Hestamannafélagið Sóti    
  • Frettir
  • Felagid
    • Fundargerdir
    • Vetrardagskrá
  • Stjorn og nefndir
    • stjorn og nefndir 2021
    • Eldri stjórn og nefndir
  • Reidholl
  • Reidleidir a Alftanesi
  • Frettir
  • Felagid
    • Fundargerdir
    • Vetrardagskrá
  • Stjorn og nefndir
    • stjorn og nefndir 2021
    • Eldri stjórn og nefndir
  • Reidholl
  • Reidleidir a Alftanesi



Kennsla í hindrunarstökki

3/31/2015

1 Comment

 
Námskeið í hindrunarstökki

Vegna næstu keppni í hindrunarstökki mun mótanefnd bjóða áhugasömum uppá námskeið í þessari skemmtilegu grein.

Námskeiðið fer fram: 
Þriðjudagurinn 07.04. kl 20. – bóklegt.
Miðvikudagurinn 08.04. kl 18 – verklegt í gerðinu.
Föstudagurinn 10.04. kl 18 – verklegt í gerðinu.


Hver tími kostar kr. 1000.-

Kennari: Karen W. Barrysdóttir

Vinsamlega skráið ykkur sem fyrst t.d. hér í athugasemdum eða hjá Halla. Koma svo - þetta verður sko eitthvað! 
Kveðja 
Mótanefnd



1 Comment

Þriðju vetrarleikar Sóta og Góugleði

3/30/2015

0 Comments

 
TAKIÐ FRÁ 11. APRÍL!

Þriðju og síðustu vetrarleikar Sóta verða haldnir laugardaginn 11. april en ekki ,,laugardaginn" 1. april eins og misritaðist í vetrardagskránni. Þá verður keppt í þrígangi og hindrunarstökki. Nánar auglýst síðar sem og námskeið í hindunarstökki.

Þá verður einnig hin rómaða Góugleði á Einmánuði haldin um kvöldið. Gleðin verður haldin á eina veitingastað Álftnesinga þ.e.a.s. út á Hliði (rétt hjá Magga og Þóreyju......) Boðið verður uppá humarsúpu og lambalundir og síðan verður spilað undir söng og dansi fram eftir nóttu. Veitt verða ýmiss verðlaun frá vetrarleikamótaröðinni s.s. stigahæsti Sótafélaginn, tilþrifabikarinn, snyrtilegasti knapinn ofl. ofl. Skemmtiatriði verða þannig að HVER NEFND þarf að koma með EITT skemmtiatriði, svo nú þurfa nefndirnar að fara að hittast og æfa! Formenn nefnda munu einnig fá tölvupóst um þetta.
Dresscode er: Keppnisföt (helst úr hestamennsku......sund eða strandblak kemur líka til greina)
Gleðin mun kosta einungis 5.000.- kr á mann en Sóti splæsir rest.

Til að áætla fjölda þurfum við að heyra í ykkur hvort þið ætlið ekki að mæta á þessa frábæru skemmtun. Hægt er að láta vita í Facebook skilaboðum, láta einhvern úr skemmtinefnd vita eða senda póst ásteinagud@gmail.com í síðasta lagi 7. april en best að gera það sem fyrst.  Ath engin skráning - engin gleði

Vonumst til að sjá sem flesta og fleiri til!
Ferða-og skemmtinefnd
0 Comments

Vetrarleikar ll - úrslit

3/28/2015

0 Comments

 
Fín þátttaka var á öðrum opnum vetrarleikum Sóta sem haldnir voru á velli félagsins í dag, laugardag. Annars vegar var keppt í tvígangi og hins vegar brokki, sem mörgum reyndist erfitt. Þau leiðu mistök áttu sér stað í brokkkeppninni að sætaröðun reyndist röng. Viljum við í mótanefnd biðja þá keppendur sem færast niður um eitt sæti sem og þann sem var ekki kallaður upp, innilegrar afsökunar. Vonandi hafa allir haft gaman af keppninni og við hlökkum til að sjá alla og fleiri til á næstu keppni. En úrslit fóru þannig:

