Hestamannafélagið Sóti    
  • Frettir
  • Felagid
    • Fundargerdir
    • Vetrardagskrá
  • Stjorn og nefndir
    • stjorn og nefndir 2021
    • Eldri stjórn og nefndir
  • Reidholl
  • Reidleidir a Alftanesi
  • Frettir
  • Felagid
    • Fundargerdir
    • Vetrardagskrá
  • Stjorn og nefndir
    • stjorn og nefndir 2021
    • Eldri stjórn og nefndir
  • Reidholl
  • Reidleidir a Alftanesi



Dagskrá afmælisdagsins.. !

3/24/2014

0 Comments

 
Kæru Sótafélagar,

Eftirfarandi er dagskrá afmælishátíðar Sóta laugadaginn 29. mars.

Hátíðin hefst kl 13 við félagshús okkar með stuttum félagsreiðtúr, þar sem riðinn verður hringurinn, þ.e. Suðurnesvegur og Breiðumýri.  Lagt af stað kl 13:15.  Gaman væru er þeir sem hafa tök á að mæta í hátíðarbúnng Sóta, gerðu það.  (svartar buxur, svartur jakki, hvít skyrta, eldrautt bindi).

Að loknum félagsreiðtúr og ávarp formanns, býður Sóti uppá kaffi og veitingar í félagsheimilinu.

Í gerðinu verður svo sett upp þrautabraut fyrir börn á öllum aldri til að spreyta sig.


Þetta verður góð upphitun fyrir kvöldið.

Vonumst til að sjá sem flesta.


Stjórnin




0 Comments

25 ÁRA AFMÆLISHÁTÍÐ SÓTA.

3/24/2014

0 Comments

 
Kæru núverandi og fyrrverandi Sótafélagar,


Nú er komið að 25 ára afmælisgleði Hestamannafélagsins Sóta og munum við því blása til stórveislu á laugadaginn kemur, þann 29. mars.

Kvöldið hefst með fordrykk í félagshúsi okkar að Breiðumýri kl 19:30, áður en við haldið verður í veislusal Íshesta við Sörlaskeið þar sem gleðin fer fram.

Þar munu kokkar staðarins töfra fram dýrindis veitingar, en matseðillinn er eftirfarandi:

Humarsúpa
Lamba og kalkúnahlaðborð
Heit súkkulaðikaka

Hin landsþekkti Siggi Haukur mun stýra veislunni og mun Magnús Kjartansson sjá um að stýra fjöldasöng og halda uppi brjáluðu stuði fram á nótt.

Heimatilbúin skemmtiatriði að hætti Sótafélaga.

Verð fyrir herlegheitin er aðeins kr. 4.900,-- á mann og þema kvöldsins er ekki flóknara en snyrtilegur klæðnaður.

Hvetjum alla til að fjölmenna og taka gesti með sér, en skráning fer fram á netfangið haraldur@aikman.is.  Síðasti skráningardagur er miðvikudagurinn 26. mars.

Hin einstaklega skemmtilega ferða- og skemmtinefnd Sóta

0 Comments

Bingóbröns

3/18/2014

0 Comments

 
Bingóbröns

Minnum á Bingóbröns æskulýðsnefndar sem verður haldið í sal Álftanesskóla sunnudaginn 23.mars næstkomandi kl.11.00.
Flottir vinningar í boði og ljúfmeti á vægu verði.
0 Comments

Félagsgjöld 2014

3/18/2014

0 Comments

 
Félagsgjöld 2014

Nú er verið að senda út félagsgjöld fyrir árið 2014 og munu þau birtast í heimabanka viðkomandi.

Eitthvað er um ógreidd félagsgjöld frá fyrra ári og eru félagsmenn hvattir til að gera þau upp hið fyrsta eða senda tölvupóst á hestamannafelagidsoti@gmail.com ef viðkomandi er hættur í félaginu.

kveðja
Elísabet /gjaldkeri
0 Comments

Reiðnámskeið

3/18/2014

0 Comments

 
Reiðnámskeið

Karen Emilía Woodrow mun verða með reiðnámskeið fyrir börn og unglinga eftir páska. Nánari tímasetningar verða auglýstar síðar en áhugasamir sendi tölvupóst á hestamannafelagidsoti@gmail.com og skrái þau börn sem hafa áhuga á að nýta sér það.

Atli Guðmundsson mun sjá um keppnisnámskeið barna, unglinga og ungmenna fyrir Íþrótta- og gæðingakeppni. Áhugasamir skrái sig á netfangi Sóta hér fyrir ofan.

