Patrekur hefur stundað hestamennsku frá unga aldri og hefur verið duglegur á keppnisbrautinni.
Hans helstu afrek á árinu eru þessi: •Tók þátt í liðakeppni vetraleika •Var í 1. sæti í sínum flokki í firmakeppni Sóta •Var í 1. sæti í sínum flokki í íþróttakeppni Sóta •Var í 1. sæti í sínum flokki í gæðingakeppni Sóta og reið úrslit með eldri flokkum •Var í úrslitum í Líflandsmótinu í sínum flokki • Var í úrslitum í gæðingaveislu Sörla í sínum flokki Innilega til hamingju Patrekur!
0 Comments
Réttarstemning á Álftanesi.
Laugardaginn 21. Desember mun hestamannafélagið Sóti smala Bessastaðanesið. Stóðið verður rekið meðfram bökkunum og yfir í hesthúsahverfið við Breiðumýri. Þetta er frábært tækifæri til að upplifa réttarstemningu á aðventunni. Mæting út í félagshúsi kl 12 og smölun hefst kl 13. Réttarstemning, kaffi, kakó og kleinur. Allir velkomnir og hvetjum alla til að mæta.. : > Kær kveðja, Stjórnin. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi elfure@simnet.is.
September 2023
|