Fjarki frá Breiðholti kom nokkuð við sögu Fyrsta ræktunarkvöld hjá ræktunardeild Sóta var aldeilis skemmtilegt en gaman hefði verið að sjá fleiri félaga mæta. Ræktunarfólk innan Sóta var með mjög metnaðarfullar og flottar kynningar á sinni ræktun og þrufum við greinilega engu að kvíða með keppnishesta hjá Sóta í framtíðinni! Krummi reið á vaðið og kynnti Tölthóla ræktunina þar sem flottir litir ráða ríkjum (auk hæfileika) enda notar hann vindóttar merar og litfagra stóðhesta. Því næst steig Steinunn á stokk og sagði frá sinni agnarlitu ræktun sem kennd er við Álftanes. Feðgarnir Jörundur og Arnar voru með flotta kynningu á Blönduhlíðar og Vatns ræktuninni þar sem greinilega er mikið spáð í tölur. Elfur og Jón voru einnig með metnaðarfulla kynningu á Minni-Núps ræktuninni sem er öll undan stórglæsilegri Hrafnsdóttur. Rúsínan í pylsuendanum var að sjálfsögu Breiðholts-ræktunin og var Gunnar Karl með heila biósýningu sem hófst með símaviðtali við Gunnar í Breiðholti (sem talaði frá Kanarí). Frábært kvöld sem verður vonandi endurtekið! Það eru enn nokkrir sem eiga eftir að kynna sína ræktun.....
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
July 2024
|