Þá stendur félagsmönnum Sóta einnig til boða að sækja þau námskeið sem í boði eru hjá Sörla og hvetjum við þá sem hug hefðu á því að athuga það sem fyrst þar sem fyrstir koma fyrstir fá.
Upplýsingar á sorli.is

0 Comments

Tiltektardagur

3/16/2014

0 Comments

 
Kæru nefndarmeðlimir Sóta.

Næstkomandi föstudag ætlum við að hittast í félagsheimilinu kl. 17:30 og skipta liði vegna tiltektar í félagsheimilinu og á vallarsvæðinu. Félagið býður upp á pizzu og tilvalið að taka góð og kæld drykkjarföng með. Vonum að sem flestir nefndarmeðlimir sjái sér fært að mæta - margar hendur vinna létt verk ! Allir Sótafélagar velkomnir. Hlökkum til að eiga góða kvöldstund með ykkur.

Kveðja - Stjórnin. 

0 Comments

Mikilvægar dagsetningar framundan

3/16/2014

0 Comments

 
Kæru Sóta félagar,

 Ákveðið hefur verið að hætta að senda sms vegna viðburða hjá félaginu. Við hvetjum ykkur því til að fylgjast með á facebook síðu félagsins sem og heimasíðunni.

Hér koma nokkrar dagsetningar sem er mikilvægt að hafa í huga, margt skemmtilegt framundan:

föstudagurinn 21. mars - tiltektardagur á félagssvæði og í félagsheimili.
sunnudagurinn 23. mars - bingó brunch æskulýðsnefndar
laugardagurinn 29. mars - 25 ára afmælishátíð Sóta
3. - 5. apríl Hestadagar

Enn fremur viljum við láta ykkur vita að unnið er að því að gera reiðstígana betri og biðjum við ykkur að sýna þolinmæði og umburðarlyndi á meðan á þessari vinnu stendur.

Bestu kveðjur,

stjórnin

0 Comments

25 ára afmæli Sóta

3/16/2014

0 Comments

 
Kæru Sótafélagar - nú styttist í 25 ára afmæli félagsins og af því tilefni viljum við biðja ykkur að finna myndir sem þið eigið í fórum ykkar úr félagsstarfinu í gegnum árin. Þið megið gjarnan senda þær á Steinunni Guðbjörnsdóttur (steinagud@gmail.com). Svo er um að gera að taka laugardaginn 29. mars frá því þann dag fögnum við afmælinu og endum svo með Góugleðinni um kvöldið.
Stjórnin
0 Comments

Vetrarleikar

3/5/2014

0 Comments

 
Kæru Sótafélagar,

Aðrir vetrarleikar Sóta verða haldnir næstkomandi laugardag, þann 8. mars, kl. 13.  Keppt verður í þrígangi, þ.e. með sama fyrirkomulagi og sérstök forkeppni. 

Þrír keppendur verða inná í einu og verður riðið eftir þul, hægt tölt, brokk og fegurðartölt.  Keppt verður í kvennaflokki, karlaflokki og 16 ára og yngri.

Skráning verður í félagshúsinu okkar á laugardaginn milli kl 11 og 12 og er skráningargjald kr. 1000,-- per hest.

Kveðja,

Mótanefndin

0 Comments

Öskudagsreið.

3/3/2014

0 Comments

 
Nú styttist í öskudaginn. Æskulýðsnefnd vill því minna öll börn og unglinga á öskudagsreiðina sem hefst kl. 18.00 næstkomandi miðvikudag. Endilega koma í búningum og hafa gaman saman. Minnum líka húseigendur á að hafa eitthvað gott handa syngjandi börnum.

Kær kveðja,

Æskulýðsnefndin
0 Comments
    Picture

    Sóti

    Við Breiðumýri
    225 Álftanes
    Sími formanns/ Jörundur 
    s:898-2088
    hestamannafelagidsoti@gmail.com
    www.soti.is

    Senda inn efni
    Gerast félagi í sóta
    Facebooksíða Sóta
    Picture
    Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi elfure@simnet.is.
    Picture

    RSS Feed




    Eldri fréttir

    March 2023
    February 2023
    January 2023
    December 2022
    July 2022
    June 2022
    May 2022
    April 2022
    March 2022
    February 2022
    January 2022
    December 2021
    November 2021
    October 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    October 2014
    September 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    September 2013
    August 2013
    May 2013
    April 2013
    March 2013
    February 2013
    January 2013
    December 2012
    November 2012
    October 2012
    August 2012
    July 2012
    June 2012
    May 2012
    April 2012
    March 2012
    February 2012
    January 2012
    December 2011

Powered by Create your own unique website with customizable templates.