![]() Kæru félagar Þá er komið að félagsreið í Bessastaðanes á morgun. Lagt af stað frá félagshúsi kl. 13:00, eftir léttar veitingar í kjölfar hreinsunnar á reiðvegi upp að Vesturtúni. Koma svo - allir með. Fátt skemmtilegra en að ríða út í nes á góðviðrisdegi. Sjáumst hress Kveðja Ferða-fræðslu og skemmtinefnd
0 Comments
Kæru Sótafélagar
Á morgun, laugardaginn 01. mars, ætlum við að fjölmenna og taka tvo tíma í að raka reiðveginn upp að Vesturtúni. Mæting kl 10 og veitingar á eftir. Vonumst til að sjá sem flesta með hrífurnar, því margar hendur vinna létt verk. Kveðja, Stjórnin ![]() Þann 4. mars, hefst almennt reiðnámskeið hjá Atla Guðmundssyni. Námskeiðið verður með svipuðu fyrirkomulagi og í fyrra, þ.e. tveir og tveir saman. Hver tími er 40 mín. Reiðkennari áskilur sér rétt í að flytja til í hópunum eftir því hvaða hestar passa best saman. Kennt verður 2-3 sinnum í mánuði, eftir vinnu á þriðjudögum, 8 skipti. Verð á námskeiðinu er það sama og í fyrra, þ.e. kr. 3.800,-- á tímann. Vinsamlegast sendið skráningu á [email protected] fyrir 21. febrúar, þannig að hægt verði að raða niður í tíma. Fræðslunefndin. Kæru Sótafélagar
Fyrstu vetrarleikar Sóta fara fram í gerðinu okkar, laugardaginn 08. febrúar kl.14:00 Nú verður keppt í hestafótbolta. 3 í hverju liði og frjálsar innáskiptingar, ef fleirri eru í liðinu. Nú er um að gera að velja nafn á hvert lið, en heimilt er að breyta liðskipan fyrir næstu keppni. Skráning kl 13 á laugardag – 1000 kr per keppanda. Aðstaðan verður tilbúin kl 18 á föstudag, þannig að hægt verður að æfa sig eftir þann tíma. Nú er um að gera að mæta sem flest og leika sér saman... Kaffi og og veitingar í félagshúsi.. Mætum öll og höfum gaman! Kveðja Mótanefnd Föstudagskvöldið 7.febrúar ætlar æskulýðsnefnd Sóta að vera með kósý/náttfatakvöld fyrir káta Sótakrakka.Fjörið hefst kl.18 og stendur til 20:30.
Pizza og skemmtilegheit í boði :) Vinsamlegast skráið þátttöku með því að svara póstinum eða láta vita á Facebook Hlökkum til að sjá sem flesta ! kveðja Æskulýðsnefnd |
SótiVið Breiðumýri Eldri fréttir
December 2024
|