Frú formaður boðar til félagsreiðar á morgun, föstudaginn langa. Lagt af stað frá félagshúsi kl. 14:00 og riðið út í Bessastaðanes. Veitingar út í skansi að hætti formanns. Allir hjartanlega velkomnir með - fín upphitun fyrir laugardaginn! Sjaumst hress - Steinka stress.
0 Comments
Kynbótadeildin og skemmtinefndin, í samvinnu við stjórn Sóta, blæs til spennandi kynbótaferðar, laugardaginn 30 mars. Lagt af stað frá félagshúsi kl. 13:00. Heimsótt verður hrossaræktarbúið á Króki og síðan snæddur snemmbúinn kvöldverður á bæ þar sem m.a. má sjá dansandi geit, taminn krumma og ýmiss önnur furðudýr. Svo verður örugglega eitthvað skemmtilegt að auki í pokahorninu. Dagurinn endar á Stóðhestaveislunni í Ölfushöll þar sem hægt verður að berja augum flottustu gæðinga landsins. Allir velkomnir með! Verð 4.500.- fyrir mat og rútu en svo er aukalega miði á Stóðhestaveisluna. Ath að drykkir eru ekki innifaldir svo betra að hafa eitthvað með sér í poka til að væta kverkarnar ;-) Allir þeir sem komu að vinnu við gerðið okkar munu fá boðsmiða sendan heim fyrir páska (ef þið fáið ekki ekki miða en unnuð í gerðinu, þá vinsamlega látið einhvern úr stjórninni vita) Vinsamlega látið Gunnar Karl s: 863-3060 vita sem allra fyrst ef þið komið með þar sem við þurfum að panta miða á stóðhestaveisluna. Vonumst til að sjá sem flesta! Mikið fjölmenni mætti á bingó bröns í sal Álftanesskóla í morgun. Spilað var bingó af kappi undir styrktri stjórn Andrésar bingóstjóra og borðin svignuðu undan kræsingum. Dágóð upphæð safnaðist sem rennur óskipt fyrir æskuna í Sóta. Æskulýðsnefnd þakkar eftirtöldum fyrirtækjum stuðninginn: Ali fyrir beikonið Brúnegg fyrir eggin Kökuhornið fyrir brauðið Fyrir bingóvinninga: Íshestar, Hestar og Menn, Bitabær, Verkþing, Góa, Björn Erlendsson ehf, Maggý, Skessu ræktun. Æskulýðsnefnd auk hjálparkokkana Andreu og Guðmundi er einnig þökkuð fyrir vel unnin störf - vel gert! Tómas fékk tilþrifaverðlaunin. Mynd: Gígja Einars Vetrarleikar Sóta nr 2. voru með svipuðu sniðu og vetrarleikar 1.(smalamót) nema að þessu sinni voru þeir haldnir á velli félagsins. Búið var að setja upp tvær eins brautir sitt hvoru megin á vellinum og kepptu því tveir og tveir í einu. Meðal þrauta var að færa til sverð, ríða með vatnsglas milli borða og svigreið með keilum. Fimm lið tóku þátt og höfðu gaman af. Úrslit urðu þannig: Barnaflokkur: 1. Patrekur Örn Arnarsson á Perlu 2. Hanna Sól EInarsdóttir á Stjörnu Unglingaflokkur: 1. Margrét Lóa Björnsdóttir á Klassík 2. Ólafía María Aikman á Bleik Fullorðnir: 1. Einar Þór Jóhannsson á Júní 2. Andrea Eðvaldsdóttir á Ægi 3. Haraldur Aikman á Ljúf Tilþrifaverðlaunin fékk Tómas Guðmundsson (sjá mynd) Staðan í liðakeppninni er þannig: 1. Sex 16. stig 2. Villikettirnir 15. stig 3/4; Villimennirnir 12 stig 3/4: Jörundarfjós 12 sig 5. Breiðir Frakkar 6 stig Næsta mót verður 6 april og verður keppt í tölti. Æskulýðsnefnd verður með hinn sívinsæla Bingó Bröns n.k. sunnudag 10 mars frá kl. 11-13:00 í sal Álftanesskóla. Flottasti og ódýrasti bröns í bænum að hætti Halla Aikman. Egg, beikon og alls kyns gúmmulaði. Bingó med glæsilegum vinningum undir stjórn Andrésar bingóstjora Álftaness. Allt til styrktar æskulýðsstarfi i Sóta. Það kostar eftirfarandi inn: Bröns fyrir fullorðna: 1.500.- (athugið að bröns á hóteli kostar ca 4.500.- ) Fyrir 7-17 ára: 500.- 6 ára og yngri: Frítt Bingóspjald kr 250.- Ath. Enginn posi á staðnum en hraðbanki er í sundlauginni Það er búið að stofna viðburð á Facebook - endilega deilið honum til ykkar vina - það væri gaman að sjá fleiri en Sóta félaga. Líka gott að skrá sig þar svo við vitum ca fjölda. Sjáumst svöng á sunnudaginn! Kveðja Æskulýðsnefnd |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
July 2024
|