Það var frábær þátttaka hjá Sóta á viðburðinn ,,Ríðum á Landsmót" en 25 manns lögðu í hann frá Bessastaðaafleggjara kl. 09;00 í morgun, þar á meðal Pálmi bæjarstjóri Álftaness sem gerði sér lítið fyrir og reið alla leið með okkur með tvo til reiðar (frá Jörundi). Riðið var meðfram Gálgahrauni, í lögreglufygld yfir Engidalinn og síðan aftur yfir Reykjanesbraut. Frá Ikea var síðan riðið í gegnum Urriðaholtið og áð við Maríuhella. Þar var stoppað lengi, tekið lagið og fengið sér kaffi og pönnukökur. Okkur tók heldur að lengja eftir Sörlamönnum og því var riðið af stað í Andvara án þeirra. Í Andvara biðu okkar dýrindis veitingar og þar slógust Andvara, Gusts og Sörla-félagar í hópinn. Þar var því dágóður hópur sem reið um Elliðavatn yfir í Almannadal á blússandi ferð. Í Almannadal hittum við síðan Harðar- og Fáksfélaga og þar með var hópurinn orðinn 180 manns! Þaðan var riðið í fylkingu inn á landsmótsssvæðið í miklum rykmekki og komu knapar í hlað með útlit þess sem hefur farið ríðandi um óbyggðir í marga daga. Ekta stemning! Að lokum bauð Fákur allri hersingunni uppá vel þegna kjötsúpu. Takk fyrir daginn allir knapar - frábær dagur! Myndir á facebook siðu Sóta (vefstjóri er að vinna í nýrri myndasíðu, myndir geymdar á Facebook þangað til)
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
November 2024
|