Hér má sjá dagskrá og ráslista gæðingamóts Sörla og Sóta en góð skráning var hjá Sóta félögum, sérstaklega í B-flokki og ljóst er að keppnin verður æsispennandi. Nokkra undrun sætir að enginn Sótafélagi er skráður í: Töltkeppni, Unghross og skeið. Ath að ráslistinn er tekin af vef Sörla en vefstjóri hefur rauðletrað Sóta hrossin. Minnum á uppskeruhátiðina á Sörlastöðum á laugardagskvöldið! Þeir sem geta unnið á mótinu eru beðnir um að hafa samband við Elfi í s: 866-5540 eða á [email protected] Ráslisti
0 Comments
Alexandra vann ungmennaflokkinn í fyrra Gæðingakeppni Sóta og úrtaka fyrir LM2012 verður haldin dagana 31. maí til 2. júní. Mótið verður haldið í samvinnu við Sörla og fer fram á Sörlavöllum. Skráning fer fram í síma 825-0572 (Snorri) og 866-5540 (Elfur). Opið er fyrir skráningu til kl.22:00 laugardaginn 26. maí. Greiða þarf við skráningu inná reikning 1101-26-111139 kt. 680296-3409 til að skráning verði gild og senda tilkynningu á [email protected] Gefa þarf upp kenntölu knapa og IS númer hests við skráningu. Flokkar Barnaflokkur Unglingaflokkur Ungmennaflokkur B-flokkur A-flokkur Skráningagjöld eru: 3500 fyrir A og B flokk 2500 börn-unglingar-ungmenni Log og reglugerður LH Margrét Lóa vann tölt og fjórgang í barnaflokki Íþróttamót Sóta var haldið í bongóblíðu á Álftanesi í gær. Sólin skein, knapar í sínu fínasta pússi, dómarar og þulur í essinu sínu. Í svona aðstæðum hefði þátttaka mátt vera meiri en mótið fór að mestu leyti vel fram og mátti sjá margar frábærar sýningar. Þrír knapar fengu plús hjá dómurum og voru það allt kvenkyns knapar. Eftir mót var öllum boðið í kökuhlaðborð að hætti Sóta félaga. Úrslit fóru þannig - sjá hér Íþróttamót Hestamannafélagsins Sóta verður haldið á velli félagsins fimmtudaginn 17. maí næstkomandi kl. 10:00
Keppt verður í: Barnaflokki Tölti og Fjórgangi Unglingaflokki Tölti og Fjórgangi Ungmennaflokki Tölti, fjórgangi og fimmgangi 1.flokki fullorðinna Tölti, T2, fjórgangi og fimmgangi Skráning fer fram þriðjudaginn 15.maí n.k. kl. 20.00 - 21.00 í félagshúsi Sóta eða í síma 825-0572 og 866-5540 á sama tíma og skal greiðsla fara fram við skráningu eða leggjast inná 1101-26-111139 kt. 680296-3409 (muna skýringu ) til að skráning sé gild. Gefa þarf upp kenntölu knapa og IS númer hests til að skráning sé gild. Skráningagjöld eru kr. 3.000,- í 1. flokki fullorðinna á hverja skráningu en kr. 1.500,- í barna-, unglinga- og ungmennaflokki. Mótanefnd Sóta Sjá nánar hér Fræðslunefnd Sóta auglýsir námskeið fyrir fullorðna: Keppnisnámskeið með Sindra Sigurðssyni - Mánudagar og Miðvikudagar frá kl. 20:00 - Hver tími 15 mín á vellinum / einkatími - 1.000.- kr per skipti (15 min) Almennt námskeið með Atla Sigurðssyni - Mánudagar frá kl. 17:00 - 45 minutur í senn - 2 saman í tíma - Kennt verður í gerðinu (og á vellinum?) - ca 4 skipti - Verð er ca 4000,- per skipti - fer eftir fjölda þátttakenda Athugið að bæði námskeiðin byrja á n.k. mánudag 13.maí Alltaf stuð í kvennareið...... KOMA SVO SÓTAKONUR! Hin árlega Kvennareið Sörla, Andvara, Gusts og Sóta verður miðvikudaginn 16. maí (uppstigningardagur daginn eftir).Sörlakonur erum gestgjafarnir í ár. Það þarf að skrá sig í matinn sem kostar kr. 2000,- Skráning er í síma 565 2919 eða 897 2919 eða með því að senda póst á [email protected]. Einnig er hægt að skrá hjá Andreu í skemmtinefnd. Skráning þarf að berast í síðasta lagi þriðjudaginn 15. maí kl. 13.00. Sörlakonur gera ráð fyrir að mætast á planinu á móts við Máríuhelli. Sjáumst hressar, Skemmtinefnd Sörla p.s. Heyrst hefur að skemmtinefnd Sóta sé einnig að skipuleggja kvennareið - nánar auglýst síðar Frá mótanefnd
Að gefnu tilefni vill mótanefnd vill vekja athygli á breyttri dagsetningu á Íþróttamótinu sem vera átti 12. maí samkv. vetrardagsskrá. Mótið verður í stað þeirrar dagsetningar haldið þann fimmtudaginn 17. maí (uppstigningardag) Mótið verður nánar auglýst síðar Kv Mótarnefnd Allur hópurinn við Kerið Það voru þreyttir en ánægðir Sóta krakkar sem komu úr óvissuferð æskulýðsnefndar þann 1. maí. Lagt var af stað frá félagsheimilinu kl. 09:30 og fyrsta stopp dagsins var við Kerið (við vorum greinilega tignari gestir en sumir.....) þar sem krakkarnir gerðu sér lítið fyrir og hlupu í kringum gíginn sem ekkert væri. En stelpurnar höfðu hins vegar sigur á strákunum í eggjaboðhlaupi á planinu. Eftir að búið var að kynda undir draugasögur í rútunni var stoppað í Skálholti og farið í kjallarann til að skoða bein í líkkistu og ganga um dimma ganga. Spennan var mikil og mátti greina nokkra hræðslu hjá sumum. Því næst var komið að hápunkti dagsins. Ferð í spíttbáti um Hvítá! Stelpurnar riðu á vaðið og mátti heyra öskur og ískur á leiðinni. Á meðan fóru strákarnir að skoða fossinn Faxa þar sem elsti unglingurinn lét sig vaða yfir ána. Þegar allir voru búnir að láta adrenalínið flæða um æðarnir eftir æsilega bátsferð var hungrið farið að segja til sín. Boðið var uppá pizzu og kók í Reykholti en um leið og búið var að kyngja síðustu sneiðinni, þeystu börnin út í fótbolta. Þar mörðu strákarnir sigur á stelpunum. Dagurinn endaði síðan á Fontana Spa á Laugarvatni þar sem boltaleikurinn hélt áfram í lauginni og þeir köldustu fóru og syntu í Laugarvatni. (myndir í myndaalbúmi og á Facebook/SG) Krakkar, endilega skráið ykkur á námskeið- það verða nokkur spennandi í boði! Sjá hér...
Hægt að skrá sig hér.... |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
July 2024
|