![]() Unnið hefur verið alla þriðjudaga og miðvikudaga, í öllum veðrum! Nú er komið að því! Hér með eru ALLIR Sótafélagar, nær og fjær, og þeir sem vettlingi geta valdið, boðaðir í klæðningu á flottasta gerðinu á landinu,LAUGARDAGINN 17. nóvember. Mæting í félagshúsi Sóta kl. 10:00 (þeir sem vilja morgunverð mega mæta kl. 09:30). Ath að veðurspáin er góð fyrir daginn - þessu verður einungis frestað ef það verður aftakaveður. Þeir sem eiga borvél eru vinsamlega beðnir um að mæta með hana í byssuslíðrinu. UPP MEÐ GÓÐA SKAPIÐ, KRAFTINN, SAMHELDNINA OG SKEMMTILEGHEITIN. Nú tökum við höndum saman og klárum gerðið - whoop whoop! Hlakka geðveikt mikið til að sjá ykkur öll! Kveðja Frú stoltur Sóta formaður p.s. Vinnumönnum verður séð fyrir mat - ath það vantar líka hendur í matargerð :-) p.p.s. Hver veit nema frú formaður bjóði uppá einn kaldann á kantinum ef vel gengur.......
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi elfure@simnet.is.
November 2023
|