Sp: Stefnir þú á að fara á námskeið eða sýnikennslur?
Sv: Ég var að vona að geta gert eitthvað af því í vetur en mér sýnist það tækifæri vera úr sögunni í bili og ég stefni ótrauð á að fara á námskeið næsta vetur. Sp: Fórstu í einhverjar hestaferðir í sumar? Sv: Ég fór í hestaferðina með Sótafélögum á Þingvelli og var það stórskemmtilegt eins og áður. Ég gæti hugsað mér að vera bara í hestaferðum á sumrin. Þetta er það alskemmtilegasta sem ég hef gert. Sp: En hélstu einhverjum merum, ef já, undir hvaða hest(a)? Sv: Ég er svoddan ungbarn í hestamennsku að ég hef ekki komist svo lengra en að hugsa það, en við mæðgur höfum nú rætt að halda Grafík undir einhvern flottan hest. Sp: Áttu uppáhalds hestalit? Sv: Í rauninni ekki, mér finnst fallegast þegar hópur hesta er sem fjölbreyttastur á litinn. Ég hef t.d. alltaf jafngaman af því að horfa á Dökkva skipta litum yfir árið. Ég játa þó að jörpu hestarnir okkar Sóldísar heilla mig og á sama tíma eru skjóttir hestar líka alltaf mjög spennandi. Sp: Er eitthvað sérstakt sem þú vilt koma á framfæri? Sv: Ég er afskaplega þakklát fyrir að hafa kynnst þessu samfélagi hestamanna hér á Álftanesi og fengið að taka þátt í starfinu. Sótasamfélagið er alveg einstakt og þakkar vert hversu vel allir hafa tekið okkur nýgræðingunum vel. Sp: Hvern viltu skora á að vera næsti spjallari? Sv: Ég ætla að skora á hana Sóldísi og leyfa henni að svara fyrir sig, þótt við séum algjörar samlokur hérna í hesthúsinu..
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
November 2024
|