þar sem einnig má finna dagskrá félagsins. Dagatalið er með myndum af börnum í félaginu og mun kosta 2000.- krónur og rennur ágóðinn óskiptur til æskulýðsmála hjá Sóta. Nauðsynlegt dagatak í öll hesthús! 
0 Comments

Reiðnámskeið á vegum fræðslunefndar 

1/16/2013

0 Comments

 
Picture
Stefnt er að því að bjóða uppá almennt reiðnámskeið hjá Atla Guðmundssyni, sem byrjar í lok þessa mánaðar.  Námskeiðið verður með svipuðu fyrirkomulagi og inní Sörla, þ.e. tveir og tveir saman. Hver tími er 40 mín.
Reiðkennari áskilur sér rétt í að flytja til í hópunum eftir því hvaða hestar passa best saman.  Kennt verður 2-3 sinnum í mánuði, eftir vinnu á fimmtudögum, 6-8 skipti. Eftir á að ákveða verð á námskeiðinu, en gera má ráð fyrir svipuðu verði og inní Sörla, þ.e. kr. 3.800,-- á tímann. 

Vinsamlegast sendið skráningu á haraldur@aikman.is fyrir 20. janúar, þannig að hægt verði að raða niður í tíma.

F.h. fræðslunefndar.

Haraldur Aikman

896 6577  



0 Comments

Hvatapeningar frá Garðabæ

1/10/2013

0 Comments

 
Athugið að nú geta Sótakrakkar fengið hvatapeninga frá Garðabæ ef þau stunda reiðnámskeið á vegum félagsins (eða hjá öðrum félögum)  Best að hafa samband við skrifstouHvatapeningar ársins 2013 eru 27.500 krónur á barn. Öll börn á aldrinum 5-18 ára fá nú hvatapening, þ.e. börn fædd á árunum 1995-2008.
0 Comments

Reiðnámskeið æskulýðsnefndar 

1/9/2013

0 Comments

 
Picture
Reiðnámskeið á vegum æskulýðsnefndar í vetur verða sem hér segir:

Almennt reiðnámskeið - 8 tímar
Kennt verður einu sinni í viku, á þriðjudögum (eftir kl. 17:00)  og laugardögum (sitthvora vikuna)
Kennari:  Jelena Ohm
Skipt verður upp í getu og/eða aldursshópa.  Lögð verður áhersla á ásetu og stjórnun en námskeiðið er fyrir alla, frá byrjendum til lengra komna.
Kennsla fer fram í gerðinu (Sóta Skjóli).
Kennsla hefst laugardaginn 26. janúar
Verð: 5.000.-
Skráning hér eða senda póst á sóti@internet.is

Framhaldsnámskeið - 8 tímar
Apríl og maí
Kennari: Jelena Ohm 
Fyrir alla en hentar vel fyrir þá sem taka þátt í almennu reiðnámskeiði.
Kennsla fer fram í gerðinu
Nánar auglýst síðar

Pollanámskeið - 6 tímar
Apríl og maí
Kennsla fer fram í gerðinu
Þátttökugjaldi verður stillt í hóf
Nánar auglýst síðar

Keppnisnámskeið - 8 tímar
Apríl og maí
Kennari:  Atli Guðmundsson og/eða Sindri Sigurðsson
Þátttökugjaldi verður stillt í hóf
Kennsla fer fram í gerðinu
Nánar auglýst síðar




0 Comments
<<Previous
    Picture

    Sóti

    Við Breiðumýri
    225 Álftanes
    Sími formanns/ Jörundur 
    s:898-2088
    hestamannafelagidsoti@gmail.com
    www.soti.is

    Senda inn efni
    Gerast félagi í sóta
    Facebooksíða Sóta
    Picture
    Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi elfure@simnet.is.
    Picture

    RSS Feed




    Eldri fréttir

    March 2023
    February 2023
    January 2023
    December 2022
    July 2022
    June 2022
    May 2022
    April 2022
    March 2022
    February 2022
    January 2022
    December 2021
    November 2021
    October 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    October 2014
    September 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    September 2013
    August 2013
    May 2013
    April 2013
    March 2013
    February 2013
    January 2013
    December 2012
    November 2012
    October 2012
    August 2012
    July 2012
    June 2012
    May 2012
    April 2012
    March 2012
    February 2012
    January 2012
    December 2011

Powered by Create your own unique website with customizable templates.