Íþróttamót Hestamannafélagsins Sóta verður haldið á velli félagsins laugardaginn 03. maí og hefst mótið kl. 11:00.
Keppt verður í: Barnaflokki Tölti T3 og Fjórgangi V2 Unglingaflokki Tölti T3 og Fjórgangi V2 Ungmennaflokki Tölti T3, Fjórgangi V2 og Fimmgangi F2 1. flokkur fullorðinna Tölti T3, Tölti T2, Fjórgangi V2 og Fimmgangi F2 Skráning fer fram á www.sportfengur.com, undir skráningarkerfi. Þar skal velja hestamannafélagið Sóti og svo velja viðburðinn . Þegar búið er að fylla inn upplýsingar og skrá í vörukörfu þarf að smella á vörukörfuna til að fara í greiðslukerfið. Þegar greiðslu er lokið ætti kvittun að berast með tölvupósti og staðfestir hún skráninguna. Ath einungis er hægt að greiða með millifærslu á reikning 1101-26-111139 kt: 680296-3409 og sendið kvittun á netfangið [email protected] skráning telst ekki gild fyrr en greiðsla berst. Skráningu lýkur þriðjudagskvoldið 29. Apríl kl. 23:59 Skráningagjöld eru 3.000,- kr í 1. flokki fullorðinna á hverja skráningu en 1.500,- kr í barna-, unglinga- og ungmennaflokki. Rétt er að benda á að einungis skuldlausir félagsmenn hafa keppnisrétt Koma svo! Allir með og höfum gaman af. Mótanefnd Sóta
0 Comments
Leave a Reply. |
SótiVið Breiðumýri Eldri fréttir
December 2024
|