Alltaf gott að minna á umferðarreglur hestmanna 1. Hestamenn víkja til hægri á reiðleiðum. 2. Hestar sem eru teymdir skulu ávallt vera hægramegin og ekki fleiri en tveir ( þrír til reiðar ). 3. Reiðhjálmar eru sjálfsögð öryggistæki. 4. Endurskinsmerki í skammdegi veita hestum og mönnum aukið öryggi. 5. Lausir hundar eru ekki leyfilegir á reiðleiðum og í hesthúsahverfum. 6. Áfengi og útreiðar fara ekki saman. 7. Sýnum tillitsemi, ríðum ekki hratt á móti eða aftanundir aðra reiðmenn. 8. Fari margir hestamenn saman í hóp skal ríða í einfaldri röð ef umferð er á móti. 9. Ríðum á reiðvegum og slóðum þar sem því verður viðkomið. 10. Teymum hesta, rekstrar eru bannaðir í þéttbýli. Landssamband hestamannafélaga Ferða- og samgöngunefnd.
0 Comments
Stjórn Sóta minnir á aðalfundinn þriðjudaginn 26 nóv. í félaghúsi. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 20:00
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf þar sem m.a. verður kosinn nýr formaður og tilnefningar í stjórn og nefndir - ekki missa af því! Einnig verður krýndur íþróttamaður Sóta 2013, auk þess sem ræktunardeildin mun útnefna ræktunarmann Sóta 2013 og veitt verða verðlaun fyrir hæst dæmda hrossið í eigu Sóta félaga. Kaffiveitingar verða í boði fráfarandi formanns - heimalagað gúmmúlaði :-) Ekki missa af spennandi aðalfundi - hlökkum til að sjá ykkur! Kveðja Stjórnin Það var heldur fámennt á uppskeruhátið æsn Sóta í góða veðrinu í gær en gaman hefði verið að sjá fleiri krakka mæta. Þar sem við erum hestamannafélag þá ákvað nefndin að þessu sinni að fara í stuttan reiðtúr. Farið var með Bjössa rútu frá félagsheimilinu og ekið að Íshestum þar sem krakkarnir fengu að leika túrista, fara á hestbak og æfa sig í ensku. Hestarnir voru við allra hæfi og var hópnum skipt upp þ.e.a.s. þeir sem vildu fara hratt og þeir sem vildu fara hægt. Allir fóru á bak og gekk öllum mjög vel . Eftir útreiðartúrinn var boðið uppá heitt kakó, pizzu og kók og allir fengu viðurkenningar frá Sóta og gjöf frá Íshestum. Á heimleiðinni var komið við í Kaldárseli en því miður var aparólan þar biluð . (myndir á facebook síðu æsn) Aðalfundur Sóta verður haldin þriðjudaginn 26. nóvember í félagshúsinu.
Á dagskrá eru venjulega aðalfundastörf þar sem m.a. nýr formaður verður kosinn. Nefndarstörf Að venju mun stjórnin vera með tillögur að nefndum á aðalfundi. Það væri mjög gott að heyra í ykkur, kæru félagar, hvort þið hefðuð áhuga á: a) Að halda áfram að starfa í þeirri nefnd sem þið eruð núna b) Að hætta í þeirri nefnd sem þið eruð núna c) Að skipta um nefnd b) Að byrja í nýrri nefnd (nýjir félagar eru hvattir til að gefa sig fram!) Ef ekkert heyrist frá ykkur, þá lítum við svo á að þú sért tilbúin að koma og starfa með okkur í vetur, enda megum við ekki gleyma því að það erum við félagarnir sem höldum félaginu gangandi - það gerir enginn annar fyrir okkur. |
SótiVið Breiðumýri Eldri fréttir
December 2024
|