Allur hópurinn við Kerið Það voru þreyttir en ánægðir Sóta krakkar sem komu úr óvissuferð æskulýðsnefndar þann 1. maí. Lagt var af stað frá félagsheimilinu kl. 09:30 og fyrsta stopp dagsins var við Kerið (við vorum greinilega tignari gestir en sumir.....) þar sem krakkarnir gerðu sér lítið fyrir og hlupu í kringum gíginn sem ekkert væri. En stelpurnar höfðu hins vegar sigur á strákunum í eggjaboðhlaupi á planinu. Eftir að búið var að kynda undir draugasögur í rútunni var stoppað í Skálholti og farið í kjallarann til að skoða bein í líkkistu og ganga um dimma ganga. Spennan var mikil og mátti greina nokkra hræðslu hjá sumum. Því næst var komið að hápunkti dagsins. Ferð í spíttbáti um Hvítá! Stelpurnar riðu á vaðið og mátti heyra öskur og ískur á leiðinni. Á meðan fóru strákarnir að skoða fossinn Faxa þar sem elsti unglingurinn lét sig vaða yfir ána. Þegar allir voru búnir að láta adrenalínið flæða um æðarnir eftir æsilega bátsferð var hungrið farið að segja til sín. Boðið var uppá pizzu og kók í Reykholti en um leið og búið var að kyngja síðustu sneiðinni, þeystu börnin út í fótbolta. Þar mörðu strákarnir sigur á stelpunum. Dagurinn endaði síðan á Fontana Spa á Laugarvatni þar sem boltaleikurinn hélt áfram í lauginni og þeir köldustu fóru og syntu í Laugarvatni. (myndir í myndaalbúmi og á Facebook/SG)
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Frír aðgangur að World Feng fyrir skuldlausa félaga. Hafið samband við Elfi [email protected].
November 2024
|