Hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu, Hörður, Fákur, Sprettur, Sörli og Sóti hafa ákveðið að taka höndum saman ásamt Íshestum, sem eru aðal styrktaraði keppninnar, og setja á laggirnar Meistarakeppni æskunnar. Meistarkeppni æskunnar og Íshesta er opin mótaröð með fjórum mótum, sem eru hvert og eitt eru sjálfstæð mót, en einnig safna knapar stigum og í lokin verða svo þrír stigahæstu einstaklingarnir í hverjum flokki verðlaunaðir (barnaflokkur, unglingaflokkur og ungmennaflokkur). Hægt er að taka þátt í einu, tveimur, þremur eða öllum mótunum en í lokin verður sigurhátíð þar sem þrír stigahæstu einstaklingarnir verða verðlaunaðir. Einnig verða á hverju móti veitt svokölluð jákvæðisverðlaun s.s. fyrir prúðmannlega reiðmennsku, fallega ásetu, mestu tilþrifin, snyrtilegasta parið osfrv.
Mótin verða seinnipartinn á sunnudögum (tímasetningar fara eftir skráningafjölda) og verða eftirfarandi mót í Meistarakeppni æskunnar og Íshesta:
Allir að fara að þjálfa fyrir Meistarakeppni æskunnar og Íshesta.
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
July 2024
|