Þrátt fyrir kuldabola þá var góð þátttaka á fyrstu opnu vetrarleikum Sóta í dag og keppendur skemmtu sér vel. Annars vegar var keppt í eingangi á vellinum, þar sem flestir keppendur völdu að sýna tölt og hins vegar var keppt í smala inn í gerðinu, sem kom sannarlega að góðum notum í norðanáttinni. Sérstaklega var gaman var að sjá keppendur koma frá öðrum félögum og einnig að sjá gamlar keppniskempur mæta. Vonandi sjáum vð enn fleiri á vetrarleikum nr 2 en þá verður keppt í tvígangi og hindrunarstökki. Úrslit fóru þannig:
Eingangur 17 ára og yngri 1. Kristín Hermannsdóttir, Spretti, á Þokkadís - 10 stig 2. Heiðar Snær Rögnvaldsson, Sóta, á Kórínu - 8 stig 3-4. Sylvía Sól Magnúsdóttir, Brimfaxa, á Fenju - 6 stig 3-4. Birna Filippía Steinarsdóttir, Sóta, á Kolskeggi - 6 stig 4-5 Þórir Sigtryggsson, Sóta, á Aþenu - 4 stig 4-5 Margrét Lóa Björnsdóttir, Sóta, á Breka - 4 stig 6. Ásdís Agla Brynjólfsdóttir, Sóta, á Ægi - 1 stig Eingangur 18 ára og eldri 1. Einar Þór Jóhannsson, Sóta, á Össu - 10 Stig 2. Olga María Högnadóttir, Sóta, á Sigurfara - 8 stig 3. Matthildur R. Kristjánsdóttir, Spretti, á Sprella - 6 stig 4. Jörundur Jökulsson, Sóta, á Loga - 4 stig 5. Bryndís Einarsdóttir, Sóta, á Kolnussu - 2 stig 6. Nanna Björk Bárðardóttir, Sóta, á Glettu - 1 stig 7. Gunnar Karl Ársælsson, Sóta, á Lokki - 1 stig 8. Högni Gunnarsson, Sóta, á Djákna - 1 stig Smali, 17 ára og yngri 1. Heiðar Snær Rögnvaldsson, Sóta, á Hervöru - 10 stig 2. Ásdís Agla Brynjólfsdóttir, Sóta, á Ægi - 8 stig 3. Margrét Lóa Björnsdóttir, Sóta, á Breka - 6 stig 4. Þórir Sigtryggsson, Sóta, á Frosta - 4 stig 5. Sylvía Sól Magnúsdóttir, Brimfaxa, á Byr - 2 stig Smali, 18 ára og eldri 1. Einar Þór Jóhannsson, Sóta, á - 10 stig 2. Haraldur Aikman, Sóta, á Ljúf - 8 stig 3. Jörundur Jökulsson, Sóta, á Presti - 6 stig 4. Steinunn Guðbjörnsdóttir, Sóta, á Þresti - 4 stig 5. Nanna Björk Bárðardóttir, Sóta, á Glettu- 2 stig 6. Bryndís Einarsdóttir, Sóta, á Aþenu - 1 stig Dómurunum, Ragnheiði Samúelsdóttir og Krumma, Herdísi ljósmyndara, mótanefnd og öllum sem lögðu hönd á plóginn eru þökkuð vel unnin störf - Vel gert! Mótanefnd
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
November 2024
|