Tvígangur 17 ára og yngri: 
1. Ólafía María Aikman, Sóta, á Ljúf frá Brúarreykjum 10 stig 
2. Sylvía Sól Magnúsdóttir, Brimfaxa, a Fenju frá Holtsmúla 1 8 stig
3. Birna F. Steinarsdóttir, Sóta, á Kolskeggi frá Laugabóli 6 stig
4. Margrét Lóa Björnsdóttir, Sóta, á Íslandsblesa frá Dalvík 4 stig 
5. Margrét Lóa Björnsdóttir, Sóta, á Breka frá Brúarreykjum 
6. Heiðar Snær Rögnvaldsson, Sóta, á Króniku frá ? 2 stig 
7. Ásdís Agla Brynjólfsdóttir, Sóta, á Þulu frá Bæ 2 1 stig 
8. Þórir Sigtryggsson, Sóta, á Aþenu frá Hafnarfirði 1 stig

Tvígangur 18 ára og eldri 
1. Einar Þór Jóhannsson, Sóta, á Toppu frá ? 10 stig 
2. Bryndís Einarsdóttir, Sóta, á Hildu frá ? 8 stig 
3. Jóhann Þór Kolbeins, Sóta, á Eini frá Stóru-Hildisey 6 stig 
4. Jóhann Þór Kolbeins, Sóta, á Hrönn frá Síðu 
5. Gunnar Karl Ársælsson, Sóta, á Lokki frá Raufarfelli 2 4 stig 
6. Olga María Högnadóttir, Sóta, á Sigurfara frá Húsavík, 2 stig 
7. Gunnar Karl Ársælsson, Sóta, á Klassík frá Litlu-Tungu

Brokk 17 ára og yngri 
1. Birna F. Steinarsdóttir, Sóta, á Kolskeggi frá Laugabóli 10 stig 
2. Margrét Lóa Björnsdóttir, Sóta, á Breka frá Brúarreykjum 8 stig 
Ásdís Agla Brynjólfsdóttir 1 stig 
Sylvía Sól Magnúsdóttir 1 stig 
Heiðar Snær Rögnvaldsson 1 stig

Brokk 18 ára og eldri 
1. Einar Þór Jóhannsson, Sóta,á Hildu frá ? 10 stig 
2. Gunnar Karl Ársælsson, Sóta, á Lokki frá Raufarfelli 8 stig 
3. Haraldur Á Aikman, Sóta, á Ljúf frá Brúarreykjum 6 stig 
4. Jóhann Þór Kolbeins, Sóta, á Hrönn frá Síðu 4 stig 
5. Olga María Högnadóttir, Sóta, á Sigurfara frá Húsavík 2 stig 
6. Bryndís Einarsdóttir, Sóta, á Aþenu frá Hafnarfirði 1 stig

Stigasöfnun keppenda eftir fyrstu tvö mótin verður birt eins fljótt og hægt er.

0 Comments

Opnir Vetrarleikar Sóta - II

3/18/2015

0 Comments

 
Aðrir  OPNU vetrarleikar Sóta verða haldnir laugardaginn 21.  mars.  Keppt verður í :

 

Kl. 12:00 á vellinum – Tvígangur

Keppendur sýna tvær gangtegund (þær bestu hjá hestinum).  Safnast verður saman við skammhlið og síðan fer einn keppandi af stað í einu og ríður langhlið.  Snýr svo við og kemur til baka.  Hver keppandi fær fjórar langhliðar til að sýna og eru tvær bestu einkunnir sem gilda. – Dæmdar verða langhliðar.  Fimm efstu einkunnir gilda til sigurs.

 

 

Kl. 13:00 - Brokk (eftir Tvíganginn)

Keppt verður í brokki á tíma.  Riðið verður tvær langhliðar, fram og til baka og verður hesturinn að brokka alla leið.  Tímataka verður og eru það fimm efstu tímarnir sem gilda ti sigurs.

 

Í báðum keppnum er keppt í tveim flokkum:

19 ára og eldri

18 ára og yngri

Skráningagjald er 1000.- per hest. 

 

Skráning fer fram á www.sportfengur.com, undir skráningarkerfi.   Þar skal velja hestamannafélagið Sóti og svo velja viðburðinn . Þegar búið er að fylla inn upplýsingar og skrá í vörukörfu þarf að smella á vörukörfuna til að fara í greiðslukerfið. Þegar greiðslu er lokið ætti kvittun að berast með tölvupósti og staðfestir hún skráninguna. Ath einungis er hægt að greiða með millifærslu á reikning 1101-26-111139 kt: 680296-3409 og sendið kvittun á netfangið haraldur@aikman.is.  Skráning telst ekki gild fyrr en greiðsla berst. 

