Nú er verið að sýna myndina War Horse í bíó og okkur í stjórninni langar til að athuga hvort félagar í Hestamannafélaginu Sóta séu ekki til í að sameinast í bíóferð? Við stefnum á "nísku"-bíó n.k. þriðjudag 7.febrúar kl. 20:00 í Kringlubíó (eða 21:00 í Egilshöll)Miðaverð er 750,- per mann og við stefnum á að hittast ca 15 mín fyrir sýningu. Við tökum að okkur að panta miða fyrirfram. Endilega látið okkur vita eigi síðar en á sunnudaginn hvort þið komið ekki með! Gaman saman í bíó...... Mynd sem allir hestamenn verða að sjá! (ath bönnuð innan 12 ára) Upplýsingar um myndina: Frá meistara Steven Spilberg kemur óskarsverðlauna stórmyndin WAR HORSE sem fjallar um Ungan mann sem heitir Albert og hestinn hans Joey og hvernig þeirra tengsl eru brotinn þegar Joey er seldur til hersins og látinn þjóna riddarliði þeirra í fyrri heimstyrjöldinni. En Albert er of ungur til þess að gegna herskyldu en ferðast alla leið til Frakklands til þess að bjarga besta vini sínum. War Horse er kvikmynd sem lætur engan ósnortinn. Sýnishorn úr myndinn
0 Comments
Félagsreið 21.jan 2012 Fjölmenni var í fyrstu félagsreið vetrarins í gær,laugardag. Um 25 manns mættu við félagshúsið og þeystu af stað út bakkana og að Skansinum þar sem áð var. Ekki var stoppað á Breiðabólsstað en þar bættust fleiri í hópinn. Síðan var haldið áfram Bessastaðahringinn enda færi með eindæmum gott og sól skein á himni. Það voru mjög sveittir klárar sem voru settir í hús en knapar voru með bros aftur fyrir eyru. Frú formaður bauð síðan uppá heimalagað brauðmeti í félagshúsinu eftir reið. Hlökkum til næstu félagsreiðar! (ef einhverjir eiga myndir þá má endilega senda þær á [email protected], meðfylgjandi mynd er frá Lóu Það fréttist af fundi í nýju kynbótadeildinni um daginn að stefnt sé á opna folalda-og unghrossasýningu í lok apríl. Deildin er þegar byrjuð að safna vinningum svo nú er um að gera að þjálfa unghrossin og lauma tröllamjöli í folöldin.
Einnig er sameiginleg ferð með ferða-og skemmtinefnd á hrossaræktarbú á döfinni í janúar/febrúar- spennandi tímar framundan! Það var gaman að sjá hvað margir mættu á fræðsluerindi Ingimars í gær um hirðingu og fóðrun. Ingimar byrjaði á að tala um fóðrun útigangshrossa en mikilvægt er að skipta hrossunum upp í 3. hópa þ.e.a.s.folöld og mjólkandi hryssur, tryppi og fylfullar hryssur og svo hesta í engri brúkun. Síðan hélt hann erindi um hvernig þjálfun skuli háttað í byrjun vetrar en þá er mikilvægt að fara ekki of geyst af stað. Hann endaði síðan á því að tala um fóðrun reiðhesta á húsi og mikilvægi réttrar samsetningar fóðurs. Fræðslunefnd bauð uppá kaffi og meðlæti frá Guðna bakara. Kærar þakkir fræðslunefnd fyrir skemmtilegt kvöld! (myndir er af Ingimari og Arnari formanni fræðslunefndar) Ákveðið hefur verið að bjóða uppá hefðbundið pollanámskeið í reiðhöll Sörla (eða annarri reiðhöll í hverfinu) ef næg þátttaka fæst. Kennt verður á sunnudögum frá kl. 18-18:30 Kennari: Karen W. Barrysdóttir Tímabil: 29 jan - 26 feb = 5 tímar Lágmark: 4 krakkar Aldur: 3-8 ára (en þó afstæður :-) Verð: 3.500.- per barn Gert er ráð fyrir börnum sem þarf að teyma undir og ekki. Einnig er gert ráð fyrir að þátttakendur sameinist í kerru, sé það möguleiki. Það væri frábært ef þetta yrði að veruleika en þetta er í fyrsta skipti svo vitað sé að boðið sé uppá pollanámskeið svo snemma veturs :-) Upplögð æfing fyrir Æskan og hesturinn! Einnig verður boðið uppá pollanámskeið hjá okkur í Sóta þegar fer að vora (gæti þá orðið framhaldsnámskeið :-) Vinsamlega skráið pollana ykkar fyrir 20 janúar - annað hvort með því að svara þessum pósti, beint á netinu (ýta hér) eða hjá meðlimum æskulýðsnefndar Kær kveðja Æskulýðsnefnd Þriðjudaginn 17 janúar kl 20:00 ætlar Ingimar Sveinson að vera með fræðsluerindi í félagshúsinu að Breiðumýri um hirðingu,þjálfun og almennt um meðferð hrossa bæði á húsi og í útigangi. Við hvetjum alla félagsmenn, og aðra sem hafa áhuga að að hlýða á Ingimar, að láta sjá sig. Aðgangseyrir er aðeins 1000 kr, kaffi og með því á staðnum. Fræðslunefnd Æskulýðsnefnd býður börnum á öllum aldri að koma í félagsheimilið og búa til hestanammi (eins og við gerðum í fyrra) Mæting í félagsheimili Sóta kl. 17:30 á morgun, miðvikudag 11 janúar. Áætlað er að þessu verði lokið um kl. 19:00. Krakkarnir eiga að mæta með: - Bökunarplötu eða eitthvað til að fara með heim (þar sem nammið verður bakað heima) Ath að bökunarpappír verður á staðnum - Svuntu (ef þau eiga) - Box (fyrir nammið) sem hægt verður að skreyta. Gott að nota plastbox. Skreytingarefni verður á staðnum (hestalímmiðar ofl) Eins og í fyrra verða sýndar spennandi hestamyndir á skjávarpa. Boðið verður uppá létta hressingu Vonumst til að sjá alla krakka - hress og kát! Kveðja Æskulýðsnefnd p.s. Reiðnámskeiðið hefst á sunnudaginn n.k. - ennþá er hægt að skrá börn á námskeiðið :-) Formaður mannvirkjanefndar var á stóru gröfinni í gær og skellti sér í að setja sand í litla hringgerðið okkar en það var varla fært hestum né mönnum vegna hálku. Aðstoðarmenn dreifðu síðan úr sandindum svo nú er hægt að þjálfa gæðingana á þessu fína undirlagi. Hafið þökk fyrir félagar!
Endilega takið þátt í könnuninni kæru félagar. Ath að hægt er að nálgast plastaða vetrardagskrá hjá Steinunni.
Hestamannafélagið Sóti óskar öllum félagsmönnum og velunnurum gleðilegs árs og hlakkar til að spennandi og skemmtilegs veturs. Byrjunin lofar góðu en það var mikið riðið út um jól og áramót á Álftanesi, þrátt fyrir slæma færð og flugelda. Menn, konur og börn létu það ekki á sig fá og þeystu litla hringinn sem enginn væri morgundagurinn. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
July 2024
|