Hestamannafélagið Sóti    
  • Frettir
  • Felagid
    • Fundargerdir
    • Vetrardagskrá
  • Stjorn og nefndir
    • stjorn og nefndir 2021
    • Eldri stjórn og nefndir
  • Reidholl
  • Reidleidir a Alftanesi
  • Frettir
  • Felagid
    • Fundargerdir
    • Vetrardagskrá
  • Stjorn og nefndir
    • stjorn og nefndir 2021
    • Eldri stjórn og nefndir
  • Reidholl
  • Reidleidir a Alftanesi



Formanns-félagsreið 

3/28/2013

0 Comments

 
Picture
Frú formaður boðar til félagsreiðar á morgun, föstudaginn langa.  Lagt af stað frá félagshúsi kl. 14:00 og riðið út í Bessastaðanes. Veitingar út í skansi að hætti formanns. Allir hjartanlega velkomnir með - fín upphitun fyrir laugardaginn!  Sjaumst hress - Steinka stress.

0 Comments

Ferð á vegum kynbótadeildar

3/28/2013

0 Comments

 
Picture
Kynbótadeildin og skemmtinefndin, í samvinnu við stjórn Sóta, blæs til spennandi kynbótaferðar, laugardaginn 30 mars. 
Lagt af stað frá félagshúsi kl. 13:00.  Heimsótt verður hrossaræktarbúið á Króki og síðan snæddur snemmbúinn kvöldverður á bæ þar sem m.a. má sjá dansandi geit, taminn krumma og ýmiss önnur furðudýr.  Svo verður örugglega eitthvað skemmtilegt að auki í pokahorninu.  Dagurinn endar á Stóðhestaveislunni í Ölfushöll þar sem hægt verður að berja augum flottustu gæðinga landsins. 
Allir velkomnir með!  Verð 4.500.- fyrir mat og rútu en svo er aukalega miði á Stóðhestaveisluna.  Ath að drykkir eru ekki innifaldir svo betra að hafa eitthvað með sér í poka til að væta kverkarnar ;-)  
Allir þeir sem komu að vinnu við gerðið okkar munu fá boðsmiða sendan heim fyrir páska (ef þið fáið ekki ekki miða en unnuð í gerðinu, þá vinsamlega látið einhvern úr stjórninni vita) 
Vinsamlega látið Gunnar Karl s: 863-3060 vita sem allra fyrst ef þið komið með þar sem við þurfum að panta miða á stóðhestaveisluna.  
Vonumst til að sjá sem flesta! 

0 Comments

Fjölmenni á Bingó bröns

3/10/2013

0 Comments

 
Picture
Mikið fjölmenni mætti á bingó bröns í sal Álftanesskóla í morgun. Spilað var bingó af kappi undir styrktri stjórn Andrésar bingóstjóra og borðin svignuðu undan kræsingum. Dágóð upphæð safnaðist sem rennur óskipt fyrir æskuna í Sóta.  Æskulýðsnefnd þakkar eftirtöldum fyrirtækjum stuðninginn:
Ali fyrir beikonið
Brúnegg fyrir eggin
Kökuhornið fyrir brauðið
Fyrir bingóvinninga:
Íshestar, Hestar og Menn, Bitabær, Verkþing, Góa, Björn Erlendsson ehf, Maggý, Skessu ræktun. 
Æskulýðsnefnd auk hjálparkokkana Andreu og Guðmundi er einnig þökkuð fyrir vel unnin störf - vel gert!

0 Comments

Vetrarleikar 2 - úrslit

3/10/2013

0 Comments

 
Picture
Tómas fékk tilþrifaverðlaunin. Mynd: Gígja Einars
Vetrarleikar Sóta nr 2. voru með svipuðu sniðu og vetrarleikar 1.(smalamót)  nema að þessu sinni voru þeir haldnir á velli félagsins. Búið var að setja upp tvær eins brautir sitt hvoru megin á vellinum og kepptu því tveir og tveir í einu.  Meðal þrauta var að færa til sverð, ríða með vatnsglas milli borða og svigreið með keilum.  Fimm lið tóku þátt og höfðu gaman af.

Úrslit urðu þannig:

Barnaflokkur:
1. Patrekur Örn Arnarsson á Perlu
2. Hanna Sól EInarsdóttir á Stjörnu

Unglingaflokkur:
1. Margrét Lóa Björnsdóttir á Klassík
2. Ólafía María Aikman á Bleik

Fullorðnir:
1. Einar Þór Jóhannsson á Júní
2. Andrea Eðvaldsdóttir á Ægi
3. Haraldur Aikman á Ljúf

Tilþrifaverðlaunin fékk Tómas Guðmundsson (sjá mynd)

Staðan í liðakeppninni er þannig:
1. Sex                 16. stig
2. Villikettirnir     15. stig
3/4; Villimennirnir 12 stig
3/4:  Jörundarfjós  12 sig
5. Breiðir Frakkar   6 stig 

Næsta mót verður 6 april og verður keppt í tölti.

0 Comments

Bingó Bröns 

3/7/2013

0 Comments

 
Picture
Æskulýðsnefnd verður með hinn sívinsæla Bingó Bröns n.k. sunnudag 10 mars frá kl. 11-13:00 í sal Álftanesskóla.

Flottasti og ódýrasti bröns í bænum að hætti Halla Aikman. Egg, beikon og alls kyns gúmmulaði. Bingó med glæsilegum vinningum undir stjórn Andrésar bingóstjora Álftaness. Allt til styrktar æskulýðsstarfi i Sóta. 




Það kostar eftirfarandi inn: 
Bröns fyrir fullorðna: 1.500.-  (athugið að bröns á hóteli kostar ca 4.500.- ) 
Fyrir 7-17 ára: 500.- 
6 ára og yngri: Frítt 

Bingóspjald kr 250.- 

Ath. Enginn posi á staðnum en hraðbanki er í sundlauginni 


Það er búið að stofna viðburð á Facebook - endilega deilið honum til ykkar vina - það væri gaman að sjá fleiri en Sóta félaga.  Líka gott að skrá sig þar svo við vitum ca fjölda. 

Sjáumst svöng á sunnudaginn! 
Kveðja 
Æskulýðsnefnd 

0 Comments
    Picture

    Sóti

    Við Breiðumýri
    225 Álftanes
    Sími formanns/ Jörundur 
    s:898-2088
    hestamannafelagidsoti@gmail.com
    www.soti.is

    Senda inn efni
    Gerast félagi í sóta
    Facebooksíða Sóta
    Picture
    Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi elfure@simnet.is.
    Picture

    RSS Feed




    Eldri fréttir

    March 2023
    February 2023
    January 2023
    December 2022
    July 2022
    June 2022
    May 2022
    April 2022
    March 2022
    February 2022
    January 2022
    December 2021
    November 2021
    October 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    October 2014
    September 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    September 2013
    August 2013
    May 2013
    April 2013
    March 2013
    February 2013
    January 2013
    December 2012
    November 2012
    October 2012
    August 2012
    July 2012
    June 2012
    May 2012
    April 2012
    March 2012
    February 2012
    January 2012
    December 2011

Powered by Create your own unique website with customizable templates.