Aðalfundur Sóta verður haldin þriðjudaginn 26. nóvember í félagshúsinu.
Á dagskrá eru venjulega aðalfundastörf þar sem m.a. nýr formaður verður kosinn. Nefndarstörf Að venju mun stjórnin vera með tillögur að nefndum á aðalfundi. Það væri mjög gott að heyra í ykkur, kæru félagar, hvort þið hefðuð áhuga á: a) Að halda áfram að starfa í þeirri nefnd sem þið eruð núna b) Að hætta í þeirri nefnd sem þið eruð núna c) Að skipta um nefnd b) Að byrja í nýrri nefnd (nýjir félagar eru hvattir til að gefa sig fram!) Ef ekkert heyrist frá ykkur, þá lítum við svo á að þú sért tilbúin að koma og starfa með okkur í vetur, enda megum við ekki gleyma því að það erum við félagarnir sem höldum félaginu gangandi - það gerir enginn annar fyrir okkur.
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi elfure@simnet.is.
January 2023
|