Mikið hefur mætt á Sóta félögum í haust við að reisa nýtt reið og kennslugerði. Forsaga málsins er sú að gerðið sem var fyrir var orðið alveg fúið og við það að hrynja, og þurfti því að endurnýja það. Þar sem enginn reiðhöll er á svæðinu og ekki nógu miklir peningar til að reisa eina slíka, var ákveðið að smíða gerði sem myndi a.m.k. verjast vindinum sem er oft á mikilli ferð á Álftanesinu. Ráðist var í að smíða heilklætt gerði (20×40) og var Jörundur Jökulsson ráðinn verkefnastjóri. Unnið hefur verið öll þriðjudags- og miðvikudagskvöld frá því í byrjun september en síðasta laugardag var loksins komið að því að klæða herlegheitin. Þrátt fyrir glampandi sól var nístandi norðangarri og kom því gerðið strax að góðum notum, því eftir því sem klætt var meira, varð meira skjól! Gerðið er 2,10 á hæð og hefur því þurft að stífa það vel af. Að norðanverðu voru settir upp áhorfendastæði, geymsla og lítið gerði til stífingar. Austan megin var sett upp veglegt “íhald” og sunnanmegin fjórir 2ja tonna steypuklumpar. Nú eru aðeins lokafrágangur eftir s.s.að smíða hliðin, lokatiltekt ofl. Unnið verður í þessari viku. Öllum sem komið hafa að gerðinu, að einum eða öðrum hætti, eru þökkuð vel unnin störf en stefnan er að bjóða öllum í óvissuferð við fyrsta tækifæri! Það sem stendur uppúr er hvað þetta er búið að vera skemmtilegt og góður andi meðal Sóta félaga.
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
July 2024
|