Opið er fyrir skráningu frá 19. mars til kl 22:00 þann 20. mars.

 

Á eftir verður verðlaunaafhending og kaffi í félagshúsinu.

 

Mætum öll og höfum gaman! J

Mótanefnd

 

0 Comments

March 16th, 2015

3/16/2015

0 Comments

 
Picture
0 Comments

March 11th, 2015

3/11/2015

0 Comments

 
Tvær sýningar verða á sunnudaginn á Æskan og hesturinn, kl: 13:00 og kl. 16:00. Báðar sýningarnar hefjast á pollum sem teymt er undir og svo pollum sem getar riðið sjálfir. Allir Sóta pollar, sem hafa hest og komast, er velkomið að taka þátt. Vinsamlegast tilkynnið hér hvort ykkar polli ætli að vera með og þá á hvorri sýningunni eða hvort pollinn verði á báðum sýningum. Pollar mega vera í grímubúningum og þurfa að vera tilbúnir kl. 12:50 (fyrir fyrri sýningu) og 15:50 (fyrir seinni sýningu).



Picture
0 Comments

Youth Camp 2015

3/10/2015

0 Comments

 
FEIF Youth Camp í Þýskalandi 2015

Æskulýðsnefnd LH auglýsir eftir umsóknum á FEIF Youth Camp sumarbúðirnar verða haldnar dagana 28. júní  – 5. júlí 2015 í Berlar í Þýskalandi. Þetta eru sumarbúðir fyrir hestakrakka á aldrinum 13 - 17 ára á árinu og markmið þeirra er að kynna krökkum frá aðildarlöndum FEIF fyrir (hesta)menningu annarra þjóða og að hitta ungt fólk með sama áhugamál.  Umsækjendur þurfa að hafi einhverja reynslu í hestamennsku, vera félagar í hestamannafélagi og skilji og geti talað ensku.

Búðirnar eru haldnar í Reitschule Berger í Bestwig-Berlar sem er 150 km fyrir austan Dusseldorf.  Meginþema búðanna í ár verður Sirkus æfingar án hesta. Eftir vikuna verður sett upp sýning sem þátttakendur taka þátt í. 

Það sem krakkarnir munu hafa fyrir stafni í Þýskalandi er sem dæmi:

Ø  Heimsókn í hið fræga hestasafn Warendorf í Munster.

Ø  Dagur með heimsmeisturunum Silke Feuchtofen og Jolly Schrenk

Ø  Heimsókn í skemmtigarðinn „Fort Fun“ (www.fortfun.de)

Ø  Heimsókn í járnnámu sem er í nágrenninu.

Ø  Einn til tveir dagar í æfingum á hestum. 

 

Umsóknarfrestur er til 1. apríl 2015 og skulu umsóknirnar berast á netfangið aeskulydsnefnd@lhhestar.is fyrir þann tíma. Í umsókn þarf að koma fram nafn, heimili, kt, sími, félag, reynsla af hestamennsku, ljósmynd og stutt frásögn af umsækjanda.

Þátttökugjald er 590 € og hefur hvert land rétt til að senda 2 þátttakendur, en einnig verður biðlisti ef sæti losna. Flugfargjald er ekki innifalið í þátttökugjaldinu.

Kveðja frá Æskulýðsnefnd LH

0 Comments
    Picture

    Sóti

    Við Breiðumýri
    225 Álftanes
    Sími formanns/ Jörundur 
    s:898-2088
    hestamannafelagidsoti@gmail.com
    www.soti.is

    Senda inn efni
    Gerast félagi í sóta
    Facebooksíða Sóta
    Picture
    Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi elfure@simnet.is.
    Picture

    RSS Feed




    Eldri fréttir

    March 2023
    February 2023
    January 2023
    December 2022
    July 2022
    June 2022
    May 2022
    April 2022
    March 2022
    February 2022
    January 2022
    December 2021
    November 2021
    October 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    October 2014
    September 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    September 2013
    August 2013
    May 2013
    April 2013
    March 2013
    February 2013
    January 2013
    December 2012
    November 2012
    October 2012
    August 2012
    July 2012
    June 2012
    May 2012
    April 2012
    March 2012
    February 2012
    January 2012
    December 2011

Powered by Create your own unique website with customizable templates.