Þar sem myndasíðan hér á síðunni er frekar leiðinleg þá hafa myndir verið birtar á Facebook síðum. Vefstjóri stefnir á að búa til myndabanka fyrir Sóta t.d. á Flickr. Myndir frá vetrarleikum 1 eru komnar á Facebook síðu Sóta. Myndir frá grímureið og kósýkvöldi eru komnar á Facebook síðu æsn. Ef þið, kæru félagar, eigið myndir frá uppákomum þá megið þið endilega deila þeim með okkur á facebook.
0 Comments
Jæja, þá líður að næsta viðburði hjá æskulýðsnefnd, kósýkvöld í félagsheimilinu. Yngri börn (9 ára og yngri) mæti kl. 19:30 - 21:00 og eldri (frá 10 ára) frá 21 - miðnættis. Við bjóðum uppá bíómyndir, gos, pizzu og snakk, kertaljós og kósýheit. Mæting í náttfötum (eða kósýfötum) með bangsa, kodda, púða, dýnu og/eða svefpoka. Ath að þetta er bæði fyrir stelpur og stráka á öllum aldri. ATH: Við þurfum að vita hverjir ætla að mæta svo endilega skráið ykkur (eða börnin ykkar) á Facebook síðu æskulýðsnefndar . Engin skráning - ekkert kósýkvöld! Vonumst til að sjá ykkur öll í kósýstemningu! Fjarki frá Breiðholti kom nokkuð við sögu Fyrsta ræktunarkvöld hjá ræktunardeild Sóta var aldeilis skemmtilegt en gaman hefði verið að sjá fleiri félaga mæta. Ræktunarfólk innan Sóta var með mjög metnaðarfullar og flottar kynningar á sinni ræktun og þrufum við greinilega engu að kvíða með keppnishesta hjá Sóta í framtíðinni! Krummi reið á vaðið og kynnti Tölthóla ræktunina þar sem flottir litir ráða ríkjum (auk hæfileika) enda notar hann vindóttar merar og litfagra stóðhesta. Því næst steig Steinunn á stokk og sagði frá sinni agnarlitu ræktun sem kennd er við Álftanes. Feðgarnir Jörundur og Arnar voru með flotta kynningu á Blönduhlíðar og Vatns ræktuninni þar sem greinilega er mikið spáð í tölur. Elfur og Jón voru einnig með metnaðarfulla kynningu á Minni-Núps ræktuninni sem er öll undan stórglæsilegri Hrafnsdóttur. Rúsínan í pylsuendanum var að sjálfsögu Breiðholts-ræktunin og var Gunnar Karl með heila biósýningu sem hófst með símaviðtali við Gunnar í Breiðholti (sem talaði frá Kanarí). Frábært kvöld sem verður vonandi endurtekið! Það eru enn nokkrir sem eiga eftir að kynna sína ræktun..... Herkúles frá Þóreyjarnúpi úr ræktun Einars Þórs Minnum á ræktunarkvöldið á föstudagskvöldið 15.02.2013 Húsið opnar klukkan 20.30 og kynningar hefjast klukkan 21.00. Þeir sem ætla að kinna sína ræktun geta verið í sambandi við Gunnar Karl eða Krumma ef eitthvað er óljóst. Muna að taka með sér söngolíur og sólarvörn því þarna ætla stórræktendur að láta ljós sitt skína. Óljóst er hvenær dagskrá líkur en þó er stefnt á að allir geti mætt til vinnu á mánudag. Meðferð flugelda og neyðarblysa verður stranglega bönnuð en þeir sem vilja taka með sér stjörnuljós gera það á eigin ábyrgð. Fyrir hönd ræktunardeildar. Krummi frá Tölthólum Vegna mikillar eftirspurnar var ákveðið að bæta við námskeiði í knapamerki 1.
