Nú nýverið fengu Sótafélagar að gjöf endurskinsvesti sem Tryggingamiðstöðin var svo elskuleg að láta okkur í té. Krummi í TM afhenti Steinunni formanni vestin við hátíðlega athöfn. Eins og við vitum öll að þá er afar mikilvægt að við sjáumst vel þegar við erum á útreiðum einkum og sér í lagi í svartasta skammdeginu. Dökkklæddur knapi á dökkum hesti sést afar illa á dimmum vetrarkvöldum og þó svo okkur finnist við vera úti í sveit hérna á Álftanesinu megum við ekki gleyma því að hérna getur verið töluverð umferð. Það er í okkar valdi að gera okkur sýnileg fyrir ökumönnum og eins er gott að vera vel sýnilegur öðrum knöpum þegar við erum að mætast á reiðstígunum okkar. Við þökkum Tryggingamiðstöðinni af alhug fyrir þessa góðu gjöf og hvetjum um leið alla til að nota vestin. Við sjáumst ekkert betur ef vestið er skilið eftir heima í hesthúsi. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Krummi afhenti Steinunni formanni vestin í hesthúsi formannsins. Vestunum verður dreift í hesthúsin á næstu dögum.
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
July 2024
|