Haraldur Aikman sigurvegari fullorðinna Fyrstu vetrarleikar Sóta, sem fóru fram síðastliðinn laugardag, voru með alveg nýju sniði. Í stað tölts og þrígangs var keppt í þrautabraut í nýja gerðinu og voru fimm lið skráð til leiks. Mikill spenningur var í loftinu og biðu allir keppendur í miðju gerðinu meðan einn fór brautina í einu á tíma. Allir skemmtu sér konunglega og var keppnin bæði spennandi og skemmtilegt. Næstu vetrarleikar verða með svipuðu sniði en verða haldnir á vellinum ef aðstæður leyfa. (myndir frá GR verða settar á Facebook um leið og þær berast) Úrslit urðu þannig: Barnaflokkur: Patrekur Örn Arnarsson á Perlu 4 stig Unglingaflokkur Marín Rún Einarsdóttir á Júní 4 stig Ólafía María Aikman á Ljúf 3 stig Margrét Lóa Björnsdóttir á Klassík 2 stig Fullorðnir Haraldur Aikman á Bleik 4 stig Ari Sigurðsson á Skörungi 3 stig Einar Þór Jóhannsson á TúkallI 2 stig Allir keppendur sem tóku þátt fengu 1 stig. Tilþrifabikarinn fékk Haraldur Aikman Staðan í liðakeppninni er þannig: Sex 8 stig Villikettirnir 7 stig Villimennirnar 6 stig Jörarnir 6 stig Breiðir Frakkar 3 stig
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
July 2024
|