Kennt er á mánudögum og miðvikudögum kl. 16.00-17.00 ef næg þátttaka fæst. Námskeið þetta er opið fyrir 12 ára og eldri. Kennsla hefst mánudaginn 4. mars n.k. í reiðhöll Sörla í Hafnarfirði. Þeir sem hafa áhuga vinsamlega sendið póst á [email protected] Kennari :Thelma Ben. Skráning á https://ibh.felog.is knapamerki 1 leiðbeinandi Thelma Ben Sigrún Sig Haraldur Aikman sigurvegari fullorðinna Fyrstu vetrarleikar Sóta, sem fóru fram síðastliðinn laugardag, voru með alveg nýju sniði. Í stað tölts og þrígangs var keppt í þrautabraut í nýja gerðinu og voru fimm lið skráð til leiks. Mikill spenningur var í loftinu og biðu allir keppendur í miðju gerðinu meðan einn fór brautina í einu á tíma. Allir skemmtu sér konunglega og var keppnin bæði spennandi og skemmtilegt. Næstu vetrarleikar verða með svipuðu sniði en verða haldnir á vellinum ef aðstæður leyfa. (myndir frá GR verða settar á Facebook um leið og þær berast) Úrslit urðu þannig: Barnaflokkur: Patrekur Örn Arnarsson á Perlu 4 stig Unglingaflokkur Marín Rún Einarsdóttir á Júní 4 stig Ólafía María Aikman á Ljúf 3 stig Margrét Lóa Björnsdóttir á Klassík 2 stig Fullorðnir Haraldur Aikman á Bleik 4 stig Ari Sigurðsson á Skörungi 3 stig Einar Þór Jóhannsson á TúkallI 2 stig Allir keppendur sem tóku þátt fengu 1 stig. Tilþrifabikarinn fékk Haraldur Aikman Staðan í liðakeppninni er þannig: Sex 8 stig Villikettirnir 7 stig Villimennirnar 6 stig Jörarnir 6 stig Breiðir Frakkar 3 stig Æskulýðsnefnd ætlar að endurtaka leikinn frá í fyrra og bjóða uppá grímureið á öskudaginn 13.febrúar ef veður leyfir. Riðinn verður litli hringurinn innann Álftaness (fetreið) og verður lagt af stað kl. 17:30. Hvetjum hesthúsaeigendur til að byrgja sig upp af nammi! Pizza og kók í félagsheimilinu á eftir og hver veit nema kötturinn verði sleginn úr tunnunni. ATH: Ef áhugi er fyrir hendi verður boðið uppá grímutölt (fyrir alla) í gerðinu (eða á vellinum ef veður leyfir) eftir reiðina þar sem keppt yrði í pollaflokki, 16 ára og yngri og 17 ára og eldri. Alvöru dómari en verðlaun að hætti æskulýðsnefndar. Eina skilyrðið til að geta tekið þátt er að vera í grímubúningi. Fyrirkomulagið svipað og hjá Sörla. Skoðanakönnun hér undir read more Kæru félagar
Minnum á skráningu fyrir fyrstu vetrarleikana sem haldnir verða á næstkomandi laugardag. Þegar hafa fimm lið skrá sig og mikil stemning! Ennþá er tekið við skráningum á [email protected] Athugið að reglum hefur verið breytt þannig: - 3 í hverju liði og einn til vara (auðveldara að finna lið) - Veitt verða verðlaun í eftirtöldum flokkum (best að hafa lið úr öllum flokkum) 10-13 ára 14-17 ára 18 ára og eldri Athugið að þrautirnar/smalinn verða við ALLRA (hesta og manna) hæfi, auðveldar og skemmtilegar. Upplagt að skrá fjölskylduna, hesthúsið, vinahópinn osfr saman í lið. Mætum öll og höfum gaman! kveðja Mótanefnd p.s. Minnum í leiðinni á ræktunarkvöldið 15 feb. og hvetjum ræktendur til að skila inn upplýsingum um sína ræktun á [email protected] |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
November 2024
|