Sp: Fórstu í einhverjar hestaferðir í sumar?
Sv: Ég fór í Sóta ferðina á Þingvelli sem var mjög skemmtileg Sp: En hélstu einhverjum merum, ef já, undir hvaða hest(a)? Sv: Nei, en ég og mamma erum búnar að vera spá í því að setja Grafík undir einhvern flottan hest, en örugglega ekki núna fljótlega Sp: Áttu uppáhalds hestalit? Sv: Ég hef alltaf verið hrifin af sótrauðum eftir að ég fékk Dökkva, en svo hafa jarpir hestar alltaf verið fallegir, gæti líka bara verið að því Grafík og Flaumur eru jörp Sp: Er eitthvað sérstakt sem þú vilt koma á framfæri? Sv: Ég er mjög þakklát fyrir að hafa byrjað í hestunum hjá Sóta og kynnst svo æðislegu fólki. Svo er það besta að hafa mömmu með mér núna og fara í ferðir með henni Sp: Hvern viltu skora á að vera næsti spjallari? Sv: Ég ætla að skora á Júlíu
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
July 2024
|