![]() Mikill hugur er í félögum á höfuðborgarsvæðinu fyrir viðburðinum Ríðum á Landsmót. Tímasetningum hefur aðeins verið breytt vegna knapafundar á sunnudagskvöldið. Lagt verður af stað frá Bessastöðum kl. 09:00 og við munum síðan hitta Sörlafélaga við Maríuhella, þaðan sem riðið verður áfram upp í Andvara. Andvari/Gustur mun bjóða ferðalöngum uppá hressingu í reiðhöllinni. Síðan verður haldið áfram um Elliðavatn í Almannadal þar sem við hittum Fáks- og Harðarfélaga. Saman munum við síðan ríða inná stóra völlinn í Viðidal og Fákur býður öllum reiðmönnum uppá kjötsúpu. Stefnt er á að vera í Víðidalnum um kl. 14:30. Athugið að það þarf tvo hesta til að ríða alla leiðina en leiðin frá Álftanesi inn í Hafnarfjörð mun koma á óvart! Steinunn er hópstjóri fyrir Sóta og hvetur félaga til að fjölmenna í reiðina - koma svo Sótafélagar! Þetta verður hrikalega skemmtilegt.
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi elfure@simnet.is.
May 2023
|