![]() Uppskeruhátíð æskulýðsnefndar fór fram síðastliðinn sunnudag en þá voru pollar, börn, unglingar og ungmenni boðuð í félagshúsið kl. 16:30. Byrjað var á að allir fengu medalíu með þökkum fyrir veturinn en ekki hefur verið hafður sá háttur á hjá Sóta að veita einstökum aðilum viðurkenningar. Hins vegar hefur íþróttamaður Sóta yfirleitt verið úr röðum æskunnar og er þá stigahæsti einstaklingurinn heiðraður. Síðan var imprað á fyrirkomulagi næsta árs og leitað eftir hugmyndum hjá börnunum um hvað þau vildu gera. Að lokum var farið í rútu í skemmtigarðinn þar sem strákar öttu kappi á móti stelpum í laser-tag og allir fengu pizzu á eftir. Gaman hefði verið að sjá fleiri mæta en þeir sem mættu skemmtu sér vel og hlakka til komandi veturs! .......í nýju gerði! Æskulýðsnefnd Sóta er nú komin á Facebook . Endilega gerist meðlimir!
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi elfure@simnet.is.
September 2023
|