![]() Það var heldur fámennt á uppskeruhátið æsn Sóta í góða veðrinu í gær en gaman hefði verið að sjá fleiri krakka mæta. Þar sem við erum hestamannafélag þá ákvað nefndin að þessu sinni að fara í stuttan reiðtúr. Farið var með Bjössa rútu frá félagsheimilinu og ekið að Íshestum þar sem krakkarnir fengu að leika túrista, fara á hestbak og æfa sig í ensku. Hestarnir voru við allra hæfi og var hópnum skipt upp þ.e.a.s. þeir sem vildu fara hratt og þeir sem vildu fara hægt. Allir fóru á bak og gekk öllum mjög vel . Eftir útreiðartúrinn var boðið uppá heitt kakó, pizzu og kók og allir fengu viðurkenningar frá Sóta og gjöf frá Íshestum. Á heimleiðinni var komið við í Kaldárseli en því miður var aparólan þar biluð . (myndir á facebook síðu æsn)
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi elfure@simnet.is.
May 2022
|