Mótanefnd vill sérstaklega þakka firmanefndinni, sem stóð sig frábærlega og á stórt hrós skilið, en í henni eru þeir Sigurjón Einar Gunnarsson, Ari Sigurðsson, Högni Gunnarsson og Haraldur Aikman.
Keppnisvöllurinn fór vel með þátttakendur enda nýyfirfarinn og fínn. Ari Sigurðsson kann þetta og viljum við í mótanefnd þakka honum fyrir. Steinunn Guðbjörnsdóttir tók allar þessar fínu myndir sem komnar eru inn hjá okkur. Gulli og Oddur stóðu vöffluvaktina af mikilli snilld. Óli Pétur, dómari, var strax tilbúinn að mæta. Þakkir til ykkar allra. Vinum okkar úr Brimfaxa þökkum við fyrir komuna og þátttökuna. Hestamannafélagið Sóti er ekki fjölmennt félag en innan þess eru svo magnaðir einstaklingar sem geta allt þegar þeir taka höndum saman. Hestamannafélagið Sóti er ríkt af mannauði sem gerir það að því félagi sem það er 🥰 Hér má sjá röðun þátttakenda og styrktaraðilana sem voru dregnir fyrir hvern og einn: Ásdís Freyja og Dökkvi – Barki. Þau voru valin glæsilegast par mótsins af dómara. Gunnar Darri og Karen - Bíltrix 17 ára og yngri: Sindri Snær og Gjöf frá Hofsstöðum -Hydroscand 18 ára og eldri: 1. Elfur Erna og Magni frá Minna-Núpi – Automatic 2. Ella Mey og Kollbrún frá Sveinskoti – Reiðnes 3. Valdís Anna og Sólbjörg frá Fagralundi – Exploring Iceland 4. Högni Gunnarsson og Bjartur frá Breiðholti – Íshestar 5. Birna Filippía og Ljósvíkingur frá Hryggstekk – Andri Freyr Halldórsson Sylvia Sól og Hljómur frá Hofstöðum – Bílanaust Magnús Máni og Bolli frá Bollastöðum – SBJ réttingar Birna Filippía og Skjálfti frá Langholti - Loftorka Mótanefnd vill þakka þátttakendum og gestum fyrir góðan dag
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
July 2024
|