Fyrstu OPNU vetrarleikar Sóta verða haldnir laugardaginn 21 febrúar. Keppt verður í:
Kl. 13:00 á vellinum – Eingangur Keppendur sýna eina gangtegund (sú besta hjá hestinum). Safnast verður saman við skammhlið og síðan fer einn keppandi af stað í einu – dæmdar verða langhliðar. Fimm efstu einkunnir gilda til sigurs. Kl. 14:00 (eftir einganginn) í gerðinu – Smali Sett verður upp þrautabraut í gerðinu (með svipuðu sniði og 2013) og keppt verður uppá tíma /refsistig þ.e.a.s. sá sigrar sem er með besta tímann og fæst refsisig. Brautin verður sett upp á föstudagskvöldið svo hægt verður að æfa sig þá og á laugardagsmorgninum. Í báðum keppnum er keppt í tveim flokkum: 18 ára og eldri 17 ára og yngri Skráningagjald er 1000.- per hest. Skráning fer fram í félagsheimilinu frá kl. 11-12:00 – taka skal fram við skráningu hvað gangtegund viðkomandi knapi ætlar að sýna – rásröð verður skv því. Á eftir verður verðlaunaafhending og kaffi í félagshúsinu – biðlað er til húss nr 1 & 2 (Maggi, Þórey, Ingólfur, Toni og fjölsk) að sjá um kaffið. Mætum öll og höfum gaman! J Mótanefnd
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
July 2024
|